Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1993, Blaðsíða 13

Hugur og hönd - 01.06.1993, Blaðsíða 13
1. Gunnar Hinriksson vefari, í vefstól sínum á elliheimilinu Grund. GUNNAR HINRIKSSON vefarí Ofinn renningur á Pjóðminjasafni Það voru vefkonur sem stóðu og ófu í kljásteinavefstaðnum allar þær aldir sem hann var við lýði hér á landi, eða frá land- námstíð fram á 19- öld. Þegar vefstólar tóku við hlutverki vef- staðarins, settust karlmenn í þá. Spyrja má, hvers vegna héldu konur ekki áfram að vefa í nýja verkfærinu? Það er auðvitað ekki hægt að svara því svo óyggjandi sé. Ekki var það vegna þess að erfiðara væri að vefa í vefstól, í honurn var setið við vinnuna, í stað þess að standa upp á end- ann og ganga stanslaust fram og til baka eins og gert var þegar ofið var í vefstað. Sennilegast þykir mér, að karlmönnum hafi betur verið treyst til að skilja þetta nýja og flókna „tækni- undur“. E.t.v. hefur það líka haft áhrif, að erlendir förunautar og leiðbeinendur á fyrstu vefstóla sem hingað kornu, voru karl- menn, enda mun vefnaður hafa verið löggild iðngrein karla er- lendis. En þó karlmenn hafi lengstum setið í vefstólunum meðan ofið var á íslenskum heimilum, fór það þó svo að konur urðu víða jafnokar karla í vefnaðarlistinni og sums staðar önnuðust konur einar vefnaðinn undir lokin, svo sem mun hafa verið í A.-Skaftafellssýslu. HUGUR OG HÖND 13

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.