Fréttablaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 26
Mestur hluti tekna AwareGO kemur erlendis frá. Nýlega var hafið sam- starf við Trend Micro sem er eitt stærsta tölvuöryggis- fyrirtæki heims. Sumir af þessum tölvupóstum eru skrifaðir á það góðri íslensku að ég trúi ekki öðru en að einhverjir landar okkar séu viðriðnir. V ið sjáum nú sam-star fslausnir sem lykilinn að því að vaxa hratt á næst-unni, segir Ragnar Sigurðsson, forstjóri og stofnandi AwareGO, í samtali við Markaðinn. AwareGO, sem framleiðir efni og þróar kennslu- hugbúnað fyrir netöryggi, lauk nýverið 200 milljóna króna fjár- mögnun en á síðasta eina og hálfa árinu hefur fyrirtækið tryggt sér samtals 360 milljónir króna. Eyrir Ventures, sem fjárfesti upphaf lega í félaginu um mitt ár 2018 og er stærsti hluthafinn, tók þátt í síð- ustu fjármögnunarumferð ásamt Kviku banka. „Við klárum líklega aðra eins fjármögnun á næstu mánuðum og síðan er stefnan sett á svokallaða „series A“ fjármögnun sem verður mun stærri,“ segir Ragnar. Hins vegar muni hluthafar bíða eftir að ástandið á mörkuðum batni, en það gefi um leið nýjum áherslum félagsins tækifæri til að sanna sig. AwareGO, sem var stofnað árið 2007, hefur verið í mjög miklum vexti síðastliðin tvö ár. Ein ástæðan er sú að innleiðing persónuvernd- arlaganna GDPR skyldaði fyrirtæki til að huga betur að öryggismálum. Þá hefur AwareGO, sem áður lagði áherslu á beina sölu gegnum netið, opnað var fyrir samstarfslausnir. Stórum þjónustufyrirtækjum í upplýsingatækni býðst nú að tengj- ast hugbúnaðinum og nýta efnið til endursölu til sinna viðskiptavina. Eloomi, leiðandi kennsluhugbún- aðarfyrirtæki á Norðurlöndum, er til dæmis einn af nýjum sam- starfsaðilum og selur aðgang að myndböndum og efni AwareGO í gegnum eigin hugbúnað. „Það eru aðeins tveir mánuðir síðan við hleyptum samstarfs- lausnum af stokkunum og í hverri viku síðan þá höfum við fengið 2-5 stórfyrirtæki í viðskipti sem eru hver með 100-300 viðskiptavini. Hver sala verður verðmætari og því getum við eytt meiri peningum í að af la viðskiptavina og vandað valið,“ segir Ragnar. Hefur kraf ist mikillar þolin- mæði í gegnum árin að finna réttu nálgunina í rekstrinum? „Jú algjörlega, og fyrstu níu árin vorum við bara tvö í þessu, ég og Helga konan mín. Við erum búin að vaxa gífurlega hratt á síðustu tveimur árum og það sér ekki fyrir endann á því, en lykilatriði í því er að fá hæfileikaríkt fólk með í veg- ferðina. Þar höfum við verið mjög heppin,“ segir Ragnar. Hakkarar þróa aðferðir sínar Tap íslenskra fyrirtækja vegna netsvika hefur valdið gríðar- lega miklu tjóni á undanförnum árum. Þekktustu tilfellin eru hjá Rúmfatalagernum og HS Orku, á síðasta ári, þar sem tjónið hljóp á hundruðum milljóna króna. Helsti áhættuþátturinn í netöryggismál- um fyrirtækja nú til dags er starfs- fólkið sjálft að sögn Ragnars. „Vírusvarnaforrit eru orðin mjög þróuð en þau virka ekki ef starfs- fólkið sjálft opnar fyrir óværunni. Þess