Fréttablaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 20
milljónir króna var launa- kostnaður TIF vegna eins starfsmanns og stjórnar. 35 Eru frumvarps- drögin til þess fallin að færa viðskiptalíkan Kviku í átt að viðskipta- líkani KMB sem á sama tíma er óarðbært miðað við smæð bankans og núverandi umgjörð fjármálakerfisins. Úr umsögn Kviku banka Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is Steing r ímu r Birg isson, forstjóri Bílaleigu Akur-eyrar, segir að óvissan sé mikil í ferðaþjónustu og f leiri at vinnugreinum vegna kórónaveirunnar sem skekur heimsbyggðina. „Það er allt afar þokukennt um þessar mundir. Það er unnið að því að laga reksturinn að því að ferðamenn nánast hætti að koma til landsins í einhvern tíma. Við gerum ráð fyrir því að það verði lítið að gera í mars og apríl, maí verði erfiður en salan fari að aukast í júní. Vonir standa til að ástandið gangi yfir á tveimur til þremur mánuðum og það náist við- spyrna þegar líða tekur á sumarið,“ segir hann. Verulegur samdráttur Sigfús Sigfússon, forstjóri bíla- leigunnar Hertz, segist gera ráð fyrir að tekjur fyrirtækisins muni dragast verulega saman í ár vegna kórónaveirunnar . Á móti vegi að kostnaður muni lækka eitthvað. Leitast verði við að tryggja störf starfsmanna með því að ráða ekki sumarstarfsfólk. Alla jafna starfi fjöldi sumarstarfsmanna hjá fyrir- tækinu. Björn Ragnarsson, framkvæmda- stjóri Kynnisferða, segir að aðgerðir fyrirtækisins um þessar mundir miðist við að ferðamenn hætti að koma til landsins. „Þetta verður stutt og djúp lægð,“ segir hann. „Ég held hins vegar að haustið muni koma sterkt inn.“ Ef það komi helmingurinn af þeim ferðamönnum í sumar sem komu til landsins í fyrra væri það vel af sér vikið, að mati Björns. Síð- astliðið sumar komu 678 þúsund ferðamenn, sem var um sextán pró- senta fækkun frá árinu áður, sam- kvæmt tölum frá Ferðamálastofu. Bíða eftir stjórnvöldum Guðjón Ármann Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Hópbíla, segir að við þessar aðstæður sé einn dagur tek- inn í einu í rekstrinum. „Salan gekk vel í janúar og febrúar og í byrjun marsmánaðar, en undanfarna daga hafa bókanir þornað upp. Við bíðum eftir að sjá hvaða aðgerðaáætlun kemur frá stjórnvöldum og þá getum við metið hver næstu skref verða.“ Ýmsir viðmælendur Markaðar- ins í ferðaþjónustu horfa til þess að nýta sér að ríkið muni bjóða upp á að starfsmenn í skertu starfshlut- falli geti sótt um atvinnuleysisbæt- ur. Ennfremur nefna þeir að frestun opinberra gjalda væri til bóta. Landamærum hefur verið lokað og víðtækum samkomubönnum hefur verið komið á í heiminum næstu fjórar vikur, til að sporna við smitum vegna kórónaveirunnar. Það gerir það að verkum að lítið verður um ferðalög. Stór f lugfélög hafa dregið verulega úr framboði á f lugsætum eða um 75-90 prósent. Icelandair eina flugfélagið? „Við þurfum að vera undir það búin að Icelandair verði eina flugfélagið sem f lýgur hingað til lands í ein- hvern tíma,“ segir Björn. Mögulega muni f lugfélög sem f lugu hingað áður, beina sjónum sínum að stærri mörkuðum fyrst um sinn. Þá reyni á að skapa hvata til að örva eftirspurn og að Icelandair geti stutt við bakið á íslenskri ferðaþjónustu. Guðjón Ármann segir að tryggja þurfi lífvænlegum fyrirtækjum aðgang að lausafé á góðum kjörum svo þau geti f leytt sér áfram. „Mér sýnist fyrstu tillögur frá hinum Norðurlöndunum nokkuð skyn- samar leiðir til að verja störf hjá fyrirtækjum þar sem þau greiða megnið af launum starfsmanna sem ella hefði verið sagt upp. Það bjargar hvorki störfum né fyrirtækjum ef greiða þarf uppsagnarfrest í nokkra mánuði á sama tíma og sáralitlar tekjur koma inn.