Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1993, Blaðsíða 37

Hugur og hönd - 01.06.1993, Blaðsíða 37
honum. Á honum hafa verið 2 hnappar að framan, en er nú aðeins annar á, og ersá steyptur úr kopar, með laglegu verki, pverm. 2,3 cm. Upphalda- hnappar eru og 2 aðframan og 2 að aptan og eru peir steyptir úr tini. Við hnappagötin framan á strengnum hafa verið settar 11 og 16 cm. langar lykkjur. Framaná er 20 cm. breið og 14 cm. löng loka og nærhún upp að strengnum; erhenni hnept á bœði efri hornin með sljettum látúnshnöppum, tinfyltum, þverm. 2 cm. Buxurnar eru fínprjónaðar með sléttum og brugðnum lykkjum sem mynda langrendur eða teina. Pær eru prjónaðar í hring, ofan frá og niður og skálmarnar eru allþröngar og þrengjast niður. Úrtakan myndar línu niður á innanverðum skálm- unum. Þær eru mjög slitnar og hafa verið bættar af mikilli snilld innan frá bæði með ofnum og prjón- uðum bótum, sem sumstaðar liggja hvor yfir annarri. Lykkjurnar í hnappagötunum eru svokall- aðar færilykkjur til að víkka þær um mittisstað og koma til móts við breytt vaxtarlag. Þetta eru því miður einu heilu karlmannsbuxur sem varðveist hafa hérlendis frá fyrri öldum svo vitað sé. Samkvæmt skriflegum heimildum voru ytri buxur alþýðumanna fram til 1810-1820 yfirleitt hnébuxur, lokubuxur úr vaðmáli, einnig með hnepptri klauf um hnén utanfótar, en seinna koma síðar buxur í tísku. Um þá breytingu segir Ólafur Sigurðsson: Þá komu upp stuttu treyjurnar og stuttu vestin, hvort tveggja með standkraga, og svo háu lang- buxurnar, sem allra fyrst voru prjónaðar og þröngar; var sagt að séra Jón Þorláksson hefði ort um þœr vísuna: Á buxum mínum er breytið snið, býsna háar að framan o.s.frv.. Þessar buxursá ég á tveimur rosknum mönnum, og voru aðrarþeirra með Ijósbláum teinum upp og ofan. Bráðum varþófarið að hafaþœr úr vaðmáli, sœmilega víðar. Með þessum háu buxum komu axlaböndin, sem eigi sáust áður; voru þau oftast spjaldofin, því kvenfólk kunni þá mjög vel „að hlaða sþjöldum Síra Þorkell Bjarnason segir að þegar hann muni fyrst til hafi hversdagsklæðnaður karlmanna verið hvítar ullarskyrtur og hvítar eða stundum mórauðar prjónanærbuxur, blágrá, hneppt eða krækt prjóna- nærpeysa, vesti og vaðmálsbuxur. Jónas Jónasson segir í íslenskum þjóðháttum að nærbrækur hafi oftast verið prjónaðar, og ef þær áttu að vera vænar, voru þær þæfðar, þangað til þær „stóðu“ og entust þá vel og lengi. Yfirleitt var klaufin hneppt með beinhnöppum, en til var og að hafa þær með loku. Nærföt segir Jónas jafnan hafa verið hvít, nema nærbuxur stundum gráar eða sauðsvartar, „var algengt, að menn voru í þeim HUGUR OG HÖND 37

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.