Hugur og hönd - 01.06.1993, Blaðsíða 23
Anna María Geirsdóttir leiSsögumaður
við vefstólinn í Efstabœ sumarið 1990.
Herborg Sigtryggsdóttir vefur fótofin bönd
sumarið 1990.
strokka smjör og baka lummur á kolaeldavél. Á
baðstofuloftinu kvað Sveinbjörn Beinteinsson rím-
ur og í Dillonshúsi skemmti Karl Jónatansson gest-
unurn með harmóníkuleik.
Sumarið 1990 var dagskráin skipulögð með góð-
um fyrii-vara og má segja að þetta sýningarform hafi
þá orðið að föstum lið í starfsemi safnsins, Boðið
var upp á „Handverksdaga" í júlí og „Starfshætti
fyrri tíma“ í ágúst. Þessir tveir dagar voru með sama
móti og sumarið áður að öðru leyti en því, að
heyskapardagurinn var sameinaður þeim seinni.
í lok ágúst var síðan haldin viðamikil sýning sem
bar heitið „Búskapar- og heimilisiðnaðardagur".
Þennan dag var sýndur í fyrsta skipti á safninu
ýmiss konar vefnaður ásamt því hvernig á að lita
ull, spinna úr hrosshári og sauma upphlut. Sýndur
var svokallaður salúnsvefnaður í „dönskum
vefstól", þ.e. láréttum vefstól eins og við þekkjum
í dag. Einnig mátti sjá hvernig bönd voru ofin og
brugðin með ýmsum aðferðum, spjaldofin, fótofin
eða kríluð. Við vorum svo heppin að fá til liðs við
okkur þær stöllur Sigríði Halldórsdóttur og Áslaugu
Sverrisdóttur, vefnaðar- og litunarsérfræðinga, sem
nú eru komnar í vinnu hjá Árbæjarsafni við rann-
sóknir á þessum gömlu vinnubrögðum. Áslaug
kom sér fyrir með ullarlitunina í bæjardyrum Ár-
bæjarins og varð mörgum gestinum starsýnt á lita-
dýrðina, sem við blasti í heldur drungalegum torf-
bænum og fannst ótrúlegt að alla þessa liti væri
hægt að vinna úr íslenskum jurtum.
Þá var mjólkurvinnsla með hefðbundnum hætti í
Árbæjareldhúsinu. Mjólkin var skilin í skilvindu og
rjóminn síðan strokkaður í smjör og boðinn gestum
á nýju flatbrauði. Þennan dag gafst einnig tækifæri
til að fylgjast með því, hvernig kaffi var brennt og
HUGUR OG HÖND
23