Fréttablaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 16
 Það stóra efnahags- áfall sem við erum nú að lenda í er kannski ekki að framkalla mikið meira gjaldeyrisáfall en við hefði mátt búast. Agnar Tómas Möller, forstöðumaður skuldabréfa hjá Júpiter. MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut og hringbraut.is Fylgstu með! Eftir miklar verðlækkanir á hlutabréfamörkuðum hér heima og erlendis síðustu vikur, gætu farið að myndast tækifæri fyrir langtímafjárfesta, að mati Gunnars Baldvinssonar, framkvæmdastjóra Almenna líf- eyrissjóðsins. Hann telur þó mikil- vægt að slíkir fjárfestar haldi sjó og taki ekki neinar skyndiákvarðanir. Skynsamlegast sé að þeir haldi sinni fjárfestingarstefnu. „Mér f innst líklegt að mark- aðir verði órólegir áfram og lækki mögulega meira, en það er þó erfitt að segja til um það,“ segir Gunnar í samtali við Markaðinn. Miklar lækkanir hafa verið á innlendum og erlendum hluta- bréfamörkuðum undanfar nar vikur vegna áhyggna fjárfesta af útbreiðslu kórónaveirunnar og áhrifum hennar á heimshagkerfið. Sem dæmi hefur úrvalsvísitala Kauphallarinnar fallið um ríf lega 22 prósent undanfarinn mánuð og er hún nú á svipuðum slóðum og hún var í byrjun árs 2019. Þá hefur breska hlutabréfa- vísitalan FTSE 100 lækkað um 28 prósent undanfarinn mánuð, hin bandaríska S&P 500 farið niður um 26 prósent og hin kínverska CSI 300 fallið um 8,5 prósent. Samhliða umræddum lækkunum á hlutabréfamörkuðum hefur vægi hlutabréfa í eignasöfnum lífeyris- sjóðanna, stærstu fjárfesta lands- ins, minnkað talsvert. Þannig áætla sérfræðingar í markaðsviðskiptum Arion banka að bein eign lífeyris- sjóða í hlutabréfum nemi ríf lega þrettán prósentum af eignum sjóð- anna og hafi ekki verið lægri um langt skeið. Til samanburðar var hlutfallið 15,6 prósent í desember síðastliðn- um, 14,1 prósent í desember árið 2018 og 15,0 prósent í sama mánuði árið 2017, eftir því sem fram kemur í greiningu markaðsviðskipta bank- ans, sem send var viðskiptavinum í síðustu viku og Markaðurinn hefur undir höndum. Tekið skal fram að áætlun sér- fræðinga bankans fyrir marsmánuð er byggð á breytingu á markaðs- virði vísitalna og gjaldmiðla frá áramótum. Á sama tíma og hlutdeild hluta- bréfa í eignasöfnum lífeyrissjóða hefur minnkað, hefur hlutur ríkis- skuldabréfa aukist um tvö pró- sentustig á árinu, eða úr 22 prósent- um í 24 prósent. Til samanburðar stóð hlutfallið í nærri þrjátíu pró- sentum í lok árs 2017. Aðspurður segir Gunnar að efna- hagsleg áhrif kórónaveirunnar virðist vera meiri til skamms tíma en búist hafi verið við. „Þá á ég við með hvaða hætti stjórnvöld víða um heim hafa brugðist við útbreiðslu veirunnar, svo sem með því að loka landamær- um og draga úr samskiptum, með þeim afleiðingum að ferðamanna- iðnaður um allan heim hefur nánast stöðvast. Það er erfiðara að segja til um áhrifin til lengri tíma, en ég er að vona að veiran verði gengin yfir í sumar og að efnahagslífið taki þá við sér, hægt en örugglega,“ segir hann. – kij Kauptækifæri gætu farið að myndast á mörkuðum Gunnar Baldvinsson, framkvæmda- stjóri Almenna lífeyrissjóðsins. Fasteignafélögin Eik og Reg-inn gætu þurft að endurskoða stefnu sína í arðgreiðslum og endurkaupum eins og önnur félög hafa gert vegna óvissu í hagkerfinu. Þetta segir Ívar Ragnarsson, sér- fræðingur hjá ráðgjafarfyrirtækinu IFS, í samtali við Markaðinn. „Staðan hefur breyst mjög hratt undanfarna daga með tilliti til þess hvenær fasteignafélögin hafa sett sína stefnu um arðgreiðslu og end- urkaup. Félögin eru í sterkri stöðu en horfur á markaði gefa tilefni til að hugsa sig um,“ segir Ívar. Fasteignafélagið Reitir tilkynnti í gær um frestun á arðgreiðslu upp á 1,1 milljarð króna sem og endur- kaupum. Bæði Eik og Reginn hafa nýlega samþykkt að í vor verði greiddur út arður vegna síðasta rekstrarárs. Eik mun greiða út 800 milljónir og Reginn 535 milljónir. „Fyrirtæki eru almennt að passa upp á lausafé og að því sögðu væri sennilega skynsamlegt fyrir fast- eignafélögin að huga að því og jafn- vel endurskoða arðgreiðslustefn- una,“ segir Ívar. „Ef við gerum ráð fyrir frekari samdrætti í efnahagslífinu og að hann teygi sig inn í tekjulíkan fast- eignafélaganna þá er enn meira til- efni til þess. Það er þáttur sem ekki hefur reynt á hingað til þrátt fyrir að þrengt hafi að í efnahagslífinu. Afskriftir hafa verið lágar og van- skilahlutföll lág,“ bætir hann við. Bankarnir og tryggingafélögin þrjú hafa frestað