Hugur og hönd - 01.06.1993, Blaðsíða 12
8. Einfyrsta myndin frá „leit“ Siemundar að viðfangsefhum. Frá 1974.
Stærð 53 x 35 cm.
Þegar veran er fullmótuð festir
hann „skikkjuna" utan á hana og
útkoman er skemmtilega dulúð-
leg vera.
Þjóðhátíðarárið
1974 stóð Guðbergur Bergsson
rithöfundur fyrir sýningu í SÚM.
Hann auglýsti eftir alþýðulist og
Sæmundur svaraði þeirri auglýs-
ingu. Þar sýndi hann fyrstu verk
sín við Vatnsstíginn í Reykjavík.
Þetta var upphafið að starfi Sæ-
mundar á listasviðinu. Nú standa
verk hans sjaldan lengi við hjá
honum og hann segir frá því að
hann verði að fela myndir sínar
þegar hann sé að safna á sýn-
ingu. Fyrstu einkasýningu sína
hélt hann árið 1983, en nú eru
þær orðnar ellefu alls. Hann
sýndi síðast á Kjarvalsstöðum í
vor, og hefur sýnt víðar í
Reykjavík. Einnig hefur hann
haldið sýningar í Osló og í Haag
í Hollandi. Nýverið var falast eftir
verkum hans á aðra sýningu í
Hollandi og á sama tíma var
breskt sjónvarp að mynda hann
við vinnu sína. Þetta allt er hon-
um drjúg hvatning, enda slær
hann ekki af við vinnu sína. Og
hann hugar vel að heilsunni með
góðri hreyfingu, stundar bæði
sund og göngur.
Sæmundur er ötull í starfi,
vinnur mjög skipulega daglangt.
Með sama framhaldi verður þess
varla langt að bíða að við fáum
að sjá verk hans aftur á sýningu.
Þá verður fróðlegt að sjá fram-
vinduna, því að Sæmundur fær
nýjar hugmyndir um tilbrigði
fyrirvaralaust. Og að vonum
leyfir hann glettninni að vera
með í för eins og fyrr.
Rúna Gísladóttir
Ljósmyndir: Páll Stefánsson nr. 1.
Rúna Gísladóttir nr. 4, 6, 7 og 8.
Sæmundur Valdimarsson nr. 2, 3
og5.
12
HUGUR OG HÖND