Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1993, Blaðsíða 40

Hugur og hönd - 01.06.1993, Blaðsíða 40
ekki verið fjölmenn og manntal sem tekið var 1703 sýnir, að hún var þá einungis um 0,6% af íbúum landsins, eða um 300 manns af 50.000. Árið 1801 er vinnufólk um fjórðungur landsmanna og af 50.000 íbúum eru um 7.000 sagðir vera fá- tækralimir, sveitarómagar eða flakkarar. Föt heldra fólks eru oft einnig einu flíkur sem varðveist hafa frá fyrri tímum því að ekki slitnuðu þau af vinnu né ofnotkun. Þessar flíkur voru líka þær einu sem þótti þess virði að geyma, landi og þjóð til sóma og fylla þær því geymslur svokallaðra minjasafna. Fatnaður alls almennings var aftur á móti víða notaður „upp til agna“ og þó eitthvað hefði geymst sem var stagbætt og slitið, þá var skoðun manna sú, að ekki bæri að „hygla því sem miður var“ og auk þess svo „algengt og venjulegt" að ekki þurfti að festa slíkt á blöð sögunnar né vernda á söfnum. Á síðustu áratugum beinast augu rannsakenda mun meira að öðru en djásnum og fínheitum heldra fólks og sparifatnaði og mörgum þykir miður, að svo lítið skuli vera varðveitt, myndfest og skjalfest um almúgafatnað og hversdagsvenjur og reyna að bæta þar um betur. Fríður Ólafsdóttir Ljósmyndir teknar á Myndastofi Þjóðminjasafns íslands. Heimildir: - Björn Bjarnason. Brandsstaðaannáll. Rv., Sögufélagið Hún- vetningur og Húnvetningafélagið í Reykjavík, 1941. - Eggert Ólafsson. Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar um ferðir þeirra á íslandi árin 1752-1757, I-II, Rv. 1943. - Gils Guðmundsson, útg. Þjóðlífsmyndir. Rv., Iðunn, 1949. - Jónas Jónasson. íslenskir þjóðhættir. Rv., ísafoldarprent- smiðja, 1934. - Sigurður Vigfússon. Skýrsla um Forngripasafn íslands í Reykjavík, Rv. 1881. - Skýrsla Forngripasafns íslands 1876, óprentuð. ----------i--------------------- NORRÆNU HEIMILISIÐNAÐARBLÖÐIN Danska blaðið Nafn: HUSFLID Ugefandi: Dansk Husflidsselskab. Kemur út 6 sinnum á ári. Áskriftargjald 1994: 160 d. krónur. Heimilisfang: Dansk Husflidsselskab Gedskowej 3 5300 Kerteminde Danmark husflid 4 Norska blaðið Nafn: NORSK HUSFLID Útgefandi: Norges Husflidslag. Kemur út 5 sinnum á ári. Áskriftargjald 1994: 190 n. krónur. Heimilisfang: Norsk Husflid Postboks 9337 Gronland 0135 Oslo Norge íHUSFUD !íi feral * I a-r* fií’vari'Kdder nniaaffl Sænska blaðið Nafn: HEMSLÖJDEN Útgefandi: Svenska Hemslöj dsföreningarnas Riksförbund. Kemur út 6 sinnum á ári. Áskriftargjald 1994: á Norðurlöndum 195 s. krónur. Heimilisfang: Tidskriften Hemslöjden Skolgatan 73 A 903 30 UMEÁ Sverige Finnska blaðið Nafn: TAITO (Hemslöjd och konsthantverk med svensk bilaga). Utgefandi: Förbundet för Hemslöjd och konsthantverk. Kemur út 6 sinnum á ári. Áskriftargjald (1.9.93 - 31.7.94): á Norðurlöndum 271 f. mark (eitt ár), 251 f. mark (samfelld áskrift) Heimilisfang: Taito Postbox: 186 Kalevagatan 61 00181 Helsingfors Finland 40 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.