Fréttablaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 6
 Fólk sem taldi sig vera tryggt undir garðinum gerir það ekki lengur. Daníel Jakobsson, bæjarstjórnarmaður Ísafjarðarbæjar Það er algjörlega tilgangslaust að dæma í þessu máli ef upp- hæðirnar eru ekki háar Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður GEIRFINNSMÁL „Aðstæður í máli umbjóðanda míns eru sérstakar. Þær eru fordæmalausar. Af því leiðir að í málinu þarf að falla for- dæmalaus dómur,“ sagði Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, við aðalmeðferð í bótamáli Guðjóns gegn ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Guðjón krefst 1,3 milljarða í bætur frá ríkinu fyrir að hafa verið rang- lega sakfelldur í Geirfinnsmálinu og frelsissviptingu í 58 mánuði. Af 1.202 dögum í gæsluvarðhaldi var Guðjón í einangrun í 412 daga. Engin vitni voru leidd við aðal- meðferðina; hvorki þeir sem komu að rannsókn málsins á sínum tíma eins og boðað hafði verið né aðrir. Guðjón sjálfur gaf heldur ekki skýrslu og var ekki viðstaddur aðal- meðferðina. Ríkið krefst sýknu í málinu en eftir að ríkið greiddi út bætur í janúar, lítur settur ríkislögmaður svo á að bótaréttur hafi verið viður- kenndur í málinu. Hann hefur því fallið frá þeirri málsástæðu sinni að bótaskylda sé ekki fyrir hendi meðal annars vegna fyrningar. Í málinu er hins vegar enn deilt um fjárhæð bóta og þá málsástæðu rík- isins að Guðjón hafi sjálfur stuðlað að eigin tjóni og þjáningum með því að hafa afvegaleitt rannsakendur og dómara með yfirlýsingum sínum á meðan á gæsluvarðhaldi stóð. Settur ríkislögmaður sagði að meta þyrfti hvort þær yfirlýsingar hefðu þýðingu fyrir bótarétt hans og dró þá ályktun, með vísan til reglna skaðabótaréttarins um eigin sök, að sá sem játi á sig sök, gefi yfir- lýsingar eða láti frá sér upplýsingar sem fela í sér að rannsakendur þurfi að rannsaka mál frekar og þá eftir atvikum beita viðeigandi rann- sóknarúrræðum, geti ekki samhliða gert kröfu um skaðabætur. Lögmaður Guðjóns hafnaði því að Guðjón hefði afvegaleitt rann- sakendur og dómara. Þvert á móti sýndu gögn málsins að rannsakend- ur hefðu leitt Guðjón áfram í fram- burði sínum allt frá upphafi. Hann benti í því sambandi á skýrslur sem teknar voru af nafngreindum manni og fjölskyldu hans í október 1975, löngu áður en fyrstu handtök- ur fóru fram vegna hvarfs Geirfinns. Maðurinn, Guðmundur Agnarsson, hafði lýst því yfir við fjölskyldu- meðlimi að hann hefði verið í hópi fjögurra manna sem fóru til fundar við Geirfinn Einarsson í dráttar- brautinni í Kef lavík kvöldið sem Geirfinnur hvarf. Geirfinnur hefði farið út á litlum báti til að sækja spíra og ekki komið til baka. Hann neitaði hins vegar aðild að málinu í skýrslutöku hjá lögreglu og sagði að um fylleríisraus hefði verið að ræða. Saga Guðmundar hafi síðar orðið rauður þráður í framburði þeirra sem játuðu aðild að málinu og sam- bærileg niður í smæstu smáatriði þótt ekkert þeirra hafi þekkt Guð- mund þennan eða vitað af tilvist hans fyrr en áratugum síðar. Upp- runi frásagnarinnar um mennina fjóra og bátinn í dráttarbrautinni sýni fram á að sakborningar hafi verið leiddir af rannsakendum en ekki öfugt. Settur ríkislögmaður fjallaði um þær bætur sem þegar hafa verið greiddar út í málinu á grundvelli nýlega samþykktra laga þar um. Hann sagði að þótt fallast mætti á bótaskyldu sem gert hefði verið, hlyti ríkið að grípa til varna þegar jafn hárra bóta væri krafist og Guð- jón gerði. Ragnar sagði miður að ríkið skyldi ekki hafa lýst því yfir og viðurkennt að vissulega hefði verið hræðilegt hvernig brotið hefði verið gegn Guðjóni, þótt það óttist kostnað af því. „Það er algjörlega tilgangslaust að dæma í þessu máli ef upphæðirnar eru ekki háar; Ef við viljum ekki búa í betra samfélagi sem er reiðu- búið, ef það gerir stórfelld mistök og sviptir menn nánast lífinu, að bæta það og senda skilaboð til framtíðar- innar. Svona háar bætur eru til þess að senda skilaboð til framtíðarinn- ar,“ sagði Ragnar. Dóms er að vænta í málinu innan fjögurra vikna. adalheidur@frettabladid.is Segir Guðjón hafa afvegaleitt rannsóknaraðila og dómara Aðalmeðferð í bótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar fór fram í gær. Tekist var á um bótafjárhæð og eigin sök Guðjóns á tjóni sínu og þjáningum. Engin vitni voru leidd við aðalmeðferðina. Guðjón gaf ekki að- ildarskýrslu og var ekki viðstaddur. Hann krefst 1,3 milljarða af ríkinu í bætur vegna Geirfinnsmálsins. Settur ríkislögmaður, Andri Árnason hrl., flutti málið af hálfu ríkisins í héraðsdómi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR COVID-19 Rúmur fjórðungur lands- manna finnur fyrir miklum kvíða vegna COVID-19. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup. Rúmlega fjórir af hverjum tíu finna fyrir litlum eða engum kvíða og ríflega þrír af hverj- um tíu hvorki mikils né lítils kvíða. Einungis þrjú prósent hafa ekki breytt venjum sínum að neinu leyti til að forðast smit. Nær níu af hverj- um tíu þvo eða spritta hendur sínar oftar eða betur en áður. Þá vinna 17 prósent heima hjá sér að öllu leyti eða að hluta. Könnunin var gerð 13. til 16. mars. Úrtaksstærð 1.272 einstaklingar 18 ára eða eldri af öllu landinu, var þátttökuhlutfallið 55,1 prósent. – ab Fjórðungur finnur fyrir miklum kvíða VIÐSKIPTI Flugfélagið SAS sem er að hluta að í eigu danska og sænska ríkisins hefur fengið ábyrgðir frá þessum löndum upp á jafnvirði 42 milljarða íslenskra króna til að hindra gjaldþrot. Þetta kemur fram á vef danska ríkisútvarpsins. SAS er gríðarlega mikilvægt í mörgu tilliti fyrir þessi lönd. „Það ástæða þess að að danska ríkið og sænska ríkið, sem tveir stærstu eig- endurnir, hafa ákveðið að veita til að byrja með ábyrgðir fyrir í allt að þremur milljörðum sænskra króna [42 milljörðum íslenskra króna],“ er haft eftir Nicolai Wammen, fjár- málaráðherra Danmerkur í frétta- tilkynningu. Wammen segir þessar ábyrgðir fyrsta skrefið og undirstrikar að sögn Danmarks Radio að danska ríkið sé reiðubúið að gera „hvaðeina sem er nauðsynlegt“ til að tryggja að SAS lifi af. „Um er að ræða fyrsta skrefið og danska ríkið vill sem framsýnn og ábyrgur meðeigandi í SAS fylgjast grannt með þróun mála og gera hvaðeina sem er nauðsynlegt til þess að SAS komist í gegn um krís- una og verða áfram starfhæft,“ segir Wammen. Gengi hlutabréfa SAS hefur fallið um 40 prósent á einum mánuði. Á sunnudaginn sagði félagið upp 90 prósentum af starfsfólki sínu. – gar SAS fær ríkisábyrgð að jafnvirði 42 milljarða króna til að mæta áföllum vegna veirunnar VESTFIRÐIR Eftir tilkynningu Veð- urstofunnar um snjóflóðahættu var ákveðið að rýma íbúðarhús ofarlega í þorpinu á Flateyri, tvö íbúðarhús á Patreksfirði og nokkur atvinnuhús á Ísafirði í gær. Þá var varðskipið Týr sendur vestur til að aðstoða Vestfirðinga ef illa færi. Daníel Jakobsson, oddviti Sjálf- stæðismanna í bæjarstjórn Ísa- fjarðarbæjar, ræddi við nokkra íbúa á Flateyri í gær og segir að þar séu íbúar varkárir. Sumir höfðu þegar fært sig um set áður en til rýmingar kom. „Fólk sem taldi sig vera tryggt undir garðinum gerir það ekki lengur,“ segir hann. Aðeins tveir mánuðir eru síðan f lóð féll á Flateyri og litlu mátti muna að illa færi. Flóðið fór yfir garðinn og fjórtán ára stúlku var bjargað úr f lóðinu sem barst inn á heimili hennar. Daníel segir garð- inn sjálfan ekki skemmdan eftir það flóð en ljóst sé að hann sé ekki jafn öruggur og áður var talið. Auk íbúðarhúsnæðis er höfnin á Flateyri á hættusvæði en í janúar skemmdust margir af bátum Flateyringa. „Það er búið að taka bátana alla upp á land,“ segir Daníel aðspurður um viðbrögð útgerðar- manna. „Almennt séð erum við brött en við erum orðin hundleið á þessu veðri. Þetta er búið að vera alveg ömurlegt tíð frá áramótum,“ segir Daníel. „En við erum öllu vön og vinnum út frá því.“ – khg Rýmdu nokkur hús á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu SAS sagði upp 90 prósentum starfsmanna á sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN COVID -19 Alls greindist 41 með COVID-19 í gær sem er það mesta á einum degi síðan faraldurinn kom til landsins. Þegar blaðið fór í prentun stóð heildartalan því í 240 manns en fimm hafa verið útskrif- aðir úr einangrun, læknaðir af sjúk- dómnum. Þá eru um 2.200 manns í sóttkví. Alls hafa um 5.000 sýni verið tekin, 2.300 á Landspítal- anum og 2.600 í skimun Íslenskrar erfðagreiningar. – khg Veirutilfellum fjölgar hratt Margrét Þórhildur flytur ávarp sitt. DANMÖRK Margrét Þórhildur Dana- drottning ávarpaði í gærkvöld þjóð sína í Danmarks Radio og brýndi fyrir fólki að hlýða öllum fyrirmælum stjórnvalda í viðleitninni til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar. „Þetta er keðja sem við þurfum að rjúfa og getum rofið,“ sagði Mar- grét. Hins vegar væru sumir sem ekki tækju málið nógu alvarlega. „Það er hugsunarlaust og tillitslaust,“ sagði Margrét um þá sem halda sam- kvæmi í tilefni af stórafmælum og álíka á sama tíma og barist væri gegn kórónaveirunni sem gæti svipt marga ástvinum sínum. Á blaðamannafundi fyrir ávarp Danadrottningar tilkynnti Mette Frederiksson að í dag tæki gildi bann gegn samkomum með fleiri en  tíu manns. „Að þessu sinni þurfum við að sýna samstöðu með því að halda fjar- lægð,“ sagði Margrét Þórhildur. - gar Danadrottning brýndi til dáða 1 8 . M A R S 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.