Fréttablaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 22
Við viljum forðast
spákaupmennsku á
mörkuðum.
Bruno Le Maire,
fjármálaráðherra
Frakklands.
Kristinn
Ingi Jónsson
kristinningi@frettabladid.is
Fjölmörg Evrópuríki hafa á undanförnum dögum lækkað eða afnumið sér-stakan sveif lujöfnunar-auka sem leggst ofan á eiginfjárkröfur banka
í því augnamiði að auka svigrúm
banka til þess að hjálpa heimilum
og fyrirtækjum að takast á við
afleiðingar kórónaveirunnar.
„Þegar hagkerfið verður fyrir
verulegu höggi er mikilvægt að
bankar haldi áfram að lána til
heimila og fyrirtækja. Það sem við
erum að gera er að stórauka lána-
getu þeirra,“ sagði Erik Thedéen,
forstjóri sænska f jármálaeftir-
litsins, þegar hann tilkynnti um
lækkun sveif lujöfnunaraukans á
sænska banka úr 2,5 prósentum í
núll prósent síðasta föstudag.
Norsk stjórnvöld ákváðu sama
dag að lækka sveif lujöfnunarauk-
ann þar í landi úr 2,5 prósentum í
eitt prósent, að ráðleggingu Seðla-
banka Noregs, en yfirvöld í Dan-
mörku höfðu daginn áður gripið til
þess ráðs að hætta við fyrirhugaða
hækkun á eiginfjáraukanum - úr
1,5 prósentum í tvö prósent - og
af létta honum þess í stað alfarið.
Var markmiðið sagt að „hjálpa lána-
stofnunum að halda áfram að veita
nægilega mikið af útlánum“, eins og
það var orðað í tilkynningu danska
fjármálaráðuneytisins, en þar kom
jafnframt fram að afléttingin gerði
það að verkum að þarlendir bankar
gætu aukið útlán sín um allt að 200
milljarða danskra króna.
Núll prósent í tvö ár
Breska fjármálastöðugleikanefndin
dró einnig til baka í liðinni viku
fyrirhugaða hækkun á sveif lu-
jöfnunaraukanum – úr einu í tvö
prósent - og ákvað að lækka hann í
núll prósent. Var tekið sérstaklega
fram í yfirlýsingu nefndarinnar að
hún gerði ráð fyrir að eiginfjárauk-
inn yrði núll prósent í að minnsta
kosti tvö ár.
„Þetta þýðir að engar hindranir
ættu að standa í vegi fyrir því að
bankar veiti lánsfé til hagkerfis-
ins og mæti þörfum fyrirtækja
og heimila í gegnum tímabundna
erf iðleika,“ sagði í yf irlýsingu
nefndarinnar.
Lækkunin verður til þess að
útlánageta breskra banka mun
aukast um allt að 190 milljarða
punda, að sögn Englandsbanka, en
það jafngildir þrettánfaldri fjárhæð
nettólána banka landsins til fyrir-
tækja á síðasta ári.
Til viðbótar hefur umræddur
sveif lujöfnunarauki ýmist verið
lækkaður eða afnuminn síðustu
daga í Belgíu, Hong Kong, Litháen
og Tékklandi. Hafa ber í huga að
minnihluti Evrópuríkja nýtir
heimildir til þess að leggja á sveiflu-
jöfnunarauka.
Eiginfjáraukanum er til útskýr-
ingar ætlað að auka viðnámsþrótt
fjármálakerfisins og milda þar með
fjármálasveif lur. Þannig er hugs-
unin sú að aukinn hækki samhliða
vexti í kerfisáhættu, þegar upp-
sveif la verður í fjármálakerfinu,
en lækki þegar harðnar á dalnum
í niðursveif lu. Hámark sveif lu-
jöfnunaraukans er 2,5 prósent og
er honum því ætlað að sveiflast frá
núlli að þeim mörkum yfir fjár-
málasveifluna.
Evrópuríki slaki á kröfum
Evrópsk bankamálayfirvöld sögð-
ust í síðustu viku ætla að slaka á
reglum um eiginfjárkröfur til evr-
ópskra banka, til þess að hjálpa
bönkunum að takast á við lausa-
f járvanda sem mörg fyrirtæki
glíma við vegna útbreiðslu kórón-
aveirunnar. Um leið hvöttu þau
stjórnvöld í Evrópuríkjum til þess
að grípa til sams konar aðgerða
þegar kæmi að sveiflujöfnunarauk-
anum, en beiting eiginfjáraukans er
á verksviði yfirvalda í hverju ríki
fyrir sig.
„Bankar þurfa að vera í stakk
búnir til þess að halda áfram að
fjármagna heimili og fyrirtæki sem
glíma við tímabundna erfiðleika,“
sagði Andrea Enria, formaður Evr-
ópsku bankaeftirlitsstofnunarinn-
ar, við það tilefni. Stofnunin sagðist
einnig ætla að fresta álagsprófum
ársins en prófunum, sem eru árleg,
er ætlað að meta viðnámsþrótt
stærstu banka álfunnar í hugsan-
legu efnahagsáfalli.
Enria bætti þó við að lánveitend-
ur ættu að sýna „skynsemi“ þegar
þeir greiddu hluthöfum arð og
starfsmönnum bónusa. Þrátt fyrir
aukinn ríkisstuðning og sveigjan-
legri reglur ættu stjórnendur banka
áfram að kappkosta að gæta að
ábyrgð og hagsýni í rekstri.
Stóraukið svigrúm til útlána
Stjórnvöld í mörgum Evrópuríkjum hafa lækkað eða afnumið sveiflujöfnunarauka á síðustu dögum til
þess að auka útlánagetu banka. Evrópusambandið hvetur aðildarríki til þess að slaka á eiginfjárkröfum.
