Hugur og hönd - 01.06.1993, Blaðsíða 32
2. Brjóstadúkur, Þjms.nr. 848.
huga að hlutverk hans er margþætt. Hann er ekki
aðeins til skjóls fyrir veðri, vindum, sól, kulda og
regni eða til skrauts, heldur var hann, er og verður
ein skýrasta spegilmynd eða táknmynd af þjóðfé-
lagi síns tíma. Hann sýnir efnahag og samfélags-
hætti, gefur til kynna stéttaskiptingu, andlegt og
veraldlegt vald, trúaivenjur, tækniþróun, atvinnu,
lífsmynd einstaklings, jafnvel sorg hans, gleði,
frelsi, fangavist, ákveður skyldur o.s.frv.
Margar spurningar vakna er unnið er með
aldagamlar almúgaflíkur, t.d. með tilliti til hallæra,
harðinda, mannfellis, fjárfellis og ullarleysis.
Heimildir
Heimildir um fatnað karlmanna á íslandi á 18. öld
og í byrjun 19. aldar eru fremur brotakenndar. Mun
meira var ritað og myndfest um kvenfatnað þessa
tíma, einkum sparibúning kvenna.
Dagbækur og skýrslur um Forngripasafnið, sem
seinna var nefnt Þjóðminjasafn, eru frumheimildir
í rannsóknarvinnu minni. Þegar munir berast á safn
eru þeir skráðir í sérstakar dagbækur eða aðfanga-
bækur og lýst í grófum dráttum.
Skriflegar og myndrænar prentaðar samtíma-
heimildir eru einkum lýsingar ferðamanna, flestra
erlendra, er fóru um landið á seinni hluta 18. aldar
og í byrjun 19- aldar.
Af íslenskum rituðum heimildum virðist t.d. mega
telja Brandsstaðaannál áranna 1783 til 1858 nokkuð
32
3. Treyja úr svörtu vaðmáli meðÞjms.nr. 1156.
góða heimild, þar sem hann byggist að mestu á
dagbók höfundar, Björns Bjarnasonar á Brands-
stöðum í Húnavatnssýslu (f. 1789), og segir þar
nokkuð um klæðnað um og eftir aldamótin 1800.
í bókinni Þjóðlífsmyndir, sem Gils Guðmundsson
gaf út 1949, eru m.a. ritgerðir frá árunum 1892-1894
sem fjalla um klæðnað. Þar lýsa höfundarnir, síra
Þorkell Bjarnason á Reynivöllum, fæddur árið 1839,
og Ólafur hreppstjóri Sigurðsson í Ási í Hegranesi,
fæddur árið 1822, fatnaði eins og þeir muna hann
frá bernsku sinni og af frásögnum sér eldri manna.
Jónas Jónasson gefur í bók sinni íslenskir þjóð-
hættir allgott yfirlit, en oft nokkuð gloppótt, eink-
um þar sem um karlmannafatnað er að ræða.
Annars er mikilvægan fróðleik að finna í óprent-
uðum heimildum á söfnum og skjalasöfnum.
Karlmannaflíkur í Þjóðminjasafni íslands
I Þjóðminjasafni íslands eru varðveittar tíu heil-
legar karlmannaflíkur sem ætla má að séu frá því
um 1740-1850.
Flíkur þessar eru:
- brjóstadúkur, sem keyptur var til Forngripasafns-
ins árið 1871,
- treyja, þrjú vesti, þrjár peysur og buxur sem
skráðar eru 1876,
- úlpa, sem gefin var safninu 1909.
Einkennandi fyrir 8 af þessum 10 flíkum er, að þær
eru prjónaðar úr ull og mikið þæfðar.
HUGUROG HÖND