Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1993, Blaðsíða 44

Hugur og hönd - 01.06.1993, Blaðsíða 44
Hei m i I is iðna ða rféla g íslands 80 ára Frá sýningu í verslun félagsins að Flafharstrieti 3 í tilefni 80 ára afmœlis þess. Þegar við hófumst handa við greinarkorn þetta þótti okkur við hæfi að glugga ofurlítið í fyrstu fundargerð félagsins og vitna lítillega í hana. Stofnfundur heimilisiðnaðarfélagsins var haldinn 12. júlí 1913 í Báruhúsinu í Reykjavík. Fundarstjóri var Rögnvaldur Ólafsson húsameistari. í fyrstu fundargerð félagsins segir að til fundarins hafi verið boðað með auglýsingu í ísafold og götuauglýsing- um. Auk þess var öllum alþingismönnum sent sér- stakt fundarboð. Ennfremur kemur fram í fundar- gerðinni að málinu hafi fyrst verið hreyft í „Lestrarfélagi kvenna” veturinn 1911 - 12. Einnig er skýrt frá því að Matthías Þórðarson forn- minjavörður hafi flutt erindi um þýðingu og gildi heimilisiðnaðarins og rakið í stuttu máli sögu þessarar elstu starfsviðleitni mannkynsins. Benti hann á hvað við íslendingar gætum hagnýtt okkur margfalt betur ýmsar afurðir með því að skila unnum vörum í stað óunnins efnis. Þriggja manna nefnd hafði áður unnið að gerð laga sem undir- búningsnefndin hafði samþykkt. 1. greinin var um markmið félagsins og er hún svohljóðandi: „Það er tilgangur félagsins að auka og efla þjóð- legan heimilisiðnað á íslandi, stuðla að vöndun hans og fegurð og vekja áhuga manna á því að framleiða nytsama hluti. Jafnframt skal félagið stuðla að sem arðvænlegastri sölu á íslenzkum heimilisiðnaðarafurðum bæði á íslandi og er- lendis.” Fyrsti forseti félagsins var kosinn Jón Þórarinsson fræðslumálastjóri og voru stofnfélagar 34. Áttatíu árum síðar er þessi grein enn í fullu gildi. Ef miðað er við mannsævina er þetta hár aldur en engin ellimörk eru á félaginu. Starfsemi félagsins er öflug og þess ekki síður þörf í dag en fyrir áttatíu árum. í áranna rás hefur félagið á ýmsan hátt unnið að upphaflegum markmiðum sínum, reynt að að- laga sig að hverjum tíma fyrir sig og hafa margir lagt þar hönd á plóginn og margt áunnist. Á síðast- liðnu ári hefur talsvert verið unnið að eflingu sam- starfs við ýmsa handverkshópa og heimilis- iðnaðarfólk um land allt. Er það von okkar að Heimilisiðnaðarfélag íslands geti nýtt reynslu sína og þekkingu í þágu þessa fólks. í tilefni þessara tímamóta var haldin þjóð- búningasýning í verslun félagsins, „íslenskur heimilisiðnaður“, Hafnarstræti 3- í heimilisiðnaðarskólanum á Laufásvegi 2 var haft „opið hús” þar sem kynnt var starfsemi skólans og þrjár ungar konur héldu sýningu á verkum sínum, þær Arndís Jóhannsdóttir sem sýndi muni unna úr steinbítsroði, Ingibjörg Ágústsdóttir sem sýndi út- saumaðar myndir og Stefanía Stefánsdóttir sem sýndi verk unnin úr flóka og pappír. Elín Salóme Guðmundsdóttir Hildur Sigurðardóttir Ljósmynd Agúst Guðmundsson. VEFSTOFA í GEYSISHÚSI Vesturgötu 1, 101 Reykjavík. Sími: 91-12460 Opið þriðjudaga - föstudaga kl. 10-15. Áslaug Sverrisdóttir Heimasími: 91-625180 Sigríður Halldórsdóttir Heimasími: 91-604276 44 HUGUROG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.