Fréttablaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 25
Eftirlitsstofnanir verða að gæta hófs og setja ekki fyrirtækjum stólinn fyrir dyrnar til að bregðast hratt við fordæma- lausum aðstæðum. Ari Fenger stýrir 1912 sem er móðurfélag heildsölunnar Nathan & Olsen, Emmessíss og Ekrunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK virðisaukaskatti og öðrum gjöldum. Það hefur blessunarlega verið gert. Aðrar aðgerðir sem gætu mildað höggið væru til dæmis að lækka tryggingagjald sem leggst hvað þyngst á mannaflafrek og lítil fyrir­ tæki, skapa skattalega hvata til nýfjárfestinga og skattalega hvata til að ráða nýja starfsmenn. Til að bæta aðgengi fyrirtækja að lánsfé til að mæta minni tekjum, þarf að afnema sveiflujöfnunarauka sem leggjast ofan á miklar eiginfjár­ kröfur bankanna. Þeir eru enda til staðar til að tryggja að bankakerfið geti mætt áföllum á borð við þetta. Það væri því eðlilegt að bregðast við með þeim hætti. Ef ekki nú, hvenær þá? Hraðari lækkun bankaskatts myndi létta undir og stuðla að bættu aðgengi fjármagns. Eftirlitsstofnanir verða að gæta hófs og setja ekki fyrirtækjum stól­ inn fyrir dyrnar til að bregðast hratt við fordæmalausum aðstæðum. Það var því ánægjulegt að sjá Sam­ keppniseftirlitið leyfa tímabundið samstarf á milli samkeppnisaðila í ferðaþjónustu og á lyfjamarkaði. En ég tel að það þurfi að ganga enn lengra og velti því fyrir mér hvort það væri ekki rétt að Samkeppnis­ eftirlitið myndi veita undanþágu eða flýtimeðferð vegna sameininga í ferðaþjónustu á komandi mán­ uðum.“ Regluverk meira íþyngjandi hér Eru álögur og reglur hins opinbera of íþyngjandi fyrir atvinnulífið? „Regluverk á Íslandi er sam­ kvæmt alþjóðlegum könnunum meira íþyngjandi hér á landi en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Það er með ólíkindum og hefur aldrei verið rökstutt með fullnægjandi hætti hvers vegna það er gert. Það er óskynsamlegt að gera þeim enn erfiðara fyrir að óþörfu. Eins og ég hef komið inn á er tryggingagjaldið Þrándur í Götu margra fyrirtækja. Eins má nefna að fasteignagjöld hafa hækkað verulega samhliða hækkunum á fasteignamarkaði. Sú skattheimta er óháð tekjum fyrirtækja. Það er ósanngjörn nálgun. Í ofanálag horfa nú mörg fyrirtæki fram á samdrátt vegna kórónaveirunnar en verða að standa í skilum á mun hærri fasteignagjöldum en fyrir örfáum árum.“ Hvað getur þú sagt mér um þín umsvif í viðskiptalífinu? „Ég stýri 1912 sem rekur þrjú dótturfélög; heildsöluna Nathan & Olsen og Ekruna sem er heildar­ birgir fyrir stóreldhús, hótel, veit­ ingastaði og mötuneyti. Á síðasta ári skutum við þriðju stoðinni undir samstæðuna með kaupum á Emmessís. Það voru fyrstu kaup 1912, en fram að því höfðu Nathan & Olsen og Ekran staðið að kaup­ um á fyrirtækjum. Okkur þykir Emmessís spennandi fyrirtæki og öf lugt vörumerki. Eins sáum við tækifæri í því að Emmessís dreifir frystivörum beint í búðir smásala og því ákveðin tækifæri og samlegð sem skapast innan samstæðunnar. 1912 er sameiningartákn okkar og þar náum við niður föstum kostnaði. Margir átta sig ekki á að 1912 er rekstrarfélag, en ekki ein­ göngu eignarhaldsfélag. Flestir starfsmenn samstæðunnar vinna fyrir 1912. Fyrirtækið sinnir fjár­ málastjórn, upplýsingatæknimál­ um, mannauðsmálum, dreifingu og starfrækir vöruhús fyrir dóttur­ félögin. Það skapaði tækifæri á að hagræða í rekstri við kaupin á Emmessís og við gátum nýtt betur fastan kostnað samstæðunnar. Það var hugmyndin með kaupunum. Starfsmenn samstæðunnar eru um 150. Reksturinn nær aftur til ársins 1912, eins og nafnið ber með sér en það ár hófst rekstur Nathan & Olsen. Þess má til gamans geta að árið 1917 tók fyrirtækið þátt í að stofna Viðskiptaráð. Við höfum því verið félagsmenn frá upphafi eða í 103 ár. Ég er fjórða kynslóð sem stýrir fyrirtækinu. Fjölskyldan er afar stolt af sögu félagsins. Ég held að það séu ekki mörg fyrirtæki hér á landi með jafnlanga samfellda rekstrar­ sögu.