Veruleg lækkun á sveiflujöfnunaraukanum gæti komið til greina
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
sagði í samtali við Markaðinn í
síðustu viku að það gæti komið til
greina að sveiflujöfnunaraukinn,
sem leggst ofan á eiginfjárkröfur
bankanna, yrði lækkaður verulega.
Nýskipuð fjármálastöðugleika-
nefnd myndi taka það til skoðunar
þegar hún kæmi saman síðar í
mánuðinum.
Ásgeir benti á að sveiflujöfnun-
araukinn – sem nemur nú tveimur
prósentum eftir að hafa verið
hækkaður um 0,25 prósentustig
í byrjun síðasta mánaðar – væri
hugsaður þannig að bankarnir
hefðu borð fyrir báru til þess að
bregðast við afskriftum á útlána-
safni sínu í niðursveiflu.
„Hann er því ætlaður til þess að
mæta svona aðstæðum,“ sagði
hann.
Fyrrnefnd hækkun eiginfjárauk-
ans, sem var ákveðin á fundi fjár-
málastöðugleikaráðs í desember
árið 2018, hefur verið harðlega
gagnrýnd af þeirri ástæðu að að-
stæður í hagkerfinu séu nú allt
aðrar en í lok árs 2018. Á þeim tíma
virðist sem hækkuninni hafi verið
ætlað að vinna gegn uppsveiflu í
efnahagslífinu en hins vegar var
niðursveifla hafin þegar hækkunin
tók loks gildi í síðasta mánuði.
Niðursveiflan hefur dýpkað veru-
lega á síðustu dögum eftir því sem
áhrifa af útbreiðslu kórónaveir-
unnar hefur gætt í auknum mæli
hér á landi og annars staðar.
Belgía 0,5% → 0%
Danmörk 1,5% → 0%
England 1% → 0%
Ísland 2% → ?
Noregur 2,5% → 1%
Svíþjóð 2,5% → 0%
✿ Sveiflujöfnunarauki
Samhliða því að Englandsbanki tilkynnti um hálfs prósentustigs stýrivaxtalækkun í síðustu viku sagðist fjármálastöðugleikanefndin þar í landi ætla að
falla frá fyrirhugaðri hækkun sveiflujöfnunaraukans – úr einu prósenti í tvö prósent – og fara þess í stað með hann niður í núll prósent. MYND/AFP
Þegar hagkerfið
verður fyrir veru-
legu höggi er mikilvægt að
bankar haldi áfram að lána
til heimila og fyrirtækja.
Erik Thedéen, forstjóri sænska
fjármálaeftirlitsins
Flugfélög glíma við lausafjárvanda.
Alþjóðlegi f luggeirinn þarf á stuðningi upp á allt að tvö hundruð milljörðum dala að
halda, til að standa af sér erfiðleik-
ana sem útbreiðsla kóróna-veirunn-
ar veldur flugfélögum. Þetta er mat
alþjóðasamtaka flugfélaga, IATA.
Samtökin sögðu í gær að f lest
f lugfélög í heiminum glímdu við
alvarlegan lausafjárvanda í kjölfar
þess að stjórnvöld víða um heim
vöruðu við eða takmörkuðu ferða-
lög á milli landa.
Brian Pearce, aðalhagfræðingur
IATA, segir í samtali við Financial
Times að aðeins um þrjátíu f lug-
félög hafi borið uppi arðsemi flug-
geirans síðustu tíu ár.
„Nokkur flugfélög eru augljóslega
í mun betri stöðu til að standa af sér
tekjutap af þessari stærðargráðu, en
meirihlutinn er í mjög brothættri
stöðu,“ nefnir hann.
Til marks um erfiðleikana lækk-
aði Moody’s í gær lánshæfiseinkunn
flugfélaganna easyJet og Lufthansa
og sagðist ætla að endurskoða til
lækkunar einkunnir British Airwa-
ys og móðurfélags þess, IAG.
Sérfræðingar IATA telja að f lug-
félög muni þurfa á innspýtingu upp
á samanlagt 150 til 200 milljarða
dala að halda, auk ríkistryggingar,
til þess að lifa næstu vikur og mán-
uði af. – kij
Flugfélög þurfa
200 milljarða
dala stuðning
Stjórnvöld í fjórum Evrópuríkj-um hafa lagt tímabundið bann við skortsölu í hlutabréfum
fjölda félaga í því augnamiði að róa
fjárfesta sem óttast víðtæk efna-
hagsáhrif kórónaveirunnar.
Bannið gildir á hlutabréfamörk-
uðum í Frakklandi, Belgíu, á Ítalíu
og Spáni, en misjafnt er á milli ríkja
hve lengi það mun vara, eftir því
sem fram kemur í frétt Financial
Times.
Skort sala geng ur þannig fyr ir
sig að fjár fest ar fá lánuð hluta bréf
sem þeir selja í kjöl farið á markaði
í von um að þau lækki í verði. Fjár-
festarnir kaupa svo bréfin aftur og
skila þeim til þess sem lánaði þeim
þau upphaflega.
„Þetta er góð og nauðsynleg
ákvörðun,“ sagði Bruno Le Maire,
fjármálaráðherra Frakklands, um
skortsölubannið í gærmorgun.
„Við erum reiðubúin til þess að
ganga lengra þannig að bannið gildi
í allt að mánuð. Við viljum forðast
spákaupmennsku á mörkuðum,“
sagði ráðherrann. – kij
Sum Evrópuríki
banna skortsölu
Mörg flugfélög hafa
kyrrsett flugvélar og sagt
upp starfsfólki til að bregð-
ast við minni eftirspurn.
1 8 . M A R S 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN