Hugur og hönd - 01.06.1993, Blaðsíða 33
4. Saumað vesti meðÞjms.nr. 1160.
Skal nú þessum flíkum lýst nánar.
Brjóstadúkur, Þjms.nr. 848
8/7 1871 hefur Sigurður Vigfússon, starfsmaður
Forngripasafns íslands, skrifað um brjóstadúkinn í
Skýrslu safnsins:
Keyptur gripur. Kot, eða karlmannsbrjóstadúk-
ur, úr svörtu vaðmáli grófu, heilt að framan og
aptan, en hnept undir annari hendinni, og á
annari öxl (gamall siður); pað er austan úr Land-
eyjum.
Brjóstadúkurinn er allur mun grófari en hinar
flíkurnar, bæði hvað snertir efni og vinnubrögð.
Sauðsvarta vaðmálið er mjög gróft, úr tvinnuðu
ullarbandi. Flíkin er öll fóðruð með ljósu ullarvað-
máli og lagt niður við það með stórgerðum sþorum
með sauðsvörtum togþræði.
Brydding úr svartri einskeftu er um hálsmálið.
Hneppslur í hlið og á öxl eru Héttaðar úr grófum
þráðum. Málmhnapparnir, fjórir af sex uppruna-
legum, eru með smá-útflúri. Brjóstadúkurinn er
allur mjög slitinn og hefur einnig orðið mölflugunni
að bráð. Formið, sniðið, er afar einfalt og þekkt
víða um heim.
í Brandsstaðaannál segir að um aldamótin 1800
hafi karlar verið í bláum, útprjónuðum eða mislit-
um bolum, sem voru hnepptir undir hendinni og
á öxlinni, en bláir tvíhnepptir bolir hafi komið
seinna.
Þorkell Bjarnason (f. 1839 ) segir m.a. að fyrir sitt
minni hafi tíðkast bolir í stað vesta og Ólafur Sig-
urðsson (f.1822 ) segir að innan undir mussunni
hafi karlar oft verið í bláum bol með kvartils tví-
hneppingu að ofan.
Álykta má því að kot, brjóstadúkur og bolur hafi
verið einhverskonar vesti í seinni tíma skilningi,
þ.e. flík sem einkum var ætluð sem skjólflík yfir
brjóstið. Af grófri voðinni, litnum og hnöppunum
á brjóstadúknum í Þjóðminjasafni má ætla að hann
hafi verið í eigu almúgamanns, verið hversdagsfat,
aðallega skjólflík, frá seinni hluta 18. aldar. Ef til vill
er hann eldri, þ.e. hann nýtur þess heiðurs að vera
keyptur til Forngripasafnsins 1871 og ætla mætti
vegna þess að hann hafi þá verið forn gripur.
Karlmannstreyja, Þjms.nr. 1156
Um þessa flík segir í Skýrslu Forngripasafnsins
30.12.1876:
Karlmannstreyja úr svörtu vaðmáli, grófgerðu,
tvíhnept upp í háls með útlendum hornhnöppum,
sem á er upphleypt verk; eru 9 hnappar á hvorum
boðangi. Ermar eru mjóar fremst og hnept saman
aðframan á handleggnum fremst með 4 samskon-
ar hnöppum. Einn saumur eptir baki og sinn ttiður
frá hvorri ermi. Vasar engir. Fóður undir boðöng-
um aðeins og rœma undir baki neðst, er það úr
bláum, þykkum ullarvefnaði.
Flíkin er kragalaus, langerma, tvíhneppt utan-
yfirflík úr grófu, togmiklu vaðmáli. Hún er inn-
5. Prjónað vesti með Þjms.nr. 1161.
HUGUR OG HÖND
33