Hugur og hönd - 01.06.1993, Blaðsíða 8
ÚR FJÖRU
í FANG
SÆMUNDAR
Það er löngu alkunn staðreynd að reka-
viður úr íslenskum fjörum er gott efni. Hann
er gagnvarinn frá náttúrunnar hendi og
hefur til skamms tíma dugað vel í girðing-
arstaura og skjólgrindur. Á ýmsa fleiri vegu
hefur þessi langt að komni efniviður verið
notaður, m. a. til þess að skapa úr myndlist.
Rekaviður sést stundum hengdur upp á
vegg innanhúss, málaður og skreyttur eftir
listamenn. Miklum mun stærri en þau
myndverk eru myndir þær sem Sæmundur
Valdimarsson, höggmyndasmiður, semur úr
rekaviði. Hann vílar ekki fyrir sér að ráðast
á stærstu drumbana í heilu lagi, höggva þá
til og sníða þar til úr þeim fæðist mann-
skepna með eigin sniði hans. Verk hans
flokkast vafalítið undir naívisma og hann
lætur ekki umsagnir eða skoðanir annarra
hafa nein áhrif á vinnslu eða frágang verk-
anna. Og Sæmundur hefur vakið drjúga at-
hygli fyrir frumlegar og sérstæðar styttur
sínar, sem stundum hafa verið nefndar
„fjörufólkið".
Sæmundur Valdimarsson fæddist að
Krossi á Barðaströnd árið 1918. Framan af
vann hann að sveitastörfum og ýmsum
störfum öðrum til sjós og lands. Hann fluttist
til Reykjavíkur árið 1948 og vann lengst af
vaktavinnu í Áburðarverksmiðjunni í Gufu-
nesi. Kona hans er Guðrún Magnúsdóttir frá
Langabotni í Arnarfirði og búa þau við
Tunguveg í Reykjavík þar sem Sæmundur
er með vinnustofu sína í bílgeymslunni. Þar
starfar hann í eigin heimi umkringdur eigin
sköpunarverki: fólkinu sínu, stóru og smáu,
með stóru góðlátlegu augun og blíðlega
svipinn. Frá árinu 1988 hefur hann helgað
sig myndsköpun eingöngu.
8
HUGUR OG HÖND