Fréttablaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 30
Sköfum ekkert ofan af því: Íslenskt atvinnu- og efna-hagslíf er í skelfilegri stöðu og verður það áfram einhverjar vikur og jafnvel mánuði vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Seðlabankar og ríkisstjórnir um allan heim keppast nú við að ráðast í risa- vaxnar björgunaraðgerðir vegna stöðunnar. Til að mynda ætlar norska ríkið í aðgerðir til að hjálpa fyrirtækjum, sem jafnast á við 85 milljarða króna aðgerðir hér á landi,, og bandaríski seðlabankinn hefur lækkað vexti um 1,5 prósentustig. Markmið slíkra aðgerða, sem á að vera for- gangsatriði allra sem vettlingi geta valdið hér á landi, er að tryggja að efnahagslífið nái sér hratt og örugg- Stefnum á Íslandsmet í hagvexti 2021  Fjármálamarkaðir erlend-is hafa verið í frjálsu falli síðustu daga og met frá 2008 margoft slegin. Seðlabanki Bandaríkj-anna hefur lækkað vexti í núll með tveimur skörpum lækk- unum og lofað nægu lausafé. Samt lækka markaðir. Hlutabréfaverð á Íslandi hefur einnig tekið dýfu og eðlilegt að fólk spyrji sig hvort annað hrun sé handan við hornið. Svona hugsanir stinga í stúf við yfirlýsingar heilbrigðissérfræðinga um að um tímabundið ástand sé að ræða þar sem COVID-faraldurinn gangi yfir á nokkrum vikum. Fjár- málamarkaðir eiga að vera hita- mælir á raunhagkerfið en sam- kvæmt þeim er í uppsiglingu álíka ástand og fyrir 12 árum. Ótrúlegt en satt er upphafsstaðan að mörgu leyti verri á fjármálamörkuðum í Banda- ríkjunum í dag en 2008. En margfalt betri hér. Talsverður aðdragandi hefur verið að núverandi markaðstitr- ingi víða um heim. Stutta útgáfan af sögunni snýr að áhrifum lágra vaxta og ódýrs fjármagns í Evrópu og Bandaríkjunum, á skuldsetningu og sókn í ávöxtun síðastliðinn ára- tug. Mikið fjármagn hefur streymt inn á hlutabréfamarkaði víða um heim, sérstaklega til Bandaríkjanna. Í upphafi ársins var markaðsvirði bandaríska hlutabréfamarkaðarins 160% af landsframleiðslu. Árið 2007 var hlutfallið 100%. Ásókn í ávöxtun hefur einnig ýtt undir hraðan vöxt fyrirtækjaskulda í formi skulda- bréfa í Bandaríkjunum, á meðan hægt hefur á útlánavexti banka. Útgáfa annarra skuldaskjala hefur einnig stóraukist, enda opinberar skuldir í Bandaríkjunum farið úr 60% af VLF í rúmlega 100% frá 2007. Bandaríski fjármálamarkaðurinn, þ.e. hlutabréf að meðtöldum skulda- bréfum ríkis og fyrirtækja, mældist þrefalt stærri en raunhagkerfið í upphafi ársins, en var 185% af hag- kerfinu 2007. Húsnæðisskuldir hafa þó farið fallandi á þennan mæli- kvarða frá síðustu kreppu, úr 100% af VLF í 75%. Hraður vöxtur á fyrr- nefndum mörkuðum leiðir líklega til kreppu í raunhagkerfinu sem er langt umfram COVID-áfallið. Ójafnvægi hefur einnig verið til staðar í íslenska hagkerfinu síðustu ár, en af öðrum toga. Laun hafa hækkað mikið samhliða vexti mannaflafrekra greina og mælast nú 55% af VLF. Aðeins einu sinni á síð- ustu 50 árum hefur hlutfallið mælst hærra, eða 2007. Aukin greiðslugeta heimilanna, frekar en skuldsetning, hefur því drifið fasteignamarkaðs- hækkanir hér heima. Til saman- burðar hefur launahlutfallið farið nær stöðugt lækkandi í Bandaríkj- unum frá 1970 og stendur nú í 43%. Þetta er spegilmynd hækkana á hlutabréfamörkuðum vestanhafs þar sem hagnaður fyrirtækja hefur aukist hratt á kostnað launafólks og samneyslu. Þessi þróun hefur veikt stoðir samfélagsins til að bregðast við áföllum, í bókstaf legri merk- ingu þessa dagana. Hér hefur hluta- bréfamarkaðurinn hins vegar lítið tekið við sér síðustu misseri, þrátt fyrir mikinn hagvöxt, en markaðs- virði fyrir núverandi áfall var um þriðjungur af landsframleiðslu samanborið við 200% árið 2007. Skuldabréfamarkaður með ríkis- og fyrirtækjabréf hérlendis er um 40% af landsframleiðslu en var tæplega 60% árið 2007. Bönkunum þarf nú ekki að bjarga en þeir þurfa lausafjárstuðning og svigrúm til að veita fyrirtækjum og heimilum aðgang að lánsfé og þar með ganga á rífleg eiginfjárhlutföll sem eru nú tvöfalt hærri en 2007. Þó skuldir íslenskra fyrirtækja séu aðeins hærri en í Bandaríkjunum eru þær mestmegnis við banka, ekki fjárfesta á fjármálamarkaði líkt og víða vestanhafs. Bankar eru mun betur í stakk búnir en aðrir fjárfestar til að bregðast við tíma- bundinni örvæntingu þar sem þeir þekkja viðskiptavini sína vel. Va x t a læk k anir Seðlabank a Bandaríkjanna og ófjármagnaðar skattalækkanir hafa haldið lífi í bandaríska fjármálamarkaðnum síðustu misseri. Nú þegar peninga- stefnan er komin á endastöð verður að treysta á fjármálastefnuna. Þar er hins vegar lítið svigrúm eftir met hallarekstur undanfarinna ára. Við það bætist að mörg þeirra landa sem hafa stutt við skuldasöfnun Banda- ríkjamanna síðustu ár, með kaupum á bandarískum ríkispappírum fyrir umfram sparnað sinn, hafa nú gefið út stóryrtar yfirlýsingar um stóraukin ríkisútgjöld til að mæta vírusnum. Íslenska ríkið hefur aftur á móti talsvert svigrúm til að auka við skuldastöðu sína eins og nauð- syn krefur og ætti að geta gengið að öruggum kaupendum vísum. Það er því full ástæða til að hrósa hag- stjórnaraðilum, eftirlitsaðilum og nú almannavörnum fyrir að undir- búa okkur vel undir áður óþekkt áfall þó við sjáum ekki enn til lands. Stóra hagstjórnarmyndin er til fyrir- myndar. Hagstjórnarfyrirmynd annarra  Varar við hrinu gjaldþrota í fluggeiranum Tómlegt hefur verið um að litast á helstu alþjóðaf lugvöllum heims eftir því sem kórónaveiran hefur breiðst út og stjórnvöld víða hafa ýmist tak- markað eða varað við ferðalögum. Ráðgjafafyrirtækið Centre for Aviation hefur varað við því að f lest f lugfélög heims geti verið farin í gjaldþrot í lok maí ef ekki verði gripið til róttækra aðgerða. Hratt gangi á lausafé félaganna sem séu sum hver nú þegar tæknilega gjaldþrota. Mynd/AFP Konráð Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs RÁÐDEILDIN Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræð- ingur Kviku banka. lega eftir höggið vegna COVID-19. Við viljum augljóslega ekki lenda í varanlegum efnahagslegum skaða og hægum bata eins og í meðfylgj- andi sýnidæmum. Við viljum að hagkerfið taki „V-feril“ þannig að við komum okkur hratt og örugg- lega út úr hremmingunum. Höggið verður óhjákvæmilega þungt og óvissan mikil, en gangi allt eftir mun birta fljótlega á ný og Íslands- met í hagvexti, horft á síðustu fimm áratugi (9,4% árið 2007), gæti verið í hættu á næsta ári. H ag vö xt ur H ag vö xt ur 1% 2% 3% 4% 5% 6% Tími H ag vö xt ur 1% 2% 3% 4% 5% 6% Tími ✿ Áhrif COVID-19 á hagkerfið 1% 2% 3% 4% 5% 6% Tími Varanlegur skaði Hægur bati Hraður bati Skotsilfur Ekki mættur Það vakti þegar athygli þegar Seðlabankinn boðaði til kynn- ingarfundar í dag, miðvikudag, um niðurstöður nýlegra funda peningastefnu- nefndar og fjármálastöðugleika- nefndar að Gunnar Jakobsson, sem var skipaður varaseðla- bankastjóri fjármálastöðugleika, yrði ekki á fundinum. Þess í stað mætir Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármála- stöðugleikasviðs. Gunnar tók við embættinu 1. mars síðastliðinn en hann hefur hins vegar ekki enn mætt til starfa í húsakynnum Seðlabankans og óljóst er hvenær hann mun koma til landsins. Til Icelandair Sigrún Hjartardóttir tók við sem for- stöðumaður fjárstýringar Icelandair um mánaðamótin eftir að hafa áður starfað sem verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka. Nýja starfið er vafalaust meira krefjandi en hún gerði ráð fyrir við ráðninguna vegna víðtæks ferðabanns, þökk sé kórónaveir- unni. Fyrir utan mikla reynslu af fjármálum er Sigrún öllum hnútum kunnug hjá Íslandsbanka eftir að hafa starfað þar um árabil en bankinn er einmitt einn af lán- veitendum flugfélagsins. Við þær krefjandi aðstæður sem nú eru uppi er ljóst að gott samstarf við lánveitendur kann að ráða miklu um framhaldið. Kristinn til ON Kristinn Harðarson hefur verið ráðinn for- stöðumaður virkjanareksturs hjá Orku náttúr- unnar (ON). Krist- inn hefur starfað undanfarin 14 ár hjá álframleið- andanum Alcoa, lengst af sem framkvæmdastjóri álframleiðslu hjá Alcoa Fjarðaáli, en einnig sem framkvæmdastjóri fjárfestinga og framleiðsluþróunar sem og framkvæmdastjóri viðskiptaþró- unar. Frá 2019 starfaði Kristinn, sem er með meistaragráðu í rekstrarverkfræði frá tækni- háskólanum í Danmörku (DTU) og B.Sc. gráðu í iðnaðartæknifræði frá Tækniskóla Íslands, hjá Alcoa Corporation í Pittsburgh í Banda- ríkjunum. 1 8 . M A R S 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R16 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.