“ Hver var velta 1912 í fyrra? „Veltan var rúmir níu milljarðar króna en Emmessís kom ekki inn í samstæðuna fyrr en um sumarið. Hefði sá rekstur verið með allt árið hefði veltan verið um tíu milljarðar króna.“ Keyptu fjölskylduna út Þrátt fyrir þú sért fjórða kynslóð í fjölskyldufyrirtæki er eigenda- hópurinn ekki dreifður. Þú, Björg systir þín og Kristín móðir ykkar eigið fyrirtækið saman? „Ég tel að það hafi verið lykilatriði í að 1912 státar af langri samfelldri rekstrarsögu í eigu sömu fjölskyld­ unnar, að í gegnum tíðina hefur okkur auðnast að halda eignar­ haldinu frekar fámennu. Við höfum keypt aðra fjölskyldumeðlimi út. Það skiptir nefnilega höfuðmáli að hluthafar hafi sameiginlega sýn á hvert förinni er heitið. Jafnvel þótt við séum hreykin af því að reka fjölskyldufyrirtæki þá hefur það verið óskrifuð regla að ráða hvorki fjölskyldu né vini og er ég til að mynda sá eini úr fjölskyld­ unni sem starfar hjá fyrirtækinu í dag. Það hefur reynst okkur vel. Við leggjum ríka áherslu á að reka fyrir­ tækið með eins arðbærum hætti og kostur er, rétt eins og það væru aðrir hluthafar í eigendahópnum.“ Hefurðu alla tíð unnið hjá fyrir- tækinu? „Það má segja það, ég hóf störf hjá Nathan & Olsen árið 2001 og hef því starfað hjá fyrirtækinu í 19 ár.“ Varð forstjóri 27 ára Hvar varst þú gamall þegar þú tókst við sem forstjóri? „Ég tók við sem forstjóri 27 ára gamall árið 2008 og hef rekið 1912 allar götur síðan. Ég starfaði áður við hlið Vilhjálms föður míns en hann lést úr krabbameini árið 2008, 56 ára gamall.“ Hvað glímdi hann lengi við veik- indin? „Hann var veikur í eitt og hálft ár.“ Lá alltaf fyrir að þú myndir taka við rekstrinum? „Já, það þróaðist á þann veg. Ég hafði tekið við sem framkvæmda­ stjóri Nathan & Olsen árið 2006. En þegar faðir minn veiktist steig ég inn og tók einnig við sem forstjóri 1912. Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á rekstrinum og það kom ekki annað til greina í mínum huga en að ég væri sá sem taka ætti við kef linu. Fjölskyldan leit stöðuna sömu augum. Ég tel að það skipti sköpum að sá sem taki við rekstri hafi ástríðu og áhuga á verkefninu. Það er erfitt að vera í þeim sporum að sitja uppi með rekstur sem við­ komandi kærir sig ekki um.“ Hefur þú ekki breytt fyrirtækinu heilmikið frá því þú tókst við? „Já og nei. Ég tel að ég hafi haldið áfram á þeirri vegferð sem við vorum á. Á árunum 1994 til 2008 hagræddu heildsölur mikið með yfirtökum og sameiningum vegna þess að þær voru of margar. Það gerði það að verkum að reksturinn var ekki hagkvæmur. Á þessum árum keyptum við fjölda fyrir­ tækja og byggðum upp sterkan hóp af vörumerkjum ásamt því að kaupa Ekruna árið 1999. Við reistum nýjar höfuðstöðvar í Klettagörðum og f luttum í þær í byrjun árs 2008. Það má segja að með því höfum við bundið enda­ hnútinn á þeirri vegferð. Áður var starfsemin í fimm byggingum, en við f lutninginn var hún öll á sama stað, sem skapaði mikið hagræði í rekstri. Við fórum frá því að þurfa að stækka til að skapa öf luga og arðbæra heildsölu, í að vera ein­ ungis opin fyrir tækifærum ef þau falla vel að rekstrinum. Á undanförnum þremur árum hafa laun og kostnaður aukist mikið. Það hefur leitt til þess að við höfum orðið að auka framleiðni innandyra og keypt aukna veltu til að geta nýtt fastan kostnað með betri hætti.