Fréttablaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 39
MIG VANTAÐI EITT-
HVAÐ AÐ GERA OG
RAGNAR VAR MEÐ EFNI Í
LJÓÐABÓK OG DÓTTIR MÍN VAR
TILBÚIN MEÐ SKÁLDSÖGU.
ÞANNIG VARÐ HRINGANÁ TIL.Ari Blöndal Eggertsson rekur bókaútgáfuna H r i ng a n á á s a mt manni sínum Ragn-ari H. Blöndal. For-lagið hefur gefið út
sex bækur og fleiri eru væntanlegar.
„Mig vantaði eitthvað að gera og
Ragnar var með efni í ljóðabók og
dóttir mín var tilbúin með skáld-
sögu. Þannig varð Hringaná til og
í fyrra komu fyrstu bækurnar út,
ljóðabókin Tveir dropar eftir Ragnar
og Einfaldlega Emma eftir dóttur
mína Unni Lilju og sjálfur þýddi
ég Maður einn eftir Christopher
Isherwood,“ segir Ari.
Óvenjulegar skáldsögur
Nýlega sendi forlagið frá sér þrjár
bækur: Systir mín raðmorðinginn, er
eftir Oyinkan Braithwaite, en sú bók
hefur vakið athygli víða um heim.
Morð er morð er morð eftir Samuel
M. Steward, en þar eru sambýliskon-
urnar frægu Gertrude Stein og Alice
B. Toklas í aðalhlutverkum. Ari þýðir
þær báðar. „Þegar ég var á annarri
blaðsíðu í ensku útgáfunni á Systir
mín raðmorðinginn þá hugsaði ég
með mér: Ég ætla að þýða þessa! Sú
bók er glæpsaga en Morð er morð
er morð er fyrst og fremst skemmti-
saga,“ segir Ari. Þriðja bókin sem
forlagið sendir frá sér þetta árið er
ljóðabók eftir Ragnar, Hermdu mér.
Ari er tilbúinn með þýðingu á
skáldsögunni Berg eftir breska rit-
höfundinn Ann Quin. „Hún skrifaði
fjórar skáldsögur, þessi kom út 1964,
og fjallar um mann, Berg, sem fer til
strandbæjar, staðráðinn í að drepa
föður sinn sem hafði yfirgefið þau
mæðginin þegar Berg var krakki.
Þetta er afar skemmtilegur og sér-
stakur súrrealískur farsi.“
Er að þýða rómaða skáldsögu
Ari er þessa dagana að þýða rómaða
skáldsögu Ednu O‘Brien, Girl, sem
fjallar um ungar stúlkur í Nígeríu
sem rænt er af Boko Haram. „Þessi
bók kom út í fyrra í Bretlandi og
lesturinn tekur á. Edna, sem er 89
ára, lagðist í rannsóknarvinnu við
vinnslu bókarinnar, fór til Nígeríu
og hitti stúlkur sem hafði tekist að
flýja úr ánauðinni,“ segir Ari.
Þá er Unnur Lilja næstum tilbúin
með aðra skáldsögu sem ekki hefur
enn fengið nafn en hún mun koma
út í haust.
Spurður hvernig útgáfan gangi
segir hann: „Það verður enginn ríkur
af þessu en við höfum í okkur og á.
Mér finnst þetta mjög skemmtilegt.
Ég hefði átt að byrja á þessu miklu
fyrr.“
Vantaði að hafa
eitthvað að gera
Ari Blöndal Eggertsson stofnaði
bókaútgáfu. Maður hans og dóttir eru
meðal höfunda forlagsins Hringaná. Ari
er að þýða skáldsögu eftir Ednu O‘Brien.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
„Það verður enginn ríkur af þessu en við höfum í okkur og á,“ segir Ari Blöndal Eggertsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
TÓNLIST
Bein útsending RÚV frá tón-
leikum Sinfóníuhljómsveitar
Íslands
Verk eftir Rakhmanínoff,
Tsjajkovskí og Stravinskí
Einleikari: Olga kern
Stjórnandi: Bjarni Frímann
Bjarnason
Eldborg í Hörpu
fimmtudaginn 12. mars
Er nauðsynlegt að getað spilað
heilan píanókonsert blindandi?
