Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1993, Blaðsíða 11

Hugur og hönd - 01.06.1993, Blaðsíða 11
ýmislegt við sköpun þeirra sem öðrum dytti ekki einu sinni í hug. Auk þess að sýna gamansemina í verki með skreytingum sínum á styttunum gefa nöfn verkanna okkur vísbendingar. Eitt verka Sæmundar er kynskiptingur og varð til á þann veg að karlstytta dagaði uppi hjá honum og seld- ist ekki, hvorki hér heima á sýn- ingu né í Osló. „Svo að ég breytti henni í konu, og þá var hún fljót að ganga út!“ segir Sæmundur hlæjandi. Þegar Sæmundur gerði mynd- ina „Hallgerður gefur Gunnari lokk“ (sem aldrei var samkvæmt sögulegum heimildum) leyfði hann sér auk nafngiftarinnar að prjóna við - eða öllu heldur breyta - sögunni og setti eigin útgáfu hennar í sýningarskrá þegar hann sýndi myndverkið: „Nú hleypur Þorbrandur Þor- leifsson upp á þekjuna og hegg- ur í sundur bogastrenginn Gunnars. Gunnar mælti: „Nú fór illa, því að aldrei hefðu þeir unnið mig meðan ég kom bog- anum við.“ Hallgerður svarar: „Vegna fornrar ástar okkar mun ég gefa þér lokka tvo úr hári mínu og munum við móðir þín snúa þá í bogastreng.““ Tilbrigði Sköpunargleði Sæmundar er mikil. Hann mótar fólk á ýmsum aldri og eru börn hans einkar hugljúfar styttur, stuttfættar og sakleysislegar á svip. Sumar mannverur Sæmundar skarta glettilega fyrirferðarmikilli hárgreiðslu, aðrar bera skál á höfði með epli í, enn aðrar eru að hálfu huldar eins konar slöri. Þessar álfkonur hans (sjá mynd af „Skógardís") eru með „vafning“ utan um sig sem verður þannig til að Sæmundur losar 1-2 árhringi utan af viðardrumbinum áður en hann fer að höggva hann til.

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.