Fréttablaðið - 18.03.2020, Side 32

Fréttablaðið - 18.03.2020, Side 32
Ég hef líka fengið minn skerf af erfiðri lífsreynslu, sem tekur þátt í að móta mann og kenna manni á sjálfan sig. Í þessu ástandi er það lausafé fyrir- tækja sem skiptir mestu máli. Lilja Kjalarsdóttir var ráðin framkvæmdastjóri SagaNatura í febrúar en hún hafði áður gegnt stöðu aðstoðar f ram-kvæmdastjóra frá því í byrjun árs 2018. Hvernig finnst þér best að verja frístundum þínum? Ég spila fótbolta tvisvar í viku en í fullkomnum heimi næði ég líka tveim Bootcamp- eða lyftinga- æfingum inn. Annars finnst mér fátt skemmtilegra en að hvetja strákana mína áfram á fótbolta- eða körfu- boltamótum. Á veturna reynum við að vera dugleg að fara á snjóbretti í Bláfjöllum og í útilegur á sumrin. Þetta skolast samt stundum til þegar það eru vinnutarnir. Nærðu að halda jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs? Nei, því miður, því ég tek nánast alltaf vinnuna með heim. Sem betur fer er ég mjög vel gift og Svavar bakkar mig upp þegar mikið er í gangi, sem er reyndar mjög oft. Hvernig er morgunrútínan þín? Ég elska að kúra á morgnana. Ég stilli klukkuna það snemma að ég get slökkt á henni allavega tvisvar áður en að ég æði á fætur til að koma strákunum í skólann og sjálfri mér í vinnuna. Síðan nýti ég yfirleitt bíl- ferðina í vinnuna fyrir símafundi. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Verð að velja þrjár. The Cell, sem er biblía frumu- og sameinda- líffræðinnar. Grunnþekkingu úr þessari bók er ég enn að nota í dag, sérstaklega í vöruþróun. Síðan er það Good to Great eftir Jim Collin og Culture Code eftir Daniel Coyle. Þessar eru í uppáhaldi úr f lokki stjórnendabóka. Annars er ég alæta á bækur og ég elska að læra nýja hluti. Hvers konar stjórnunarstíl hef- urðu tileinkað þér og hvers vegna? Ætli ég myndi ekki segja hvetj- andi leiðtogi. Það er allavega sá stíll sem kemur náttúrulega hjá mér en ég er stöðugt að móta stjórnunar- hæfileikana. Ég er yfirleitt brosandi og jákvæð en ég er samt ekki hrædd við að taka erfiðar ákvarðanir eða taka erfiðar samræður. Það að geta tekið erfiðar samræður er sérstak- lega mikilvægt í þeirri vinnu að móta teymi. Ég var ung fyrirliði Stjörnunnar í fótbolta og síðan var ég líka aðalþjálfari í yngri f lokkum Stjörnunnar. Ég hef líka fengið minn skerf af erfiðri lífsreynslu, sem tekur þátt í að móta mann og kenna manni á sjálfan sig. Annars horfi ég á mitt hlutverk eins og hjá fótbolta- stjóra. Það er í mínum verkahring að setja stefnuna, velja besta fólkið í allar stöðurnar og passa að allir vinni sem ein heild. Ég vil að það sé eftirsóknarvert fyrir metnaðar- fullt fólk að vinna hjá Saga Natura. Maður fer nefnilega ekki langt án rétta fólksins. Hver eru sóknarfærin í rekstri SagaNatura? Þau eru ótalmörg, það mörg að við Sjöfn Sigurgísladóttir, fráfar- andi framkvæmdastjóri og núver- andi stjórnarmaður, höfum skipt liði til að missa enga bolta. Hún einbeitir sér að spin-off tækifærum og ég mun einbeita mér að því að stýra uppbyggingu á smáþörunga- ræktuninni okkar og vöruúrvali sem hentar vel til útf lutnings, þá er helst að nefna vinnu við vöru- þróun og rannsóknir sem styðja við vörurnar. Okkar stefna er að vera fremst í fæðubótarefnum úr smá- þörungum og íslenskum plöntum sem hafa lyfjafræðilega virkni, eða svokölluð nutraceuticals. Við viljum að fólk kaupi vöruna aftur af því að það fann virkilegan mun á sér við að taka þær. Hver hafa verið mest krefjandi verkefnin á undanförnum misserum og hvaða áskoranir eru fram undan? Það er f lest allt krefjandi hjá okkur enda erum við metnaðarfull og ráðumst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Við erum stöðugt að ögra núverandi stöðu og þess vegna komumst við svona hratt áfram. Annars eru helsu krefjandi viðfangsefnin stækkun á fram- leiðslu frá hráefnum til lokavara, klára stærri og stærri samninga til að tryggja útf lutning á vörunum okkar og tryggja fjármagn í formi styrkja til að keyra áfram rann- sóknir á vörunum okkar. Helstu áskoranir okkar svo í framhaldinu eru að tryggja áframhaldandi vöxt félagsins á heimsvísu Maður fer ekki langt án rétta fólksins Nám: B.S. í lífefnafræði frá HÍ og Ph.D. í Biomedicine frá UTSW í Dallas, TX Störf: Framkvæmdastjóri líf- tæknifyrirtækisins SagaNatura Fjölskylduhagir: Gift Svavari Sigursteinssyni, einkaþjálfara og ljósmyndara. Við eigum tvo stráka, 8 og 11 ára orkubolta sem æfa fótbolta og körfubolta. Svipmynd Lilja Kjalarsdóttir Lilja var ráðin framkvæmdastjóri SagaNatura í síðasta mánuði en áður hafði hún gegnt stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Íslands.. Ferðamálastofa hefur ekki afturkallað starfsleyfi ferða-skrifstofa eftir að kórónafar- aldurinn hófst. