Fréttablaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 46
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/ SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@ frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is ÉG TÓK LÍKA EFTIR ÞVÍ AÐ Í ÞÝSKALANDI VORU EKKI JAFN MARGIR AÐ STARFA Á TVEIMUR EÐA FLEIRI ÓLÍKUM STARFSVETTVÖNGUM EINS OG Á ÍSLANDI. www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 danskir dagar | húsgagnahöllin | 1 Reykjavík Bíldshöfði 20 Akureyri Dalsbraut 1 Ísafirði Skeiði 1 www.husgagnahollin.is DANSKIR DAGAR Í HÖLLINNI Við fögnum 55 ára sameiginlegri sögu Húsgagna hallarinnar og danskrar hönnunar. Við bjóðum upp á spennandi tilboð fyrir lifandi heimi li. Vertu eins og heima hjá þér – komdu við og fáðu þér sæti. AFSLÁTTUR 20%ALLARDANSKAR VÖRUR* * Gildir ekki af sérpöntunum og einungis af völdum v örum frá Skovby. www.husgagnahollin.is V E F V E R S L U N A LLTAF OP IN FRÍ HEIM SENDING NÝTT VIRKAR ÞANNIG Þú finnur bæklinginn fyrir Danska daga á husgagnahollin.is Þar finnur þú líka upplýsingar um fría sendingu. Sópransöngkonan og ljós-myndarinn Álfheiður Erla er búsett í Berlín í Þýska-landi. Þangað f lutti hún árið 2014 til að nema söng að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún gaf út sitt fyrsta tónlistarmynd- band í síðustu viku. „Núna stunda ég meistaranám í Hanns Eisler tónlistarháskólanum, en ég lauk bakkalárnámi þaðan vorið 2018. Samhliða námi þá hef ég reglulega komið fram í óperu- húsum hér í Þýskalandi og til dæmis farið með aðalhlutverk í Staatsoper Berlin,“ segir Álfheiður en það er eitt þekktasta og besta óperuhús í heim- inum í dag. Músíkalskir foreldrar Álfheiður segir sönginn alltaf hafa verið hennar helsta áhugamál. „Foreldrar mínir eru tónlistarfólk. Mamma mín Valgerður er músík- meðferðarfræðingur og skólastjóri Tónstofu Valgerðar og pabbi minn Guðmundur starfaði sem hljóm- sveitarstjóri.“ Það var ekki fyrr en á táningsaldri að Álfheiður fór að hafa áhuga á ljós- myndun fyrir alvöru. „Ég var í yndislegum vinkvenna hópi í Réttó og við vorum alltaf að skapa og leika okkur saman. Ég var því ótrúlega lánsöm að fá að þróa ljósmyndahæfileikana á þessum árum og í MH þá var mikið um félagslíf og listafólk sem ég myndaði í bak og fyrir,“ segir hún. Hún segist hafa einbeitt sér fyrst og fremst bara að söngnum eftir að hún flutti til Berlínar. „Einhvern veginn hélt ég að fólki myndi finnast það eitthvað skrítið að ég væri bæði söngkona og ljós- myndari. Sem söngkona er maður á sviðinu og í sviðsljósinu en ljós- myndarinn á bak við linsuna og talsvert minna áberandi. Ég tók líka eftir því að í Þýskalandi voru ekki jafn margir að starfa á tveimur eða fleiri ólíkum starfsvettvöngum eins og á Íslandi.“ Sameinaði áhugamálin Álfheiður segir þó ekki langan tíma hafa liðið þar til hún var farin að mynda samnemendur sína og annað listafólk í borginni. „Ég áttaði mig líka alltaf meira og meira á því hvað þessi tvö áhugamál mín unnu í raun vel saman. Söngur og ljósmyndun eru að sjálfsögðu frá- sögn og tjáning og því spratt upp sú hugmynd hjá mér að reyna að sam- eina þessi tvö áhugamál. Langoftast þegar ég er að syngja, þá birtast mér í huganum alls konar myndir,“ segir hún. Það er þó margt ólíkt með list- greinunum tveimur. „Tónlistin sem ég flyt á tónleikum mun aldrei hljóma nákvæmlega eins á næstu tónleikum. Þannig er tónlistin hverful. Galdurinn við ljósmyndun er hins vegar sá að við náum að varðveita hvert einstaka augnablik,“ segir Álfheiður. Fyrsta myndbandið Á dögunum gaf Álf heiður út sitt fyrsta tónlistarmyndband. „Það er við undurfallegt lag sem heitir Norden og var samið af Jean Sibelius árið 1917. Ljóðið skrifaði ljóðskáldið Johan Ludvig Runeberg árið 1833 og fjallar um svanina sem sorgmæddir yfirgefa norðurhvel jarðar vegna kulda á veturna,“ segir hún. Síðasta sumar myndaði hún dans- arann Mörtu Hlín Þorsteinsdóttur á fallegum og sólríkum degi. „Marta Hlín sótti innblástur í fuglana og vænghaf fugla sem ég klippti síðan til. Ég og píanóleikar- inn Kunal Lahiry unnum svo með upptökustjóranum Piotr Wieczorek í byrjun þessa árs og svo gat ég loks- ins birt mitt fyrsta tónlistarmynd- band. Með þessum hætti sameinast tónlist, ljóðlist, dans og kvikmynda- list.“ Vinnur heima Það stendur til hjá Álfheiði að halda tónleika þar sem myndbönd og stillur fá að njóta sín samhliða tón- listinni. „En við sjáum hvernig næstu vikur og mánuðir þróast í ljósi ástandsins. Á meðal verkefna þetta vorið eru einsöngstónleikar í New York á vegum Carnegie Hall City- wide, einsöngstónleikar í Norður- ljósum í Hörpu, frumraun í óperu- húsi í Frakklandi og margt annað spennandi,“ segir hún. Heimsfaraldur kórónaveiru hefur vissulega sett sitt mark á daglegt líf í Berlín líkt og annars staðar. „En eins og er þá er mikið unnið heima við. Ég ætla að halda áfram að vinna að næstu myndböndum og reyna að æra nágrannana ekki of mikið með háværum söng. Ég hvet alla til þess að halda áfram að sinna listrænu þörfinni og skapa,“ segir Álfheiður. Myndband Álfheiðar er hægt að nálgast á heimasíðu hennar, alf- heidurerla.com. steingerdur@frettabladid.is Reynir að æra ekki nágrannana með söng Söngkonan og ljósmyndarinn Álfheiður gaf út sitt fyrsta mynd- band í síðustu viku. Hún býr í Berlín þar sem hún er í meistara- námi í sópransöng. Hún blandar saman söng og hinu myndræna. Álfheiður reynir að halda sig að mestu heima við þessa dagana, kórónaveiran veldur því. MYND/JANA STEIN DAG HVERN LESA 93.000 ÍSLENDINGAR FRÉTTABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI HEIMILD: PRENTMIðLAMÆLING GALLUP OKT-DES 2019, 12-80 ÁRA, ALLT LANDIð HAGSTOFA ÍSLANDS, MANNFJÖLDATÖLUR, 2019 1 8 . M A R S 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.