Ef marka má kvikmyndina Shine
frá 1996, um ástralska píanistann
David Helfgott, virðist svarið vera
játandi. Helfgott átti við geðræn
vandamál að stríða, og píanókeppni
sem hann fór í ungur að árum ýtti
honum fram af brúninni. Mögn-
uðustu senurnar í myndinni er
þegar hann er að undirbúa sig fyrir
keppnina hjá kennaranum sínum
og er með bundið fyrir augu. Hann
er þá að leika þriðja konsertinn eftir
Rakhmanínoff.
Þetta atriði kemur upp í hugann,
því hér er fjallað um síðustu tón-
leika Sinfóníuhljómsveitar Íslands
næstu vikurnar. Undirritaður fór
ekki, en hlustaði eingöngu á f lutn-
inginn í útvarpinu á RÚV, blind-
andi ef svo má segja. Yfirvofandi
samkomu bann vegna COVID-19 er
ástæðan; maður er farinn að veigra
sér við að fara á fjölsótta viðburði. Á
efnisskránni var þessi stóri píanó-
konsert Rakhmanínoffs, en ein-
leikarinn var Olga Kern.
Afar góð upptaka
Upptakan var framúrskarandi, í
senn hljómmikil og tær. Þrívíddin
í hljómnum, sem fólk á að venjast á
lifandi tónleikum var að vísu ekki
almennilega til staðar; öll hljóð-
færin virtust vera jafn nálægt.
Mun betur heyrðist í tréblásurum
en venjulega, sérstaklega þver-
flautunni, og einnig voru pákurnar
óvanalega áberandi. Þetta var
þó ekki slæmt; almennt talað var
heildarhljómurinn í prýðilegu jafn-
vægi, litríkur og glæsilegur; bara
öðru vísi.
Samkvæmt kynninum, Guðna
Tómassyni, var einleikarinn í fal-
legum, rauðum kjól. Gaman hefði
verið að sjá hann! En það skipti
engu máli, hið heyranlega var
aðdáunarvert. Konsertinn eftir
Rakhmanínoff er með þeim erfið-
ari og samanstendur af f lugelda-
sýningum, sem eru samt aldrei yfir-
borðslegar. Þvert á móti er tæknin
ávallt í þjónustu innblástursins,
laglínurnar eru fullar af tilfinninga-
hita og hápunktarnir eru stórfeng-
legir. Kern spilaði af snilld, leikur
hennar var kraftmikill og skýr, án
nokkurrar fyrirstöðu. Túlkunin
var margbrotin, þrungin ljóðrænu
og tilfinningaólgu, akkúrat eins og
hún átti að vera. Þetta var frábært.
Fínlegt, en einnig voldugt
Tvö önnur rússnesk verk voru á dag-
skránni. Forleikurinn að Rómeó og
Júlíu eftir Tsjajkovskí var annað
þeirra. Hann var forkunnarfagur í
meðförum hljómsveitarinnar undir
styrkri stjórn Bjarna Frímanns
Bjarnasonar. Leikur hljóðfæraleik-
aranna allra var nákvæmur og fag-
mannlegur, fínlega mótaður þegar
við átti og voldugur þess á milli.
Hin tónsmíðin var svokölluð
svíta, þ.e. röð þátta, úr Eldfugl-
inum, ballett eftir Stravinskí. Þetta
er sérlega grípandi tónlist sem var
fyrirferðarmikil í annarri bíómynd,
Shortcuts eftir Robert Altman. Þar
er ein persónan sellóleikari, ung
kona. Hún er þunglynd og er sífellt
að æfa vögguvísuna úr Eldfuglinum.
Vissulega er músíkin dapurleg,
en bara ef hún er slitin úr sam-
hengi verksins í heild, sem er sigri
hrósandi í lokin. Flutningurinn á
tónleikunum var magnaður undir
markvissri stjórn Bjarna Frímanns,
lifandi og skemmtilegur. Laglínurn-
ar risu hátt og hljómarnir í endann
voru gæddir göldrum sem ekki er
hægt að lýsa með orðum. Allt fór vel
í tónlistinni; megi hið sama gerast í
veruleikanum hjá okkur öllum.
Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Vönduð útsending frá
skemmtilegum tónleikum sem ein-
kenndust af glæsileika og fagmennsku.
Sinfóníutónleikar í skugga veirunnar
Í aðdraganda samkomubanns nutu margir síðustu tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar í bili. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
MENNING
M I Ð V I K U D A G U R 1 8 . M A R S 2 0 2 0