Fréttablaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 45
út úr húsi þegar við getum, helst í göngutúra úti í náttúrunni. Þar er fólk mjög tillitssamt og allir halda sinni fjarlægð. Um að gera að nýta frelsið á meðan það er til staðar og við reynum að eiga alltaf einnar viku matarbirgðir í ísskápnum ef að algjört útgöngubann fer í gang, sem gæti vel gerst þá og þegar. En við krossum fingur og vonum það besta.“ Heimaskrifstofa í borðstofunni Á næsta bæ, Kaupmannahöfn, starfar Baldvin Þormóðsson sem hugmyndasmiður á auglýsinga- stofu en hann býr í borginni ásamt kærustunni sinni, Bryndísi Thelmu. „Skólar og skrifstofur hafa lokað þannig að ég er því bara heimavinn- andi og kærastan lærir heima. Við breyttum borðstofunni í heima- skrifstofu og sitjum þar með heima- lagað kaffi allan daginn,“ segir Bald- vin. Á fundum í náttbuxum „Við erum bæði mjög heimakær þannig að þetta truf lar okkur ekki svo mikið. Mér finnst dálítið skemmtilegt að vera á fundum í vefmyndavélinni á náttbuxum. En það er mikilvægt að gleyma ekki að viðra sig. Við förum í langan göngu- túr á hverjum degi og fórum meira að segja í frisbígolf í almennings- garði hér rétt hjá í fyrradag,“ heldur hann áfram. „Við erum bæði mjög miklir sæl- kerar og eyðum kvöldunum í að elda góðan mat og drekka góð vín. Ég er síðan búinn að skipuleggja raf- rænan hitting með æskufélögunum á föstudaginn. Við ætlum að kveikja á vefmyndavélunum og opna okkur einn kaldan og spjalla saman. Hver á sínu heimili. Lífið heldur áfram.“ Tíu daga stofufangelsi Hringnum lokum við síðan aftur á Spáni þar sem Jórunn Steinsson athafnakona býr ásamt kærasta sínum, Friðriki Thorlacius, í bænum Orihuela Costa. „Við erum á Ori- huela Costa svæðinu á Spáni. Það er fjórði dagur í útgöngubanni í dag,“ segir Jórunn. „Löggan hefur verið að stoppa fólk og sekta fyrir að vera f leiri en einn á vappi saman og án þess að sterk ástæða liggi fyrir, það er að segja að kaupa nauðsynjar eða fara í og úr vinnu. Allir skólar og einka- rekin starfsemi sem ekki snýr að nauðsynjavörum eða heilbrigðis- þjónustu liggur niðri,“ segir hún og segir ástandið minna dálítið á hryll- ingsmyndina 28 Days Later. „Við erum á svæði þar sem van- inn er að heyra í barnaskríl og fót- boltaleikjum en það heyrist bara í fuglunum núna. Í gær fór kærastinn minn út í verslun og var stöðvaður og beðinn að gera grein fyrir sér. Þetta er mjög súrrealískt ástand. Öll verkefni sett í stopp en við höfum komið okkur vel fyrir hér í kotinu okkar með allt til alls fyrir næstu tíu daga stofufangelsi.“ steingerdur@frettabladid.is HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU – MEST LESNA DAGBLAÐ LANDSINS Það er hvergi betri staður fyrir ölpóst en inni í Fréttablaðinu. Auglýsingaefnið lendir á eldhúsborðinu þegar blaðið er opnað! Íslendingar lesa Fréttablaðið daglega að meðaltali.* Kannaðu dreiileiðir og verð í síma 550 5050 eða sendu tölvupóst á orn@frettabladid.is. Útvegum einnig hagstæð verð í prentun. 93.000 *Prentmæling Gallup, 12 - 80 ára, okt. - des. 2019. Mannnöldatölur Hagstofu Íslands 2019 Jórunn Steinsson. Baldvin Þormóðsson. Allur er varinn góður og betra að koma við hjá Íslenskri erfðagreiningu frekar en velkjast í vafa. MYND/JÓN GÚSTAFSSON L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21M I Ð V I K U D A G U R 1 8 . M A R S 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.