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir ljóst að faraldurinn muni reynast mörgum ferðaskrifstofum þungur og nú hafi stofnunin til skoðunar hvernig hægt sé að bregðast við. „Í þessu ástandi er það lausafé fyrirtækja sem skiptir mestu máli. Það eru talsvert miklir peningar bundnir í tryggingum ferðaskrif- stofa og sjálfsagt horfa margir til þess að losa það fé. Það er ákveðið svigrúm til að gera það. Þegar umfang dregst saman eiga trygg- ingarnar að gera það líka,“ segir Skarphéðinn. Í umfjöllun Markaðarins frá því um miðjan febrúar kom fram að heildarfjárhæð trygginga ferða- skrifstofa, sem þeim er skylt að útvega samkvæmt lögum, næmi um sjö milljörðum króna og er stór hluti af upphæðinni á bundnum reikningum hjá innlendum við- skiptabönkum. „Við erum að fara yfir það hvernig er hægt að koma til móts við ferða- skrifstofur í því sambandi, án þess þó að draga úr þeirri neytenda- vernd sem felst í ferðskrifstofu- tryggingum,“ bætir hann við. Ferðaskrifstofurnar VITA, Ferða- skrifstofa Íslands og Heimsferðir hafa komið sér saman um samstillt átak til að lágmarka kostnaðinn af því að koma viðskiptavinum, sem nú eru staddir á Kanaríeyjum, heim til Íslands. Icelandair hefur sett upp 15 f lug næstu fjóra daga þar sem ferðaskrifstofurnar, í samráði við Ferðamálastofu, f lýta för allra far- þega sem eru á þeirra vegum á eyj- unum en þeir eru á milli tvö og þrjú þúsund talsins. „Það var talið að það þjónaði hagsmunum allra að gera þetta með samstillt u át ak i,“ seg ir Skarphéðinn og nefnir að kostn- aður aðgerðarinnar sé vel á annað hundrað milljónir króna. Ferða- skrifstofur hafa fundað síðustu daga með Ferðamálastofu, eftir að hafa fengið heimild til samstarfs frá Samkeppniseftirlitinu. – þfh Hægt að losa fé fyrir ferðaskrifstofur Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður og einn eigenda Arnarlax. Það hefur komið á óvart hvað verð á laxi hefur haldist hátt lengi, en við erum að búa okkur undir að það muni gefa eftir. Það hefur hægst mjög mikið á markaðinum og f lutningar eru snúnir,“ segir Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, um áhrif kórónafaraldursins í samtali við Markaðinn. „Í fiskeldinu þarf annaðhvort að láta laxinn bíða í kvíunum, draga úr slátrun, eða þá að frysta fisk ef þau verð eru rétt. Við höfum ekki enn þurft að frysta laxinn en það er ekki ólíklegt að til þess komi,“ bætir Kjartan við. Hann nefnir að þegar lokað var á viðskipti við Rússland hafi norsk yfirvöld gripið til þess að heimila eldisfyrirtækjum að fara yfir hámark lífmassa og gefið þann- ig meiri sveigjanleika. „Þannig er hægt að hægja á starf- seminni án þess að áhrifin verði of mikil. Það kemur í veg fyrir að markaðir fyllist og að það myndist þvingað offramboð,“ segir Kjartan. Íslensk stjórnvöld geti gripið til sambærilegra aðgerða ef ástandið hefur ekki batnað í sumar þegar líf- massi er sem mestur. Nor sk a l a xeld i s f y r i r t æk ið SalMar tilkynnti í gær að ekki yrði greiddur arður upp á 2,37 millj- arða norskra króna, jafnvirði 32 milljarða íslenskra króna. Ákvörð- unin var tekin í ljósi efnahags- legrar óvissu sem fylgir útbreiðslu kórónaveirunnar. SalMar á um 59,4 prósenta hlut í Arnarlaxi en norska félagið jók hlut sinn úr 42 prósentum í 54,2, prósent snemma á síðasta ári með kaupum á bréfum TM og Fiskisunds sem virkjaði yfir- tökuskyldu. – þfh Arnarlax býr sig undir að verð á laxi gefi eftir 1 8 . M A R S 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R18 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.