Fréttablaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 7
ÍSRAEL Benny Gantz, formaður Blá-
hvítra og stjórnarandstöðunnar
í Ísrael, hefur hlotið umboð til að
mynda nýja ríkisstjórn þar í landi.
Gantz hefur verið helsti keppi-
nautur Benjamin Netanyahu, for-
sætisráðherra Ísraels og formanns
Likud f lokksins, sem var aðeins
tveimur þingsætum frá því að
mynda meirihluta eftir kosningar
sem haldnar voru nú í byrjun mars.
Leiðtogar stærstu f lokkanna
hittu Reuven Rivlin, forseta Ísraels,
á sunnudag. Gantz nýtur stuðnings
minnsta mögulega meirihluta með
61 þingmenn af 120 og veitti Rivlin
honum umboðið. Þetta þýðir þó
ekki að Gantz muni leiða næstu rík-
isstjórn, en hann hefur nú sex vikur
til að mynda meirihlutastjórn.
Ekki er víst að allir þeir sem
studdu umboð Gantz séu til-
búnir til að mynda ríkisstjórn
með honum. Fimmtán þeirra
sem studdu hann tilheyra banda-
lagi arabískra þingf lokka og voru
mögulega einungis að reyna að
koma höggi á Netan yahu sem
er helsti pólitíski andstæðingur
þeirra.
Þá var Gantz einnig studdur af
leiðtoga f lokks öfgafullra þjóð-
ernissinna sem hefur ítrekað sagt
að hann myndi aldrei ganga í
ríkisstjórn með arabískum þing-
mönnum.
Fréttirnar af umboðinu bárust
á sama tíma og réttarhöldum yfir
Netanyahu vegna ásakana um spill-
ingu var frestað vegna COVID-19.
Í kjölfarið hvatti hann til mynd-
unar neyðarstjórnar vegna farald-
ursins sem gæti varað í allt að sex
mánuði og vildi Netanyahu sjálfur
vera við stjórnvölinn. Sakaði Gantz
hann um að notfæra sér ástandið.
Ráðstafanirnar að baki frestun
réttarhaldanna voru settar af for-
sætisráðherranum sjálfum sem
hefur verið sakaður um fjársvik,
trúnaðarbrest og mútuþægni.
Kosningarnar fyrr í mánuðinum
voru þær þriðju sem haldnar hafa
verið í Ísrael á einu ári eftir að til-
raunir til ríkisstjórnarmyndunar
hafa tvisvar siglt í strand.
Landinu hefur verið stjórnað af
bráðabirgðastjórn sem hefur tak-
markað löggjafarvald og hafa ýmis
ríkisstyrkt verkefni á borð við vega-
gerð verið látin sitja á hakanum.
arnartomas@frettabladid.is
Gantz reynir stjórnarmyndun
Forseti Ísraels hefur veitt Benny Gantz umboð til stjórnarmyndunar. Gantz nýtur stuðnings naums
meirihluta þingmanna til stjórnarmyndunarinnar en ekki er ljóst hvort samstaða náist meðal þeirra.
Þetta er í annað skipti sem Benny Gantz hlýtur umboð til stjórnarmyndunar á innan við tólf mánuðum. Ekki er víst
að viðræður skili árangri en harðir andstæðingar eru innan naums meirihluta sem styður Gantz. MYND/GETTY
61
af 120 þingmönnum styðja
umboð Gantz til stjórnar-
myndunar.
Nýjar íbúðir
Hlíðasmári 6
201 Kópavogur
sími 510 7900
201@fastlind.is
Yfir 150 íbúðir seldar í 201 Smára
Nú eru til sölu eignir í öllum stærðum og gerðum fyrir einstaklinga
eða fjölskyldur. Til afhendingar 2020. Ein af byggingunum þremur
er sérstaklega hönnuð með þarfir eldri borgara að leiðarljósi, svalir
yfirbyggðar og þægindi í hverju horni.
Fáðu meira fyrir minna, lifðu í núinu og njóttu tímans sem skapast.
Miklaborg fasteignasala
Lágmúla 4, 108 Reykjavík
miklaborg@miklaborg.is
5697000
Leiksvæði og
opnir garðar
Skólar og leikskólar
í göngufjarlægð
Deilibílar
í hverfinu
Yfir 100 verslanir
í göngufæri
Stutt að samgönguæðum
og í almenningssamgöngur
Miðsvæðis á
höfuðborgarsvæðinu
Hleðslustaðir fyrir
rafbíla við hús og í hverfi
Góðar og öruggar
göngu- og hjólaleiðir
Snjöll hönnun
og lausnir
201.is
Ítarlegar upplýsingar má
finna á www.201.is
GRÆNLAND Fyrsta tilfelli kórón-
aveirunnar greindist Grænlandi á
mánudaginn. Hinn smitaði býr í
Nuuk og er í einangrun.
Kim Kielsen, forsætisráðherra
Grænlands, tilkynnti að gripið verði
til ráðstafana til að sporna gegn
útbreiðslu faraldursins.
Mæla stjórnvöld gegn 100 manna
samkomum. Einnig er mælt gegn
ónauðsynlegu flugi til og frá land-
inu. – atv
Viðbrögð í Nuuk
Viðkomandi einstaklingur hefur
verið settur í einangrun. MYND/GETTY
UTANRÍKISMÁL „Við áttum gott sam-
tal og ég lýsti vonbrigðum mínum
með aðgerðir sem Bandaríkin og
Evrópusambandið hafa gripið til,“
er á vef utanríkisráðuneytisins haft
eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utan-
ríkisráðherra sem í gær ræddi í síma
við Mike Pompeo, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna. Guðlaugur
Þór lagði áherslu á mikilvægi far-
þegaflugs á milli landanna.
„Við þurfum að leita allra leiða til
að lágmarka þann skaða sem þessar
aðgerðir valda,“ er haft eftir Guð-
laugi um f lugbann ESB og Banda-
ríkjanna. – gar
Ræddu saman
F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 7M I Ð V I K U D A G U R 1 8 . M A R S 2 0 2 0