“ Hann leggur til að tryggingagjald og jafnvel aðrir skattar verði lækk- að, að minnsta kosti á þær atvinnu- greinar sem kórónaveiran bitnar hvað mest á, sem er ferðaþjónusta – hótel og veitingageirinn, enda hafa álögur á atvinnulífið aukist umtals- vert undanfarið. Sigfús er sammála því að lækka verði tryggingagjaldið og nefnir að Hertz greiði um fimm milljónir á mánuði í tryggingagjald. Dragi hækkun til baka Steingrímur segir að frá áramótum hafi bílaleigur þurft að greiða full vörugjöld af bílum. „Við þessar aðstæður þarf að draga þá ákvörðun til baka. Bílaleigur keyptu á síðasta ári fimm þúsund bíla af bílaumboð- unum. Það er því um háar fjárhæðir að tef la. Í ofanálag hefur gengi krónu veikst að undanförnu og því hefur verð á bílum sem við erum að kaupa hækkað um tugi milljóna. Þá þarf að afnema bifreiðagjöldin fyrir seinni hluta ársins til að létta undir með rekstraraðilum í sumar.“ Sigfús segir Hertz hafa verið með um 2.700 bíla í fyrra og reiknar með að f lotinn muni telja um um 2.000 í ár. „Í samvinnu við bílaum- boðin erum við að takast á við stöðuna. Hætt hefur verið við kaup á einhverjum bílum og aðrir verða geymdir á tollfrjálsu svæði í Rot- terdam og á Íslandi. Þegar ástandið batnar verðum við f ljótir að taka bílana í notkun.“ Björn segir fjölda funda og ráðstefna sem hafi átt að vera í vor hafa verið frestað til hausts. „Þess vegna held ég að haust- ið og veturinn verði sterkur.“ Björn nefnir að fjöldi þjóða hafi boðað markaðsherferðir sem beint verður að ferðamönnum þegar kórónaveir- an hefur gengið yfir. „Það mun leiða til fleiri ferðamanna til Íslands.“ Sjá fram á stutta en djúpa lægð Bílaleigur og rútufyrirtæki búa sig undir að ferðamenn nánast hætti að koma í einhvern tíma. Beðið eftir aðgerðaplani stjórnvalda til að geta ákveðið næstu skref. Telur að haustið verði sterkt í ferðamennsku. Það blæs ekki byrlega í ferðaþjónustu. Fyrirtækin búa sig undir lítil viðskipti næstu vikur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Þurfum áætlun til að styrkja fjárhag fyrirtækja Björn Ragnarsson, framkvæmda- stjóri Kynnisferða, segir að sam- drátturinn næstu vikur og mánuði muni höggva í eigið fé fyrirtækja og einhver muni ekki lifa það af. Stjórnvöld og bankar þurfi því að hafa áætlun um það hvernig eigi að byggja félögin upp að nýju, svo drjúgum tíma verði ekki varið í að endurskipuleggja fjárhag þeirra. „Við þurfum að vera tilbúin á bensíngjöfinni þegar ferðamenn fara aftur að ferðast,“ segir hann. Þegar ferðamenn verða aftur reiðubúnir að ferðast verður lausafé margra fyrirtækja uppurið og þau með skuldahala. „Það færi mikil orka í að reka fyrirtækið áfram með þeim hætti. Það þarf að vera einhver sýn á lausnina þegar við komum út úr þessu svo fyrirtækin geti verið tilbúin. Það þarf að vera bensín á tankinum til að sækja aftur viðskipti,“ segir Björn. Hann nefnir að Danir og Norð- menn hafi boðað að setja mikla fjármuni í björgunarsjóði félaga. „Við eigum að horfa til þess að gera eitthvað slíkt svo fyrirtækin geti komið sér aftur upp á lapp- irnar. Það má ekki taka marga mánuði því þá fara ferðamennirn- ir á aðra áfangastaði. Það verður samkeppni um að fá ferðamenn.“ Rek strarkostnaður Tr yg g-ingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta (TIF) nam 193 milljónum á árinu 2019 samkvæmt nýbirtum ársreikningi sjóðsins. Á árinu var einn starfsmaður á launum, Brynjar Kristjánsson framkvæmdastjóri. Gjaldfærð laun hans og stjórnar tryggingasjóðsins námu 28,2 milljónum á árinu, og launatengd gjöld 6,9 milljónum. Annar rekstrarkostnaður TIF, sem hefur aðstöðu í Húsi atvinnu- lífsins, nam 37 milljónum. Sam- kvæmt svari frá TIF nær annar rekstrarkostnaður til ýmissar vöru og þjónustu sem TIF kaupir hjá þriðju aðilum. „Hér má nefna lögfræðiþjónustu, bókhaldsþjónustu og endurskoð- un, tölvuþjónustu og utanumhald með vefsíðu og öðru kynningar- efni, húsaleigu, kostnað vegna skjalavörslu og gagnagrunns, auk almenns rekstrar skrifstofu sjóðs- ins,“ segir í svari sjóðsins.  