“ Veltan þrefaldast frá 2008 Hvað hefur velta 1912 aukist mikið frá því þú tókst við? „Veltan hefur næstum þrefaldast frá því ég tók við árið 2008. Þá var hún um 3,7 milljarðar króna.“ Hvernig gekk reksturinn í fyrra? „Reksturinn í fyrra var í takt við væntingar. Árið 2017 var erfitt fyrir heildsölur, 2018 var aðeins betra og árið 2019 var betra en árið áður. Á sama tíma fjárfestum við töluvert í uppbyggingu félagsins. Við erum sátt með árið. Árið 2017 hækkuðu laun og annar kostnaður mikið. Á sama tíma var krónan sterk og sam­ keppnin jókst með opnun Costco. Við seldum því minna af vörum á sama tíma og kostnaður jókst. Það voru kref jandi tímar. Við töldum okkur vita að áhrifin yrðu til skamms tíma og markaðurinn myndi leita jafnvægis.“ Var Costco ekki sú mikla ógn sem talið var? „Já og nei. Costco hafði klár­ lega áhrif en svo komst jafnvægi á markaðinn. Við fengum til dæmis betri verð frá birgjum til að geta keppt við Costco og boðið okkar viðskiptavinum samkeppnishæf verð. Nú höfum við snúið þessari ógn upp í tækifæri og seljum Costco okkar vinsæla morgunkorn frá General Mills, til dæmis Cheerios og Cocoa Puffs. Það er ekki hægt að líta fram hjá því að heildsölur eiga í alþjóðlegri samkeppni. Jafnvel þótt við seljum til smásala á Íslandi erum við að keppa við erlend vöruhús. Ef smá­ sala bjóðast ódýrari vörur erlendis mun hann skoða þann möguleika. Þess vegna er samkeppnin ekki bara á milli heildsala hér á landi, heldur er allur heimurinn undir. Sú samkeppni hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Þess vegna skiptir máli að ræða samkeppnis­ hæfni Íslands. Í þessu samhengi þarf að bera saman umgjörðina sem fyrirtæki hér á landi starfa eftir við til dæmis Bretland. Það þarf líka að bera saman launakostnað, hvernig staðið er að lífeyrissjóðs­ greiðslum, horfa til vaxta og hvaða reglur stjórnvöld setja fyrirtækjum. Við komum ekki nógu vel út í þeim samanburði. Ég hef áhyggjur af því hvað það mun hafa í för með sér fyrir atvinnulífið og þar með sam­ félagið.“ Fjölskyldan er stærsti hluthafi Stoða  „Fjölskyldan á fjárfestinga- félagið Helgafell sem fjárfestir í óskyldum rekstri. Það er hluti af því að dreifa áhættunni. Jón Sigurðsson, mágur minn, stýrir fjárfestingunum,“ segir Ari. „Við hófum að fjárfesta árið 2012. Fyrsta stóra fjárfestingin okkar var í N1. Upphaflega fjárfestum við beint í félögum fyrir tilstilli Helgafells en eftir að við keypt- um í Stoðum hefur Helgafell dregið sig að mestu út úr öðrum fjárfestingum,“ segir Ari. Helgafell á um 23 prósenta hlut í Stoðum sem er stærsti hluthafi Símans og TM og stærsti innlendi einkafjárfestirinn í Arion banka. Helgafell er líka á meðal eigenda Löðurs og Dælunnar. „Okkur þykir Stoðir spennandi fjárfestingakostur og fjárfesting- in endurspeglar þá miklu trú sem við höfum á íslensku atvinnulífi enda viljum við vera virkir þátt- takendur í því. Fjölskyldan er varfærin að eðlis- fari og við teljum að sígandi lukka sé best í viðskiptum. Þess vegna erum við annaðhvort óskuldsett eða með afar litla skuldsetningu í okkar fjárfestingum. Við fjárfest- um í fáum fyrirtækjum og viljum þess í stað hafa meira um þau að segja. Af þeim sökum höfum við reynt að hafa eins mikla aðkomu að fjárfestingunum og okkur er frekast unnt,“ segir hann. Jón er til dæmis stjórnarfor- maður Stoða og Símans. Hann sat í stjórn N1 þegar Helgafell var hluthafi. MARKAÐURINN 11M I Ð V I K U D A G U R 1 8 . M A R S 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.