Hugur og hönd - 01.06.1993, Blaðsíða 41
Bjarni
Bórðarson
hönnuður
og renni-
smiður
Árið 1989 birtist á forsíðu
tímaritsins Hugur og hönd mynd
af renndum vösum úr birki, fal-
lega hönnuðum og unnum. Til-
efni myndbirtingarinnar var að
hönnuður þeirra og smiður,
Bjarni Þórðarson, hafði hlotið
fyrstu verðlaun fyrir þá í sam-
keppni sem Heimilisiðnaðarfélag
íslands hafði staðið fyrir það
sama ár.
Mörgum er forvitni að vita
meira um Bjarna Þórðarson og
verk hans og verður hér að
nokkru reynt að bæta úr því.
Nú eru liðin um tíu ár síðan
Bjarni fór að vinna í tómstundum
að rennismíði. Bjarni vann við
garðyrkjustörf í allmörg ár. Oft
var rólegt yfir vetrartímann hjá
honum og hann var þá að sýsla
eitt og annað. Hann hafði kynnst
trérennismíði í Svíþjóð og á
Englandi og var fljótur að ná
góðum tökum á tækninni við að
renna úr tré. Hann þróaði smám
saman með sér sinn eigin stíl í
hönnun á þeim munum sem
hann renndi. Svo varð það að
hann sigraði í fyrrgreindri sam-
keppni, sá sigur varð honum
mikil hvatning. Hann ákvað nú
að láta gamlan draum rætast,
hann fékk vinnuaðstöðu við
Skólavörðustíginn í Reykjavík og
byrjaði af fullum krafti að hanna
listmuni og renna þá úr tré.
Verkstæðið var ekki stórt, en
þar er bjart og notalegt og öllu
vel fyrir komið, fyrir framan
verkstæðið var sýningarhúsnæði
með glugga út að Skólavörðu-
stígnum. Þar hafði Bjarni þá
muni til sýnis sem hann hafði
lokið við og voru til sölu. Margir
stöldruðu við til að skoða list-
munina nánar sem þar voru til
sýnis eða brugðu sér inn fyrir að
skoða betur það sem þar var
sýnt, og ef til vill til að ræða við
Bjarna um gripina og tilurð
þeirra. Nú hefur Bjarni flutt
vinnustofuna í eigið húsnæði
ofar við Skólavörðustíginn.
Listgripir Bjarna hafa víða farið,
hann hefur á árunum 1991-1993
tekið þátt í þremur samsýning-
um, í Svíþjóð, Japan og Noregi.
Efniviðinn sem Bjarni notar fær
hann að miklu leyti frá Skógrækt
ríkisins á Hallormsstað. Viðinn
fær hann um það bil hálfþurrk-
aðan og verður sjálfur að þurrka
hann hæfilega til vinnslu. Þurrk-
un viðarins skiptir miklu máli og
það er ekki sama hvernig farið er
að við það verk. Reynivið til
smíðanna hefur Bjarni fengið
þegar tré eru felld í görðum
HUGUR OG HÖND
41