Einn- ig tekur þetta til þátttöku TIF í erlendu samstarf i, bæði vegna aðildargjalda samtakanna IADI og EFDI og ferða á ráðstefnur á vegum þessara samtaka. Ferðakostnaður innanlands fellur einnig hér undir. Innistæðudeild sjóðsins útvistar vörslu fjármuna til Íslandsbanka, Kviku banka og Íslenskra verð- bréfa. Heildareignir deildarinnar voru 43,9 milljarðar króna í lok árs 2019 og þar af voru 42,7 milljarðar bundnir í ríkisskuldabréfum, bæði innlendum og erlendum. Raun- ávöxtun ársins var 6,54 prósent. Kostnaður við eftirlit, ráðgjöf og umsýslu verðbréfasafns  TIF nam tæplega 121 milljón króna á síðasta ári. Þar af nam umsýsluþóknun fyrir vörslu 101 milljón króna, gjöld til eftirlitsstofnana 12 milljónum og ráðgjöf 7 milljónum. Helsta hlutverk TIF er að tryggja innistæðueigendur fyrir greiðslu- erfiðleikum fjármálastofnana. Lág- marks tryggingarfjárhæð á Íslandi er bundin gengi evru og jafngildir á hverjum tíma 20.887 evrum, eða sem nemur tæplega 3,2 milljónum króna miðað við núverandi gengi. Ný ting f jár muna TIF, hafa einungis verið ætlaðir til endur- greiðslu til innistæðueigenda vegna falls lánastofnunar, tekur brey ting um með innleiðing u Evóputilskipananna BRRD og DGS III. Reglur BRRD og DGS III gera ráð fyrir aðkomu innistæðutrygginga- sjóðs  að skilameðferð fjármála- fyrirtækja. – þfh Rekstur TIF kostaði 193 milljónir króna Forsvarsmenn Kviku banka gera margvíslegar athuga-semdir við drög að frumvarpi um varnarlínu á milli viðskipta- og fjárfestingarbankastarfsemi, sem birt voru í samráðsgátt stjórnvalda í síðasta mánuði, og telja hætt við því að samþykkt þeirra muni festa í sessi sameiginlega markaðsráðandi stöðu stóru viðskiptabankanna þriggja. „Eru frumvarpsdrögin til þess fallin að færa viðskiptalíkan Kviku í átt að viðskiptalíkani KMB [kerfis- lega mikilvægra eftirlitsskyldra aðila] sem á sama tíma er óarð- bært miðað við smæð bankans og núverandi umgjörð fjármála- kerfisins,“ segir í umsögn Kviku við drögin sem forstjórinn Marinó Örn Tryggvason skrifar undir. Þannig sé grunnur lagður að því að öll fjár- málafyrirtæki verði steypt í sama mót. Samkvæmt frumvarpsdrögun- um, sem er ætlað að hrinda í fram- kvæmd einni af megintillögum hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið sem gefin var út í lok árs 2018, verður hámark sett á stöðutöku kerfislega mikilvægra viðskiptabanka og sparisjóða í fjár- málagerningum og hrávörum. Auk þess er lagt til að Fjármála- eftirlitinu verði heimilað að tak- marka viðtöku viðskiptabanka og sparisjóða á innlánum, óháð því hvort þeir teljist kerfislega mikil- vægir, ef stöðutaka þeirra í fjár- málagerningum og hrávörum fer umfram þrjátíu prósent af eigin- fjárgrunni þeirra og getur ógnað hagsmunum innlánseigenda. Kvika segir að síðari tillagan veki „töluverða undran“ enda hafi á fyrri stigum verið lagt upp með að tak- marka aðeins stöðutöku kerfislega mikilvægra viðskiptabanka, en fjárfestingarbankinn er ekki í þeim hópi. Nú sé búið að breyta um kúrs án þess að það sé rökstutt sérstak- lega. „Verði frumvarpsdrögin sam- þykkt í óbreyttri mynd,” segir í umsögn Kviku, „mun það hafa óveruleg áhrif á KMB, en aftur á móti er hætt við að það muni hafa umtalsverð áhrif á þau fjármálafyr- irtæki sem ekki teljast vera kerfis- lega mikilvæg, bæði þau sem nú eru til staðar og jafnframt þau sem eiga eftir að hasla sér völl á þessum markaði.“ Drögin séu þannig sérstaklega hamlandi fyrir smærri fjármálafyr- irtæki sem séu í sókn á mörkuðum þar sem stóru bankarnir hafi verið yfirráðandi og verði í fyrirséðri framtíð. Takmörkun á starfsemi smærri fyrirtækjanna muni veikja stöðu þeirra í samkeppninni við þau stærri. – kij Veiki samkeppnisstöðu smærri fjármálafyrirtækja Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku. 1 8 . M A R S 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.