Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1993, Blaðsíða 5

Hugur og hönd - 01.06.1993, Blaðsíða 5
armönnum sem þá störfuðu í Reykjavík. Heimskreppan var í algleym- ingi á þessum árum og mikið at- vinnuleysi. Til að afla fjár stund- aði Jón alla fáanlega vinnu. Hann vann á eyrinni við uppskipun, fór í vegavinnu á sumrum og í at- vinnubótavinnu þegar ekki var annað að hafa. Meðal annars vann hann í svokallaðri „Síberíu“ sem var á svæði milli Selfoss og Eyrarbakka. Fróðlegt er að heyra Jón segja frá þessum tíma. Þótt baráttan um brauðið væri hörð breytti það engu um áætlanir Jóns, hann notaði ætíð hverja stund sem gafst til að vinna að list sinni og loks byrjaði hann að sýna verk sín og selja. Hagur hans vænkaðist árið 1939 þegar hann fékk dansk-íslenskan styrk, þá gat hann fjárhagsins vegna látið þann draum sinn rætast að fara til myndlistarnáms erlendis. Haustið 1939 skall heimsstyrjöld- in síðari á og öllum áætlunum um utanferð varð að fresta til styrjaldarloka. Þá fór Jón ásamt eiginkonu sinni til Kaupmanna- 3. Presturinn í„Grámann í Garðshorni". HUGUROG HOND 5

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.