Fréttablaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 48
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg. ehf DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Bjarna Karlssonar BAKÞANKAR buzzador® Oft hefur verið sagt að hver sé sjálfum sér næstur og að Guð hjálpi þeim sem hjálpi sér sjálf. Nú er okkur hins vegar orðið ljóst að ókunnugt fólk er jafn nálægt og manns eigin andardráttur og að Guð getur bara hjálpað þeim sem hjálpast að. Kórónaveiran hefur sýnt og sannað að við erum öll náskyld og innbyrðis tengd. En samt bitnar hún ekki eins á öllum. Verst fara þau sem hafa tæpa heilsu, búa við atvinnuóöryggi eða rýrt tengsla­ net. Hversu mörg skyldu þau vera sem vakna á þessum miðviku­ dagsmorgni eftir dimma nótt til þess að lifa daginn í heilsu­ eða fjárhagskvíða eða í aðskilnaði frá fólki sem þau elska og þrá? Ég heyrði þá sögu að fimm ára drengur kom stökkvandi upp í rúm til foreldra sinna að nóttu því hann hafði dreymt illa. Pabbi tók drenginn í fangið, gekk með hann inn í barnaherbergið, talaði blíð­ lega við hann, lagði hann í rúmið og mælti loks: Nú skulum við sofa, Guð og englarnir passa þig. Nei, sagði þá barnið, ég þarf einhvern sem hefur skinn! Ekkert læknar kvíða og ein­ semd betur en mannleg snerting. Og nú, þegar samkomubann og sóttkvíar ástand veldur því að ástrík snerting er ekki í boði fyrir margt fólk er mikilvægt að fá hlustun og skilning. Næstbesta lækningin við kvíða og einsemd er sú að einhver sé vitni að lífi manns og sýni samkennd. Traust okkar til samfélagsins hefur endurnýjast þessa daga við að finna fumlaus og einbeitt viðbrögð almennings og stofnana. Þetta verður langhlaup og við þurfum að halda hópinn, skilja engan eftir … Útlenska fjölskyldan í stigaganginum, ungi maðurinn með geðraskanirnar, gamla konan í næsta húsi: „Góðan daginn, mér datt í hug að hringja og vita hvernig þér líður …“ Skinn siminn.is Stóraukið úrval í Sjónvarpi Símans Premium Út af breyttum samfélagsaðstæðum hefur Síminn aukið efnisframboð í Sjónvarpi Símans Premium. Nýjar íslenskar og erlendar þáttaraðir ásamt glás af talsettu barnaefni. Svona á sjónvarp að vera! Auðvelt er að ganga frá áskrift í netspjalli á siminn.is.   Ótakmarkað gagnamagn Á meðan á samkomubanni stendur mun Síminn ekki gjaldfæra viðskiptavini sína fyrir notkun umfram innifalið gagnamagn. Þetta á við um internettengingar heimila og farsímaáskriftir innanlands, Krakkakort og Þrennu.  PEPSI MAX LIME 500 ML 169 KR/STK 338 KR/L

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.