Hugur og hönd - 01.06.1993, Blaðsíða 38
einsömlum á sumrum og enda vetrum líka“.
Af þessum heimildum má jafnvel álykta að bux-
urnar í Þjóðminjasafni séu ekki nærbuxur, heldur
ytri buxur, sbr. fyrrgreinda lýsingu Ólafs Sigurðs-
sonar á „háu langbuxunum“ en frekari rannsókn og
samanburður á e.t.v. eftir að leiða annað í ljós.
Samantekt
Fróðlegt verður að sjá hvort hægt sé að tala um
séríslensk einkenni í karlmannafatnaði kringum
f800. í þeim er að finna sömu form og tíðkuðust
þá erlendis, en aðalatriðið er, að þær eru unnar úr
íslensku hráefni og með íslenskri verkkunnáttu síns
tíma og sýnist mér nú að þar sé margt öðruvísi en
hjá nágrönnum vorum.
Hráefnið, íslenska ullin, hefur marga væna kosti,
sem fólk lærði að færa sér í nyt eftir notagildi
togsins annars vegar og þelsins hins vegar. Langan
tíma tók að vinna ullina, allt frá rúningu fjárins til
fullunninnar flíkur. Hreinsa þurfti ullina, þvo, tæja,
taka ofan af, kemba, spinna, vefa, prjóna, þæfa, lita
og sauma. Skiljanlegt er því að borin væri virðing
fyrir hverri pjötlu og hverjum spotta.
Rík áhersla var lögð á að sem flestar konur kynnu
„að koma ull í fat og mjólk í mat“ og yngismeyjar
metnar til kvonfangs eftir því og því ekki lítið í húfi
að stúlkur lærðu snemma til verka.
Verkkunnáttan, einkum prjónatæknin, sem fram
kemur í flíkunum, er vægast sagt undraverð og
greinilegt að fólk hefur á löngum tíma samræmt
kosti og eiginleika ullarinnar eftir formi flíka, hlut-
verki þeirra og þjóðfélagsaðstæðum hvers tíma.
Að mínu mati má hér greinilega sjá, hvernig
verkleg þekking sem færist átakalítið milli kynslóða
í áratugi eða um aldaraðir, sbr. „hvað ungur nemur,
gamall temur“, þróast hægt og örugglega fram á
við. Dæmi um þetta er auðvitað að finna erlendis
allt frá miðöldum þar sem handverksmenn voru
virtir þjóðfélagsþegnar með afmarkaða sérþekk-
ingu sem gekk svo að segja í arf öldum saman.
Vitað er að stofnuð voru samtök prjónahandverks-
fólks í París á 13- öld („bonnetier", „bonnet“= húfa)
og svokölluð prjónaiðngildi á Englandi, Niður-
löndum og Spáni á 14. og 15. öld.
Ekki finnst mér ólíklegt, að á seinni hluta 18. og
í byrjun 19. aldar hafi mikill hluti heimaunnins
fatnaðar hérlendis frekar verið prjónaður en saum-
aður úr ofnum efnum, þar sem fólk virðist þá hafa
náð tökum á flóknum prjónaaðferðum.
í lok 18. aldar voru gömlu kljásteinavefstaðirnir
einnig að hverfa og dönsku láréttu vefstólarnir að
leysa þá af hólmi. Meðan þessi tæknilega breyting
gekk yfir hefur e.t.v. verið minna um vefnað meðal
almennings þar sem sérþekkingar var þörf til að
vefa á danska vefstólinn og það að eignast hann
hafði kostnaðarauka í för með sér. Sjálfsagt hefur
það einnig skipt máli á surnum bæjum að láréttur
vefstóll tekur mun meira pláss heldur en gamli
vefstaðurinn, sem stóð upp við vegg. Talið er að
11. Buxur, Þjms.nr. 1163.
tekið hafi um 50-70 ár að útbreiða danska vefstóla
um landið og voru það yfirleitt karlmenn sem
lærðu á þá í byrjun, líklega einkum vegna þess að
fara þurfti að heiman til að afla sér þeirrar þekk-
ingar.
í hörmungum og óáran sem gengu yfir landið á
18. öld var eldiviður oft knappur, svo fólk neyddist
til að búa þröngt og sitja þétt saman í baðstofunum
við vinnu sína. Hentaði prjónatæknin því sjálfsagt
vel slíku samfélagi og maður freistast til að álykta
að bandprjónar hafi „alltaf verið til staðar“ enda
nærtækir, handhægir, fyrirferðarlitlir og ódýrir,
meðan vefstaður eða vefstóll var stórt tæki sem
12. Efri hluti buxna, Þjms.nr. 1163.
HUGUR OG HÖND
38