vegna einbeita netglæpa- menn sér í auknum mæli að því að blekkja fólk til að opna sýkt við- hengi og þar fram eftir götunum. Þannig geta þeir komist inn í tölvu- póstsamskipti bókhaldsdeilda og náð að blekkja starfsfólk til að millifæra háar fjárhæðir á rangan viðtakanda, þegar þau halda að verið sé að greiða þekktum sam- starfsaðilum,“ segir Ragnar. Upphæðirnar eru orðnar svo háar að glæpamenn eru tilbúnir að leggja mikla vinnu í netsvikin svo að þau beri árangur. „Þetta er orðinn stór iðnaður og hakkarar þróa aðferðir sínar, rétt eins og öryggissérfræðingar á hinum endanum. Ef þeir ætla að stela háum fjárhæðum leggja þeir mikla vinnu í að finna út hverjir eru í fyrirtækinu. Þeir brjótast jafnvel inn á póstkerfin fyrst til að greina orðaval fólks í tölvu- póstsamskiptum. Þú þarft að vera með varnirnar á hreinu og að vera meðvitaður um að það gæti ein- hver hafa verið að fylgjast með tölvupóstum síðustu mánuði,“ segir Ragnar. Íslendingar líklega viðriðnir Þá verndar íslenska tungumálið ekki fyrirtæki eins og það gerði. Ragnar segir að þýðingavélar séu að verða sífellt fullkomnari og net- glæpamenn nýti sér það. Mögulega fái þeir aðstoð Íslendinga. „Sumir af þessum tölvupóstum eru skrifaðir á það góðri íslensku að ég trúi ekki öðru en að ein- hverjir landar okkar séu viðriðnir , þó að þeir séu kannski ekki höfuð- paurarnir. Þetta er ekki texti sem þú nærð að skrifa með Google Translate,“ segir Ragnar. thorsteinn@frettabladid.is Tækifærunum fjölgar í hverri viku Íslenska fyrirtækið AwareGO er í miklum vexti. Stórfyrirtæki koma í viðskipti í hverri viku eftir að markaðsnálguninni var breytt. Eyrir Invest er stærsti hluthafinn og Kvika banki tók þátt í síðustu fjármögnun. Stefna á stóra fjármögnun þegar markaðshorfur batna. Ragnar hefur verið fyrirlesari á ráðstefnum um öryggismál víðs vegar um heiminn. LJÓSMYND/GARÐAR ÓLAFSSON KIA PICANTO Nýskráður: 2016 / Bensín Sjálfskiptur / Ekinn: 73.000 km. Verð: 990.000 kr. Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2035 Opnunartímar: Virka daga 9-18 Laugardaga 12-16 Gott úrval notaðra bíla Frábær tilboð – betri kjör Smelltu á notadir.benni.is Tilboð: 2.990.000 kr. OPEL GRANDLAND X ENJOY Nýskráður: 2019 / Bensín Sjálfskiptur / Ekinn: 60.000 km. Verð: 3.590.000 kr. Rað.nr. 750166 -6 00 .0 00 Rað.nr. 750228 Tilboð: 790.000 kr. -2 00 .0 00 OPEL ASTRA ENJOY Nýskráður: 2016 / Dísel Beinskiptur / Ekinn: 81.000 km. Verð: 2.090.000 kr. Tilboð: 1.790.000 kr. Rað.nr. 750261 -3 00 .0 00 Tilboð: 2.190.000 kr. OPEL CROSSLAND X ENJOY Nýskráður: 2018 / Bensín Beinskiptur / Ekinn: 56.000 km. Verð: 2.590.000 kr. Rað.nr. 446033 -4 00 .0 00 SUZUKI SX4 4X4 Nýskráður: 2019 / Bensín Sjálfskiptur / Ekinn: 60.000 km. Verð: 2.090.000 Tilboð: 1.690.000 kr. Rað.nr. 750252 -4 00 .0 00 B irt m eð fyrirvara um m ynda- og textabrengl. 4X 4 1 8 . M A R S 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R12 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.