Hugur og hönd - 01.06.1993, Blaðsíða 14
Á 19- öld og fram á þá 20. voru
heimagerðir vefstólar á velflest-
um íslenskum heimilum, einkum
til sveita, og voru þeir mjög þýð-
ingarmikil tæki í sjálfsþurftarbú-
skapnum. Á margmennum
heimilum stóð vefstóll uppi frá
hausti til vors, 6-8 mánuði, og oft
ofnar í honum fleiri hundruð
álnir á hverjum vetri af ýmiss
konar voðum. Margt fólk, bæði
konur og karlar, sérhæfði sig í
vefnaði og sinnti honum sem
aðalstarfa yfir vetrarmánuðina,
ýmist heima eða heiman. Nám í
vefnaði hefur aðallega farið
þannig fram að hver kenndi öðr-
um, eldri kynslóð þeirri yngri.
Ekki var um neina skóla að ræða,
fyrr en kvennaskólar voru stofn-
aðir undir lok 19- aldar.
Víða er sagt frá ágætum vefur-
um og ótrúlegum afköstum
þeirra. Einn þeirra, sem kunnur
varð af vefnaði sínum, var
Gunnar Hinriksson, ævinlega
titlaður vefari.
Oft hafði ég rekist á nafn
Gunnars Hinrikssonar vefara og
rýnt í mynd, sem birst hefur í
bókum, af honum sitjandi í vef-
stól sínum, 1. mynd. Tilefni þess
að ég fór að leita mér upplýsinga
um æviferil hans var, að mér
barst í hendur ofinn renningur,
gefinn Þjóðminjasafni íslands í
júlí 1913- Renningurinn er með
fjölda sýnishorna, ofinn og gef-
inn af Gunnari Hinrikssyni vefara
og er að mörgu leyti athyglis-
verður, bæði margbreytileiki
vefnaðargerðanna og ekki síst
nöfnin sem skráð eru með í
skýrslu Þjóðminjasafns og vafa-
laust eru komin frá honum, 2.-5.
mynd.
Tvær greinar fann ég um
Gunnar Hinriksson vefara. Önn-
ur er eftir Ríkarð Jónsson (út-
skurðarmeistara) og birtist í Óðni
1927, hin var minningargrein um
Gunnar, birt í Morgunblaðinu 30.
ágúst 1932, undirrituð M.Þ. sem
mun vera Matthías Þórðarson
þjóðminjavörður. Báðir þessir
menn þekktu Gunnar og lofa
hann fyrir greind og göfug-
mennsku, segja auk þess frá fjöl-
hæfni hans á ýmsum sviðum og
löngun hans að leiðbeina og
kenna öðrum það sem hann
kunni, líklega minnugur ófull-
nægðrar eigin löngunar til náms.
Uppruni og æviferill
Gunnar var Austfirðingur,
fæddur í Skriðdal 1845, kominn
af fátæku foreldri, ólst upp með
þeim á ýmsum bæjum í Skriðdal
og þó einkum í Fljótsdal. Fór
hann að heiman 12 ára og vann
fyrir sér eftir það.
Hann er sagður hafa haft
óumræðilega þrá til að læra, en
átti þess ekki kost, sem sonur
vinnuhjúa, að setjast á skólabekk
með börnum húsbænda. Segir
hann frá því að þrá sín til náms
þá hafi verið nær óviðráðanleg.
En hann fékk að vinna, þótti
snemma lagtækur og var notaður
óspart við tóskapinn, s.s. að tæja,
taka ofan af og spóla í allt sem
ofið var, sem oftast voru fleiri
hundruð álnir á ári hverju. E.t.v.
hafa það verið hans fyrstu kynni
af vefnaði. Kverið lærði hann
þannig, að móðir hans vakti
hann fyrir venjulega fótaferð, svo
hann gæti lært áður en vinnan
hófst. Ljósið, sem hann lærði við,
var í skel á rúmbrík og logaði á
fífukveik vættum í floti sem
móðir hans gat dregið af mat
sínum. Tilsögn í skrift fékk hann
þannig að húsbóndi, sem hann
vann hjá um tíma, gaf honum
forskrift og leyfði honum að
skrifa eftir henni stund og stund
á kvöldi. 19 ára var Gunnar þeg-
ar hann lærði reikning af reikn-
ingsbók sem hann hafði að láni
í þrjár vikur meðan hann sat yfir
ám og hafa þá ritföngin að öllum
líkindum verið þau, sem Matthías
Þórðarson nefnir, smalaprik og
leirflag. í þessum dúr voru víst
aðstæður flestra fátækra barna til
náms á þeim tíma sem Gunnar
Hinriksson var að alast upp.
Eftir að Gunnar fór að heiman
var hann lengi til heimilis að
Skriðuklaustri í Fljótsdal. „Þar
gengu 2 vefstólar allan vetur-
inn... Þar byrjaði Gunnar að vefa,
og er það sú grein, sem að hann
varð síðar mjög slyngdur [svo!] í
og svo framúrskarandi að hann
hefur verið tilsagnarmaður og
kennari í þeim efnum hvar sem
hann hefur verið“, segir Ríkarður
um hann. Ennfremur að honum
hafi þótt þær vefnaðargerðir of
einhliða, sem mest var ofið af,
einskefta, vaðmál, klæðisvefnað-
ur og vormeldúkur og „fór hann
þá að finna út alskonar skraut-
vefnað, mest af hugviti sínu, því
fáar voru fyrirmyndir í þeim efn-
um, enda hefur hann í þeirri
grein komist svo langt að slíkt
mun vera einsdæmi af sjálf-
menntuðum manni“. Og Matthí-
as Þórðarson bætir um betur er
hann segir um vefnað Gunnars:
„Mátti í rauninni telja hann sann-
an listamann í þeirri iðnaðar-
grein“.
Gunnar átti heima í Múlasýsl-
um til ársins 1898, þá yfirgaf
hann Austurland. Orðstír hans
sem vefara hafði borist, m.a. til
Björns Þorlákssonar að Varmá í
Mosfellssveit, sem var upphafs-
maður að Álafossverksmiðjun-
um, 1896. Gunnar vann í tvö eða
þrjú ár sem vefari við ullarverk-
smiðjuna, en fór eftir það víða
um Suðurland. Leiðbeindi þar
bændum í ýmsum verklegum
greinum, auk þess sem hann
starfaði við vefnað á vetrum og
heyskap á sumrum. Til Reykja-
víkur mun hann hafa komið árið
1913 og dvaldi þar oftast eftir
það, en settist þó ekki að þar fyrr
en 1925, er hann áttræður að
aldri fékk fastan samastað á elli-
heimilinu Grund. Þar hafði hann
vefstólinn sinn, var „sístarfandi,
bæði við vefnað og annað, og
áhuginn svo mikill, að hann gef-
ur sér naumast tíma til að tala við
kunningja sína“.
Skömmu eftir að Gunnar Hin-
riksson kemur til Reykjavíkur er
hann fenginn til að setja upp vef
í kljásteinavefstað á Þjóðminja-
safni (Þjms. 908 og 855) og sýna
hvernig ofið var í honum.
Gunnar hafði, á sínum tíma, lært
það hjá gamalli konu austur í
Breiðdal. í þessum vefstað er
enn sami brekánsvefur, að öllum
líkindum með sörnu ummerkjum
og Gunnar skildi við hann. í
minningargrein Matthíasar Þórð-
arsonar segir: „Vöxtur og við-
gangur heimilisiðnaðarins, eink-
14
HUGUR OG HÖND