Fréttablaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 44
Viðmælendur Frétta-blaðsins búa víða í Evrópu og þurfa nú að laga sig að breytt-um siðum í hverju landi. Öll halda þau þó ró sinni enda skynsamlegast að krossa fingur og vona það besta. Ræktar garðinn sinn Andri Björn Róbertsson óperu- söngvari býr í Whitley Bay við norð- austurströnd Englands ásamt eigin- konu sinni Ruth og börnum þeirra tveimur. Hann segir COVID-9 vissu- lega hafa haft nokkur áhrif á líf sitt. „Ég var að byrja æfingar við Óperuhúsið í Amsterdam en nú hefur okkur verið tilkynnt að það þurfi að fresta þeim og engin trygg- ing varðandi sýningar eða laun,“ segir Andri Björn sem hafði reikn- að með að þessar tekjur myndu duga fjölskyldunni fram á haust. „Síðan veit maður ekkert hvern- ig þetta ástand þróast eða hversu lengi samfélagið verður í lama- sessi en við komumst út úr þessu. Nú er ég kominn heim til mín aftur og hugsa um börnin og held áfram undirbúningi fyrir næstu verkefni, sem ég veit ekki hvort verður af, og rækta garðinn minn. En ég er ungur og hraustur, og hef því meiri áhyggjur af þeim sem eldri eru og þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma.“ Æðruleysi og öflugt fjarnám Listneminn Alma Dögg Fanneyjar- dóttir tekur á móti okkur á næsta viðkomustað, þeirri dásamlegu borg Barcelona á Spáni. „Skólanum hefur verið lokað en kennararnir eru mjög almennilegir. Þau eru til staðar ef við höfum einhverjar spurningar eða áhyggjur og eru bara að hvetja okkur til að halda áfram að vinna í listinni okkar,“ segir Alma Dögg. „Við tölum við kennarana á hverjum degi því þau verða að vera viss um að allt sé í lagi hjá okkur. Nokkrir bekkjarfélagar mínir eru farnir aftur til heimalanda sinna og skólinn er með öflugt fjarnám á netinu. Ein stelpa í skólanum mínum er búin að skipuleggja dagskrá fyrir 21 dag þar sem við fáum verkefni fyrir daginn eins og til dæmis að hug- leiða. Ég átti að byrja í nýrri vinnu á í dag en því var frestað,“ heldur hún áfram. „Allt er lokað nema apótek og búðir og þau hleypa inn í hollum og löggan hefur verið að senda fólk heim ef það er ekki með gilda ástæðu til að vera úti. Ég hef reynt að nýta tímann sem mest og bara dunda mér. Við her- bergisfélagarnir höfum verið að elda saman og ég reyni að mála og bara halda mér upptekinni. Klukkan 20.00 fara allir út á svalir og klappa fyrir fólkinu sem starfar í heilbrigðiskerfinu.“ Dauft yfir djamminu Í Berlín hittum við fyrir Andreu Björk Andrésdóttur, hreyfimynda- hönnuð og grínista, þar sem hún býr ásamt kærasta sínum Jóni Eðvald. „Hérna í Berlín undu ráð- stafanir tiltölulega hratt upp á sig, það eru kannski helstu viðbrigðin. Í miðri síðustu viku vissi fólk ekki hversu hart yrði tekið á þessu og núna hafa landamæri, skólar og Berghain lokað,“ segir hún sem sjálf- sagt segir sitt að jafnvel hinn rómaði næturklúbbur hafi skellt lás. Andrea bætir við að á næstu dögum verði síðan öllum versl- unum sem ekki gegni mikilvægu hlutverki lokað. „Sem sagt allt nema matvöruverslanir og apótek skilst mér. Brjálað í Bauhaus Það var víst kraðak í Bauhaus í gær. Allir að kaupa sér dót til að föndra og dytta að heimilinu næsta mán- uðinn. Á fimmtudag í síðustu viku var tekin