Fréttablaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —6 6 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 1 8 . M A R S 2 0 2 0 Krónan mælir með! Besta uppskeran núna! „Stundum er brekkan brött,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir, fjallgöngukona og pólfari, um efni fyrirlesturs síns, 8848 ástæður til að gefast upp, sem haldinn var fyrir tómum sal hjá BHM vegna samkomubanns sem nú stendur yfir. Til stóð að streyma fyrirlestrinum á veraldarvefnum en hljóðið klikkaði og þarf því að endurf lytja hann í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK GEIRFINNSMÁL Deilt var um bóta- fjárhæð og eigin sök Guðjóns Skarp- héðinssonar á tjóni sínu og þján- ingum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hann krefst 1,3 milljarða bóta vegna Geirfinnsmálsins.  Ragnar Aðalsteinsson sagði aðstæður í máli Guðjóns sérstakar og málið fordæmalaust. Af því leiðir að í málinu þarf að falla fordæma- laus dómur,“ sagði Ragnar í héraðs- dómi í gær. – aá / sjá síðu 6 Mál Guðjóns fordæmalaust Ragnar Aðalsteinsson. VIÐSKIPTI Eftir miklar verðlækkanir á hlutabréfamörkuðum hér heima og erlendis síðustu vikur, gætu farið að myndast tækifæri fyrir langtíma- fjárfesta, að mati Gunnars Baldvins- sonar, framkvæmdastjóra Almenna lífeyrissjóðsins. Hann telur þó mik- ilvægt að slíkir fjárfestar haldi sjó og taki ekki neinar skyndiákvarð- anir. Skynsamlegast sé að þeir haldi sinni fjárfestingarstefnu. „Mér f innst líklegt að mark- aðir verði órólegir áfram og lækki mögulega meira, en það er þó erfitt að segja til um það,“ segir Gunnar í samtali við Markaðinn. Mikil lækkun hefur verið á inn- lendum og erlendum hlutabréfa- mörkuðum að undanförnu vegna áhyggna fjárfesta af útbreiðslu kór- ónaveirunnar og áhrifum hennar á heimshagkerfið. – kij / sjá Markaðinn Sjá fram á kauptækifæri VIÐSKIPTI Seðlabankinn greip inn í gjaldeyrismarkað í síðustu viku og seldi gjaldeyri fyrir krónur fyrir samtals um átta milljarða, til að vega á móti snarpri lækkun á gengi krónunnar. Á föstudag nam sala Seðlabankans 3,6 milljörðum en bankinn hefur ekki selt jafnmikinn gjaldeyri á einum degi að minnsta kosti frá 2008. Allt árið í fyrra seldi bankinn sam- tals gjaldeyri fyrir 11,9 milljarða. Þrátt fyrir gjaldeyrisinngrip Seðla- bankans hélt gengi krónunnar áfram að gefa eftir. Gengið hefur þannig fallið um tólf prósent gagnvart evru frá áramótum. Á sama tíma og gengi krónunnar hefur gefið eftir hafa verðbólguhorf- ur á markaði aðeins aukist lítillega og eru í kringum 2,5 prósent verð- bólgumarkmið Seðlabankans. Agnar Tómas Möller, forstöðu- maður skuldabréfa hjá Júpíter rekstrarfélagi, segir í samtali við Markaðinn ánægjulegt að sjá hvað verðbólguvæntingar hafi lítið risið. „Það helgast líklega af gríðarlegum slaka í hagkerfinu, lækkun olíuverðs og flugfargjalda sem og væntingum um engar eða neikvæðar verðbreyt- ingar á húsnæðismarkaði sem vega þungt á móti.“ – hae / sjá Markaðinn Hefur ekki selt meiri gjaldeyri frá hruni Seðlabankinn seldi gjaldeyri fyrir átta milljarða í síðustu viku. Ekki selt jafn mikinn gjaldeyri í meira en áratug. Forstöðumaður hjá Júpíter segir ánægju- legt að verðbólguvæntingar hafi lítið aukist þrátt fyrir mikla gengislækkun.  

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.