Fréttablaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 2
 Ég hef verið að fá þetta á hnúana og handarbökin og ég er ennþá verri eftir allan handþvott- inn. Arnþór Jón Egils- son, stjórnarmað- ur í stjórn SPOEX Veður Norðaustan 13-23 m/s og snjó- koma um landið norðanvert síðdegis, hvassast á Vestfjörðum. Hægari vindur sunnantil og stöku él. Víða vægt frost. SJÁ SÍÐU 14 Borgarstjórnarfundur með breyttu sniði Það er margt með breyttu sniði þessa dagana. Fundir borgarstjórnar Reykjavíkur í gær eru þar ekki undantekning. Vegna samkomubanns og til- mæla um að menn haldi tveggja metra fjarlægð á milli sín, var brugðið á það ráð að færa hluta borgarfulltrúa upp á áhorfendapalla. Breikkað var svo bilið milli þeirra sem í salnum sátu svo allt stæðist viðmið. Svona verður tilhögunin svo lengi sem samkomubannið gildir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR COVID-19 „Ég er sjálfur sérstaklega slæmur núna eftir allan þennan handþvott og spritt,“ segir Arnþór Jón Egilsson, stjórnarmaður í stjórn SPOEX, Samtaka psoriasis og exem- sjúklinga. Almannavarnir hafa gefið út leiðbeiningar til almennings um hvernig beri að forðast að smitast af COVID-19 sjúkdómnum og er handþvottur þar í fyrirrúmi ásamt því að hendur séu vel sprittaðar. Fyrir fólk með þurra húð, exem eða psoriasis, getur mikill handþvottur og sprittnotkun haft miklar afleið- ingar. „Ég er með psoriasis og það leggst á staði sem eru viðkvæmir fyrir,“ segir Arnþór. „Ég hef verið að fá þetta á hnúana og handarbökin og ég er enn þá verri eftir allan hand- þvottinn.“ Þá segir Arnþór handþvottinn og sérstaklega sprittið geta framkallað sár og mikil óþægindi fyrir þá sem eru með exem eða psoriasis. „Ég er alveg kominn með sár á hendurnar og það er ekkert voðalega gott að spritta, en auðvitað gerir maður það,“ segir hann. „Konan mín er jafnvel enn dug- legri en ég í sprittinu og hún er ekki með exem eða psoriasis en er orðin verulega þurr á höndunum, svo ég held að þetta geti átt við um alla,“ segir Arnþór. Ragna Hlín Þorleifsdóttir, húð- sjúkdómalæknir, tekur undir orð Arnþórs og segir mikinn handþvott geta haft þurrkandi áhrif á allar hendur, en þó sér í lagi þá sem þjást af exemi og psoriasis. „Það sem er að gerast er það að við erum að þvo burtu náttúrulega húðfitu sem húðin framleiðir alla jafnan og þær eru nauðsynlegar til að halda húðinni mjúkri og lokaðri þannig að við séum að verja okkur gegn bakteríum í umhverfinu,“ segir hún. „Auðvitað verðum við að þvo hendurnar og nota handspritt á meðan á faraldrinum stendur, við komumst ekki hjá því, en það sem er mikilvægast fyrir þá sem eru með þurrar hendur er að nota hand- áburð og tiltölulega feit rakakrem,“ segir Ragna og mælir þá með krem- um sem ekki fari beint inn í húðina. Arnþór segir að f lestir þeir sem séu með psoriasis eða exem séu vel birgir af kremum. „Við þekkjum okkur sjálf og hvað við þolum. Sumir þurfa kannski að leita til læknis og fá sterkari krem eða eitt- hvað svoleiðis til að komast yfir erf- iðasta hjallann, en mín upplifun er sú að allir séu tilbúnir að gera hvað sem þarf til að hjálpast að í þessum aðstæðum“ segir hann. birnadrofn@frettabladid.is Psoriasissjúklingar illa leiknir af handspritti  Mikil áhersla er lögð á handþvott og sprittnotun í samfélaginu vegna CO- VID-19. Psoriasis og exemsjúklingar finna mikið fyrir auknum einkennum og húðsjúkdómalæknir segir mikilvægt að nota handáburð og þurr krem. Fjöldi psoriasissjúklinga finnur fyrir auknum einkennum vegna mikils handþvottar og sprittnotkunar á tímum faraldursins. MYND/ARNÞÓR COVID -19 Erlendur ferðamaður, sem leitaði til Heilbrigðisstofn- unar Norðurlands á Húsavík vegna alvarlegra veikinda á mánudag, lést stuttu eftir komuna. Dánarorsök liggur ekki fyrir en sjúkdómsein- kennin voru ekki dæmigerð fyrir COVID-19. Unnið er að því að skera úr um dánarorsökina. Margþætt vinna tekur nú við vegna þessa máls, bæði varðandi andlát manns- ins og stuðning við hans nánustu. Þá þarf að styðja við og setja þá heilbrigðisstarfsmenn sem komu að meðferð mannsins í sóttkví, sótthreinsa heilsugæslustöðina, ásamt því að tryggja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu fyrir Hús- víkinga. Alls sinntu 22 starfsmenn Heil- brigðisstofnunarinnar ferðamann- inum með einum eða öðrum hætti. Jón Helgi Björnsson framkvæmda- stjóri segir af leiðingarnar marg- þættar fyrir starfsemina. – fbl, kdi Ferðamaður lést á Húsavík SAMFÉLAG Í síðustu viku vakti langur ormur sem fannst í fiska- búri tölvuleikjaframleiðandans CCP athygli. Ormurinn, sem fékk nafnið Valdimar, fannst grafinn í sandi þegar verið var að undirbúa f lutning búrsins. Við nánari mæl- ingar reyndist Valdimar um 1,3 metrar að lengd og er talinn hafa dvalið í búrinu um árabil án þess að nokkur yrði hans var. Hann hefur haft nægt rými til að fela sig, enda er búrið sennilega eitt hið stærsta á landinu, um 7.560 lítrar að stærð. Ekki liggur fyrir af hvaða tegund Valdimar er, en hann er augljóslega burstaormur. Sumir slíkir ormar klófesta og éta fiska með ógnvekj- andi árásum en ekkert bendir þó til að Valdimar hafi gætt sér á íbúum búrsins. Líklegra er að hann hafi vaxið og dafnað með því að éta litla hryggleysingja auk þess sem sumir burstaormar nærast á kóröllum. Frá því hann fannst hefur Valdi- mar dvalið einn í búri í viðhaldsher- bergi en hagur hans gæti þó farið að vænkast. Hann hefur vakið athygli meðal áhugafólks um sjávarfiska- búr og svo gæti farið að hann yrði ættleiddur innan þess hóps. Þá er Valdimar farinn að vekja talsverða athygli meðal aðdáenda EVE online, en greint var frá fundi ormsins í síðasta fréttamyndbandi tölvuleiksins á Youtube. Rúmlega 18 þúsund manns hafa horft á mynd- bandið á nokkrum dögum. – bþ Valdimar ormur verður ættleiddur  Ormurinn er 1,3 metrar að lengd 1 8 . M A R S 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.