ákvörðun um að loka Comedy Café Berlin, leikhúsinu sem ég sýni í um hverja helgi, og það hefur haft svolítil áhrif á mitt daglega munstur. Ég er „freelance art director“ þannig að ég get auðveldlega unnið að heiman. Ég er einmitt að vinna að hönnun fyrir The Berlin School of Public Health, sem passar ágæt- lega við ástandið. Þetta er samt að koma hart niður á öllum mínum vinum í skapandi greinum hérna,“ segir hún og þá sérstaklega sviðs- listafólkinu; grínistum, tónlistar- mönnum og fleirum. Andrea segist verða vör við alla hugsanlega möguleika á viðbrögð- um og undirbúningi við faraldr- inum. „Brauð og klósettpappír eru oft uppseld og annað þannig dót. Hins vegar voru 18 gráður og sól í gær og ég sá fullt af fólki sem var úti að njóta, spila fótbolta og ég veit ekki hvað og hvað. Þannig að það eru augljóslega ekki allir að taka þessu alvarlega. En þetta breytist örugglega á næstu dögum. Ég og Jón Eðvald höldum okkur allavega mest inni nema það sé brýn nauðsyn að sækja eitthvað,“ segir hún og bætir við að: „Fólk er að reyna að finna sér leið- ir til að vera ekki einmana þótt það sé að einangra sig. Það er til dæmis búið að bjóða mér í Dungeons & Dragons Skype- hóp, fólk er svolítið að spila borðspil saman á netinu með Tabletop Simulator. Annars ætla ég bara að reyna að lesa, mála, gera jóga og díla við skattafram- talið. Hluti sem sitja venjulega á hakanum í amstri dagsins.“ Skólinn í iPaddinum Í Noregi býr Jóhannes Kjartans- son ljósmyndari ásamt Hildi Her- mannsdóttur og dætrum þeirra tveimur. „Í Ósló var öllum skólum lokað á föstudaginn. Hildur vinnur sem aðstoðarkennari í 1. bekk í Steinerskólanum og er því heima með Mayu og Nínu, dætrum okkar. Maya hefur notað iPad frá skól- anum í vetur og er því undirbúin fyrir fjarnám sem kennarinn fylgir vel eftir. Hildur mætir örfáa daga til að passa börn fólks í samfélagslega mikilvægum störfum en fær annars greitt fyrir tapaða daga frá ríkinu,“ segir Jóhannes. Handspritt og hanskar „Ég starfa sem fasteignaljósmynd- ari og er því venjulega inni á 4-5 heimilum daglega. Ég þarf að fylgja ströngum reglum: Nota handspritt og hanska og engin handabönd. Og ég verð að spyrja hvort húsið sé í sóttkví og ef svo er þá á ég að hlaupa öfugur út aftur. Verkefnafjöldinn hefur minnkað talsvert en margir kjósa að skilja eftir lykil að íbúðinni frekar en að hitta mann í eigin persónu, sem hentar mér ágætlega því þá get ég hlustað á eigin tónlist. Við reynum að hafa plan fyrir stelpurnar á virkum dögum og fara Daglegt líf á tímum kórónaveirunnar COVID-19 fór umhverfis jörðina á allt of fáum dögum með ógn, skelfingu og í verstu tilfellum með lífsháska í eftirdragi. Lífið verður þó að halda áfram og Fréttablaðið hleraði nokkra Íslendinga sem nú takast á við ógnina. Tilveran tekur á sig ýmsar undarlegar myndir í skugga COVID-19 þannig að nú kippir fólk sér varla lengur upp við að mæta heilbrigðisstarfsfólki í geimbúningi á förnum vegi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Andri Björn Róbertsson. Alma Dögg Fanneyjardóttir. Andrea Björk Andrésdóttir. Jóhannes Kjartansson. 1 8 . M A R S 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R20 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.