Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1993, Blaðsíða 31

Hugur og hönd - 01.06.1993, Blaðsíða 31
1. Fólkfyrir utan dönsku pakkhúsin í Hafharfirði 1772. Myndin er gerð af John Cleveley, jr. í leiðangri Banks (British Library, Add. 15.511, f.13). FATNAÐUR ÍSLENSKRA ALÞÝÐU- MANNAFÍRÁ 1740-1850 Agrip úr rannsóknarverkefni Upphaf að þessari rannsókn var verkefni á sviði þjóðháttafræða Heimspekideildar HÍ árið 1981: „Karlmannafatnaður í Þjóðminjasafni íslands frá byrjun 19- aldar“. Elsa E. Guðjónsson hafði þá um árabil unnið að rannsóknum á íslenskum kvenfatnaði fyrri alda og gefið út rit um niðurstöður þeirrar vinnu, en ekkert hafði verið unnið að rannsóknum á íslenskum karlmannafatnaði. Rannsóknarvinna þessi er því frumrannsókn á þeim heillegu íslensku karlmannsflíkum sem taldar eru vera frá um það bil 1740-1850 og varðveittar eru í Þjóðminjasafni íslands og Nationalmuseet í Kaupmannahöfn. Verkið sóttist oft afar seint af mörgum ástæðum. Það var látið víkja fyrir verk- efnum „sem þoldu enga bið“ og á síðustu árum hefur það sofið Þyrnirósarsvefni því ekki reyndist unnt að rannsaka íslenskar karlmannaflíkur sem varðveittar eru í Nationalmuseet í Kaupmannahöfn sökum mikilla breytinga á þeim bæ. í þessari stuttu grein ætla ég einungis að reyna að gefa grófa mynd af þeim karlmannsflíkum sem varðveittar eru í Þjóðminjasafni íslands og sýna hvernig ég í upphafi verksins notaði myndrænar og skriflegar heimildir til að varpa ljósi á uppruna þeirra. Tekið skal rækilega fram að mikið verk er enn óunnið til að fylla upp í núverandi eyður í þessari rannsóknarvinnu enda er athygli og/eða réttlát gagnrýni vel þegin. Eru aldagamlar flíkur eitthvað merkilegar ? Þegar saga fatnaðar er könnuð verður að hafa í HUGUR OG HOND 31

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.