ákvörðun um arð- greiðslu. Eimskip hefur tilkynnt að tillögur um endurkaupaáætlun verði dregnar til baka, til að tryggja að félagið geti viðhaldið fjárhagslegum styrk í óvissuástandi. – þfh Tilefni til að hugsa sig tvisvar um arð Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, en bankinn mun kynna frekari aðgerðir í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTION BRINK Seðlabankinn greip inn á gjaldeyrismarkað í síðustu viku og seldi gjaldeyri fyrir krónur fyrir samtals um átta milljarða í því skyni að vega á móti snarpri lækkun á gengi krónunnar. Á föstudeginum nam sala Seðlabankans 3,6 millj- örðum en bankinn hefur ekki selt jafn mikinn gjaldeyri á einum degi að minnsta kosti frá 2008. Þrátt fyrir gjaldeyrisinngrip Seðla- bankans hélt gengi krónunnar áfram að gefa eftir. Gengið hefur fallið um 12 prósent gagnvart evrunni frá áramótum en á móti Bandaríkja- dal hefur krónan lækkað í verði um nærri 15 prósent. Á sama tíma og gengi krónunnar hefur gefið eftir hafa verðbólguhorf- ur á markaði aðeins hækkað lítillega og eru í kringum verðbólgumarkmið Seðlabankans. Verðbólguvæntingar til tólf mánaða nema 2,2 prósentum en verðbólguvæntingar til tíu ára standa í 2,6 prósentum. Agnar Tómas Möller, forstöðu- maður skuldabréfa hjá Júpiter rekstrarfélagi, segir í samtali við Markaðinn ánægjulegt að sjá hvað verðbólguvæntingar hafa lítið risið. „Það helgast líklega af því að gríðar- legur slaki er í hagkerfinu, lækkun olíuverðs og f lugfargjalda sem og væntingum um engar eða neikvæðar verðbreytingar á húsnæðismarkaði sem vega þungt á móti.“ Frá því í ársbyrjun 2017, þegar gjaldeyrisinngripastefna Seðlabank- ans var endurskoðuð eftir stórfelld kaup á gjaldeyri árin á undan, hefur meginmarkmið stefnunnar verið að minnka skammtímasveiflur á gengi krónunnar. Gengi krónunnar hélst nokkuð stöðugt á árunum 2018 og 2019 og lítið var um gjaldeyrisinn- grip – kaup eða sölu – Seðlabankans. Í fyrra seldi bankinn gjaldeyri fyrir samtals 11,9 milljarða. Veltan á gjald- eyrismarkaði hefur aukist verulega á síðustu dögum og í liðinni viku nam hún um 20 milljörðum. Gjaldeyris- sala Seðlabankans var því tæplega 40 prósent af heildarveltunni. Gjaldeyrisforði Seðlabankans stóð í 820 milljörðum við lok síðasta árs. Samtímis gengislækkun krónunnar hefur forðinn stækkað í krónum talið og má því áætla að hann sé í dag um 900 milljarðar, eða sem nemur um 30 prósent af landsframleiðslu. Agnar bendir á að það sé áhuga- vert að setja þróunina hér á landi í samhengi við annan lítinn gjald- miðil, nýsjálenska dalinn, en hann hefur veikst um 13 prósent á móti Bandaríkjadal frá áramótum. „Á Íslandi eru útf lutningstekjur tengdar ferðaþjónustu um 30 pró- sent, og við í tíunda sæti á meðal þjóða heims sem eiga hvað mest undir þeirri atvinnugrein, á meðan Nýja-Sjáland er í 25. sæti. Það stóra efnahagsáfall sem við erum nú að lenda í, hjá okkur stærstu útflutn- ingsatvinnugrein, er því kannski ekki endilega að framkalla mikið meira gjaldeyrisáfall en við hefði mátt búast,“ að sögn Agnars. Ljóst er að efnahagsáhrifin af útbreiðslu kórónuveirunnar verða veruleg fyrir ferðaþjónustuna. Við- mælendur Markaðarins innan grein- arinnar eru nú farnir að gera ráð fyrir því í sínum sviðsmyndum að heildarfjöldi ferðamanna kunni að dragast saman um nærri helming frá 2019 og verði um 1.200 þúsund. Það kunni að þýða samdrátt í gjaldeyris- tekjum upp á 150 til 200 milljarða en í fyrra námu útflutningstekjur ferða- þjónustunnar um 486 milljörðum. Mikil lækkun á gengi krónunnar að undanförnu er meðal annars rakin til þess, að sögn viðmælenda á markaði, að útflutningsfyrirtæki hafi ekki verið að koma með gjald- eyri til landsins og skipta honum í krónur í sama mæli og áður vegna óvissunnar sem uppi er. Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor og meðlimur í peningastefnunefnd, biðlaði í Silfr- inu á sunnudag til útflutningsfyrir- tækja að þau myndu „skila öllum gjaldeyri og vera ekki með spákaup- mennsku með því að koma ekki með hann til landsins á réttum tíma“. hordur@frettabladid.is Hefur ekki selt meiri gjaldeyri frá hruni Seðlabankinn seldi gjaldeyri fyrir átta milljarða í síðustu viku. Gengið hefur lækkað um tólf prósent gegn evru frá áramótum. Forstöðumaður hjá Júpiter segir ánægjulegt að verðbólguvæntingar hafi á sama tíma lítið hækkað.   1.335 milljónir munu félögin Reginn og Eik greiða í arð. 1 8 . M A R S 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.