Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1993, Blaðsíða 9

Hugur og hönd - 01.06.1993, Blaðsíða 9
Frumraunir Sæmundar á mynd- listarsviðinu voru samsettar myndir úr trjábútum eða mislit- um steinum. Hann hefur alltaf haft mestan áhuga á að nota náttúruefni. Verk sín vinnur hann nú einvörðungu úr rekaviði sem hann sækir suður á Reykjanes og fær sendan af Snæfellsnesi eða jafnvel vestan af Ströndum. Efnið er oftast fura, en einnig aðrar tegundir, þéttir og níðþungir drumbar. Sæmundur þurrkar þá í útitjaldi í nokkra mánuði áður en hann heggur þá til og mótar. Við grófvinnuna eru verkfærin öxi, sþorjárn, trékjulla (til að slá á sporjárnin með) og raspar. Síðan er pússað og slípað með sandpappír. Form Sæmundar eru að miklu leyti bundin lögun efniviðarins. Hann gerir ekki teikningar eða skissur að verk- unum, heldur reynir áður en byrjað er á nýju verki að hugsa sér hverju hægt er að ná úr drumbinum. Hann hefur það á hreinu áður en byrjað er, eins og hann orðar það sjálfur og svo ræður tilfinningin framhaldinu. Oft kemur fram eitthvað nýtt meðan á verki stendur, segir hann. Litlu mannverurnar verða til úr smáu bútunum, þær stóru oft úr trjábolum sem hann kaupir og sagar niður. Hann bætir sjaldan efni utan á stytturnar, svo að þær eru allar handleggjalausar. En það kemur ekki að sök, því að Sæmundur er ekki að líkja eftir raunveruleik- anum. Hann færir í stílinn og hefur sínar eigin hugmyndir um hvernig verurnar hans skulu vera. Ormagöt í efninu fá að vera hluti verksins hverju sinni þar sem þau eru fyrir, en sprungur sem koma við þurrkun fyllir hann með tréfleygum og lætur þær að öðru leyti vera hluta af áferðinni. HUGUR OG HÖND 9

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.