Fréttablaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 18
Það ætti ekki að þurfa að reka banka með meira en tuttugu prósenta eigin fé. Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent Það er ekki svo að skuldirnar séu of miklar, eins og í síðustu kreppu, heldur felst vand- inn í tekjufalli fyrirtækja. Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur Samtaka fjár- málafyrirtækja Kristinn Ingi Jónsson kristinningi@frettabladid.is ✿ Lán banka til ferðaþjónustu við áramót 8% Hlutfall af útlánum 62 milljarðar 10% Hlutfall af útlánum 90 milljarðar 8% Hlutfall af útlánum 96 milljarðar Arion banki Íslandsbanki Landsbankinn Hagfræðingur Sam-t a k a f já r m á l a -f y r ir tæk ja seg ir v i ð n á m s þ r ó t t bankanna mjög mikinn. Þeir eigi að geta tekist á við efnahagsáfallið sem dynur nú yfir vegna afleiðinga kórónaveirunnar. Greinandi hjá Capacent telur stjórnvöld og Seðlabankann auð- veldlega geta veitt bönkunum enn frekara svigrúm til þess að takast á við lausafjárerfiðleika fyrirtækja. Afnám bankaskatts og sérstaks sveif lujöfnunarauka sem leggst ofan á eiginfjárkröfur bankanna hljóti að koma til skoðunar. Stóru viðskiptabankarnir þrír – Arion banki, Íslandsbanki og Landsbanki – höfðu við síðustu ára- mót lánað samtals um 248 milljarða króna til fyrirtækja í ferðaþjónustu, samkvæmt samantekt Markaðar- ins. Eru það um átta til tíu prósent af lánasöfnum bankanna. Viðmælendur Markaðar ins- innan bankakerfisins telja ljóst að bankarnir muni þurfa að taka á sig högg vegna erfiðleika í ferða- þjónustu, sem geti jafnvel smitast á aðrar atvinnugreinar, á næstu vikum. Ómögulegt sé hins vegar að segja til um umfang mögulegra afskrifta á þessari stundu, enda sé óvissan enn mikil og óvíst hvernig ferðaþjónustufyrirtækjum muni reiða af í glímunni við afleiðingar kórónafaraldursins. Samkvæmt álagspróf i Seðla- bankans, sem fjallað var um í fjár- málastöðugleikaskýrslu bankans í október í fyrra, gætu eiginfjárhlut- föll bankanna lækkað um meira en fjögur prósentustig, ef gert er ráð fyrir verulegu efnahagsáfalli sem felst í snörpum samdrætti útflutn- ings, hækkun fjármagnskostnaðar innlendra fyrirtækja og mikilli lækkun eignaverðs. Í skýrslunni var bent á að eigin- fjárhlutföll bankanna væru tiltölu- lega há en engu að síður myndu þeir þurfa að ganga á eiginfjárauka ef sviðsmynd bankans yrði að veru- leika. Hlutabréfaverð í Arion banka, eina íslenska bankanum sem er skráður í kauphöll, hefur lækkað um tæp 31 prósent undanfarinn mánuð, en til samanburðar hefur evrópska bankavísitalan Stoxx European 600 Banks fallið um 44 prósent á sama tíma. Staðan betri hér en víða „Almennt má segja,“ útskýrir Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja, „að eiginfjárstaða bankanna sé góð og mun betri en í nágrannalönd- unum, að því leyti að bankarnir hér eru með hærri áhættuvogir á eignaliðum sínum, sem gerir það að verkum að raunverulegt eigið fé þeirra er tvisvar til þrisvar sinnum meira en víðast hvar annars staðar. Staða bankanna er einnig sterk að því leyti að lánasöfn þeirra voru alveg hreinsuð í kjölfar síðustu fjármálakreppu. Það eru engin lík í lestinni, ef svo má að orði komast, eins og eru kannski víða í nágranna- löndunum. Ónýt útlán voru tekin út úr efnahagsreikningum bankanna eftir fjármálakreppuna og afskrifuð og fyrirtækin voru fjárhagslega endurskipulögð.“ Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent, segir að þótt bankarnir búi yfir miklu eigin fé, sé hægt að ímynda sér þann möguleika – miðað við verstu sviðsmynd – að eiginfjárhlutfall þeirra fari undir Höggið verði þungt en viðráðanlegt  Bankarnir eiga að geta tekist á við efnahagsáfallið að mati hagfræðings Samtaka fjármálafyrirtækja. Stjórnvöld geti hjálpað til með lækkun sveiflujöfnunarauka. Lán banka til ferðaþjónustu nema um 250 milljörðum eða um átta til tíu prósentum af lánasöfnum. Tæplega tvær milljónir ferðamanna komu til landsins í fyrra en búist er við talsverðri fækkun í ár vegna útbreiðslu kórónaveirunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Afnám bankaskattsins væri einföld og áhrifarík aðgerð Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent, segir hugmyndina á bak við sveiflujöfnunaraukann þá að hann hækki í uppsveiflu en lækki í niðursveiflu. Engu að síður sé nýbúið að hækka hann þegar mun eðlilegra hefði verið að lækka hann. „Þannig vinnur hann beinlínis gegn peningastefnunni og þeim vaxtalækkunum sem gripið hefur verið til. Það virðist sem ekkert samræmi sé þarna á milli. Það er eins og menn séu ekki að ganga í takt. Mér finnst þetta misræmi undirstrika veikleika í rekstri Seðlabankans. Að það sé ekki nógu skýr lína í stefnu bankans,“ segir hann. Vissulega búi sjónarmið um öryggi að baki hækkun sveiflu- jöfnunaraukans. Í því sambandi þurfi hins vegar að hafa í huga að eigið fé bankanna sé afar hátt og mun hærra en gengur og gerist annars staðar. Þá segir Snorri stjórnvöld hafa það í hendi sér að auka getu bankakerfisins til þess að veita fyrirtækjum landsins lánafyrir- greiðslu með því að lækka eða jafnvel afnema bankaskattinn. Ríkið fái óverulegar tekjur af skattinum á meðan hann hamli útlánum bankanna. „Það er á valdi ríkisstjórnarinnar, með stuðningi meirihluta þings- ins, að afnema þennan skatt strax og liðka þannig fyrir útlánum. Það er mjög einföld aðgerð sem hefði strax áhrif, sér í lagi miðað við nú- verandi ástand,“ nefnir Snorri. kröfur Fjármálaeftirlitsins. „Þær kröfur eru afar stífar og þá sérstaklega sveiflujöfnunaraukinn, sem ætti að afnema hið fyrsta. Það ætti ekki að þurfa að reka banka með meira en tuttugu prósenta eigin fé. Hvaða ævintýralega skelli eru menn þá að búast við?“ nefnir hann. Yngvi Örn segist, aðspurður, binda vonir við að sveiflujöfnunar- aukinn – sem var hækkaður í tvö prósent í síðasta mánuði – verði lækkaður til þess að gefa bönkun- um meira svigrúm til þess að mæta auknum vanskilum. „Vonir okkar standa til þess að eftirlitsyfirvöld bregðist við með því að lækka þennan auka og gera þannig bönkunum kleift að bera með auðveldari hætti aukin vanskil sem eru augljóslega fyrsta afleiðing þessara erfiðleika,“ nefnir Yngvi Örn. Landsbankinn lánað mest Af bönkunum þremur hafði Lands- bankinn lánað hvað mest til ferða- þjónustu við síðustu áramót, eða alls 96 milljarða króna, sem gerir um átta prósent af lánasafni bank- ans. Lán Íslandsbanka námu á sama tíma 90 milljónum króna, eða um tíu prósentum af lánasafninu og þá hafði Arion banki lánað um átta prósent af lánasafni sínu eða 62 milljarða króna. Útlán viðskiptabankanna til atvinnugreinarinnar – sem hlutfall af heildarútlánum bankanna til við- skiptavina – hafa haldist í kringum níu prósent frá miðju ári 2017. Fjárbinding í ferðaþjónustu er fyrst og fremst í fasteignum og flug- vélum, að sögn þeirra sem þekkja til mála. Má þannig leiða líkur að því að trygg veð, einkum fasteignir, liggi að baki stórum hluta af lán- veitingum bankanna sem þeir síð- arnefndu gætu þá gengið að í kjölfar vanskila. Yngvi Örn bendir á að erfiðleik- arnir sem heimili og fyrirtæki glími nú við vegna af leiðinga Covid-19 séu ólíkir kreppunni árið 2008 sem hafi fyrst og fremst verið skulda- kreppa. „Það sem er að gerast núna er að fyrirtæki, til dæmis í ferðaþjónustu, eru að missa tekjur og geta mögu- lega ekki greitt af lánum af þeim sökum. Það er ekki svo að skuld- irnar séu of miklar, eins og í síðustu kreppu, heldur felst vandinn í tekju- falli fyrirtækja. Þegar veltan verður aftur orðin eðlileg ættu fyrirtækin því að geta haldið áfram að borga sínar skuldir,“ segir Yngvi Örn. 1 8 . M A R S 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.