Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1993, Blaðsíða 30

Hugur og hönd - 01.06.1993, Blaðsíða 30
7. steinanna sem Ágúst hafði opn- að, varð sú sýn og upplifun kveikja að ljóðabálki. Dulmögn steinanna voru ómótstæðileg. Þennan sama dag settist skáldið niður og skrifaði í einni lotu meginhluta ljóðanna „Óður steinsins". Jón Geir gaf föður sínum handrit bókarinnar í jóla- gjöf. Margir sáu handritið, myndirnar og ljóð Kristjáns frá Djúpalæk, og hvöttu Ágúst til að láta gefa bókina út. Og það varð úr, fágætlega fögur bók þar sem undraheimi steinanna var lýst í máli og mynd kom fyrir augu lesenda. Seinna samdi tónskáldið Atli Heimir Sveinsson tónverk inn- blásið af áhrifum litmyndanna og Kross skreyttur gegnsœjum steinþynnum. ljóðsins. Tónverk Atla Heimis hefur verið flutt hérlendis og er- lendis í samspili við litskyggnu- sýningu og ljóðalestur. Frumflutningur þessa efnis fór fram í Borgarbíói á Akureyri fyrir allmörgum árum. Þá las Jóhann Pálsson upp ljóð Kristjáns frá Djúpalæk og Jónas Ingimundar- son lék tónverk Atla Heimis, samtímis voru litskyggnurnar sýndar. Við upphaf dagskrárinn- ar flutti Kristján frá Djúpalæk eftirfarandi kynningu og formála: „ íslensk þjóð hefur alltaf skynjað líf í steini. Hún heyrði þaðan söng, sá bláklæddar huldur líða um sali, dverg teygja gullþráð við steðja og smíða biturt sverð við neistaflug. Kannski var steinninn okkur á vísindaöld orðinn „ fros- ið myrkur, sálarlaus harka“ en Ágúst Jónsson, ákafan safnara góðsteina grunaði enn hinn forna galdur. Hann sagaði steininn í örþunnar sneiðar, bar þær upp að ljósinu - og sjá: lífið svaf þar inni. Hann beindi að þeim ljósopi myndavélar og af skarpri sýn festi hann undrið á filmu. Hann leysti steininn úr álögum. Jón Geir, son Ágústar, langaði til að fá orð til að tjá nánar seið- inn í myndum föður síns og sýndi mér þær í því augnamiði. Eg skráði niður hugsanir mínar er ég gekk, undrum bundinn, um þennan margslungna myndheim. Innblásinn töfrum þeirra sýna skrifaði ég lofsöng til skapara alls hins skapaða, ÓðsteinsinK. Dagskráin sem var frumflutt í Borgarbíói hefur síðan verið flutt í sjónvarpi og á ýmsum stöðum hérlendis og erlendis. Agúst hefur um dagana smíðað margt fagurra gripa og listaverka úr íslenskum steinum. Stærstu gripirnir eru listaverk úr steini sem stendur í Kjarnalundi og krossar, um það bil tveir metrar á hæð og einn á breidd, úr gegnsæjum steinþynnum. Einn kross er á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og er fyrirhugað að hann skreyti kapellu sjúkrahúss- ins þegar hún verður tekin í notkun. Ágúst hefur smíðað fjöl- mörg steinskreytt sófaborð, hinar mestu gersemar. Auk þess hefur hann smíðað fjöldann allan af smærri gripum svo sem blaða- pressur, borðfána, bréfahnífa og smástyttur. Gripir hans hafa farið víða, bæði hérlendis og erlendis og alls staðar vakið aðdáun. Draumurinn, sem var upphafið að steinasöfnun hans og list- sköpun, hefur sannarlega ræst. Þórir Sigurðsson Ljósmyndir: Agúst Jónsson. 30 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.