Hugur og hönd - 01.06.1993, Blaðsíða 24
Edda Guðmundsdóttir og Orn Hrajhkelsson lœra að spinna á
halasnAdu á leiðsögumannanámskeiði vorið 1993.
Sighvatur Kristbjörnsson spinnur úr hrosshári á heimilisiðnaðar-
daginn 1993.
malað og síðan að dreypa á nýlöguðu kaffi.
Sýningardagarnir fyrstu sumrin kröfðust mikils
undirbúnings. Bæta þurfti starfsaðstöðuna í mörg-
um húsanna, og ganga þannig frá þeim, að þau
þyldu hinn mikla ágang gesta. Finna varð amboð
og ílát meðal safngripanna sem nota mátti, gera við
sum þeirra eða smíða eftirlíkingar. Erfiðast reyndist
samt að útvega fólk sem kunni þessi gömlu hand-
verk og var jafnframt tilbúið til að sýna þau al-
menningi. Haft var samband við ýmsar öldrunar-
stofnanir, Félag eldri borgara og fjölmarga
einstaklinga. Maður benti á mann og svo koll af
kolli uns loksins tókst að finna rétta manninn. Það
fólk sem lagt hefur okkur lið skiptir nú orðið tug-
um. Sumt hefur komið til okkar sumar eftir sumar,
og auðvitað hefðu þessir starfsdagar ekki orðið að
veruleika nema með einstakri hjálpsemi þessa
fólks.
Við vorum svo lánsöm þessi fyrstu sumur, að
einn leiðsögumanna okkar var stúlka sem hafði
numið við vefnaðardeild myndlistarskóla og einnig
við búnaðarskóla. Hún gat því kembt, spunnið og
ofið og auk þess auðveldlega annast skepnurnar.
Nú er tóvinna orðin fastur liður á námskeiðum fyrir
þá leiðsögumenn sem ráðnir eru á vorin til safnsins.
Reynsla starfsdaganna hefur verið stórkostleg og
aðsókn ótrúlega góð. Algengt var að sjá þrjár kyn-
slóðir koma saman á safnið. Sú elsta kom til að
upplifa liðna tíð, fylgjast með því hvort rétt væri
unnið og ekki síst til að fræða barnabörnin. For-
eldrarnir komu til að sinna uppeldisskyldum sínum
og forvitnast um þessi gömlu störf sem þeir margir
hverjir höfðu aðeins óljósa hugmynd um hvernig
unnin voru, og síðan börnin, sem komin voru til að
fræðast um hvernig lífið var á dögum ömmu og afa.
Oft heyrðust spurningar eins og
„mamma af hverju er konan að lita allt þetta garn,
getur hún ekki bara keypt litina sem hana vantar í
búð“,
„kemur svona fallegur litur úr lynginu" eða
„þurfti fólk líka að búa til skóna sína?“
í ljósi reynslu fyrstu þriggja áranna var greinilegt
að enn mátti gera betur. Meðal annars var mikill
áhugi fyrir því að hin daglegu störf fyrri tíma yrðu
jafnframt daglegur þáttur í starfsemi Árbæjarsafns,
en ekki eingöngu helgarviðburðir.
Sumarið 1992 rættist þessi ósk að hluta þar sem
safnið fékk leyfi fyrir þremur stöðuveitingum eldri
borgara yfir sumarmánuðina. Þetta sumar voru
ráðnir nokkrir eldri borgarar í hlutastörf, svo sem
bóndi í Árbæinn, prentari í prentsmiðjuna, skó-
smiður á skósmíðaverkstæðið, kona í tóvinnu og
sjómaður í netahnýtingar. Síðastliðið sumar voru
síðan ráðin bóndakona í Árbæinn, maður sem
spann og fléttaði gjarðir úr hrosshári og kona sem
saumaði bæði sauðskinnskó og roðskó. Einnig
24
HUGUR OG HÖND