Fréttablaðið - 18.03.2020, Page 24

Fréttablaðið - 18.03.2020, Page 24
Það eru of fáir sem tala opinberlega fyrir hönd íslensks viðskiptalífs og benda á staðreyndir,“ segir Ari Fenger, for-stjóri 1912, sem tók nýverið við sem formaður Við- skiptaráðs. „Ég hef í gegnum árin sagt að fleiri í atvinnulífinu ættu að tjá sig opinberlega. Orðræðan hefur verið óvægin og því hafa margir veigrað sér við því. Ég ákvað því að stíga fram,“ segir hann aðspurður hvers vegna hann bauð sig fram til formanns Viðskiptaráðs. Ari bendir á að 58 prósent lands- manna beri traust til atvinnulífs- ins en 80 prósent beri engu að síður traust til síns atvinnurekanda, samkvæmt könnun Viðskipta- ráðs frá árinu 2016. „Þarna fer ekki saman hljóð og mynd. Að sjálfsögðu leggja f lestir atvinnurekendur sig fram við að starfa heiðarlega og af fagmennsku. Það er mikilvægt að atvinnulífið njóti sannmælis.“ Ari, sem gegnt hefur starfi for- stjóra 1912 í 13 ár, hefur setið í stjórn Viðskiptaráðs frá árinu 2014 og átt sæti í framkvæmdastjórn ráðsins undanfarin tvö ár. „Ég tel að reynsla mín muni nýtast Viðskiptaráði vel,“ segir hann og nefnir að hann þekki vel til rekstrar lítilla og meðalstórra fyrirtækja en þeirra rödd fái ekki að heyrast jafnmikið og hinna stærri. Fram að þessu hefur þú haldið þig til hlés í opinberri umræðu. Hvers vegna er það? „Það er hluti af uppeldinu reikna ég með. Ég hef lagt höfuðáherslu á að reka mitt fyrirtæki og ekki haft þörf fyrir að vera mikið í fjölmiðl- um. Það hefur ekki þjónað rekstri fyrirtækisins neitt sérstaklega á síðustu árum að sá sem stýrir skút- unni sé áberandi í þjóðfélagsum- ræðunni.“ Verkefnið óbreytt frá 1917 Fyrir hverju viltu berjast á vettvangi Viðskiptaráðs? „Verkefni Viðskiptaráðs hafa ekki breyst frá stofnun árið 1917. Stefnan er klassísk og stenst tímans tönn. Frá upphafi hefur það unnið að sameiginlegum hagsmunamálum atvinnulífsins og að ef la frjálsa verslun og framtak. Það sem ég hef mestar áhyggjur af um þessar mundir er samkeppnis- hæfni íslenskra fyrirtækja gagnvart erlendum keppinautum.“ Hvað er hægt að gera til að bæta úr því? „Það er margt sem spilar inn í. Það sem erfiðast er við að eiga er að laun eru þau næsthæstu innan OECD-ríkjanna. Mörgum fyrir- tækjum gengur illa að standa undir stighækkandi launakostnaði, eink- um litlum og meðalstórum fyrir- tækjum. Há laun bitna sérstaklega illa á veitingageiranum og ferða- þjónustu enda þarf margar hendur til að vinna þau störf. Það mun reyna verulega á þau fyrirtæki í ljósi samdráttar, sem er óumflýjanlegur vegna kórónaveirunnar. Það hafa miklar launahækkanir verið á undanförnum árum. Nefna má sem dæmi launahlutföll hjá stóru veitingafyrirtæki. Laun sem hlutfall af tekjum var 39 prósent árið 2015 en fór yfir 50 prósent í janúar síðastliðnum. Engu að síður hafði fyrirtækið hagrætt í rekstri og sameinast öðrum til að njóta stærðarhagkvæmni. Þetta rekstrar- umhverfi er ekki sjálf bært.“ Vor u lífsk jara samningar nir feilspor? „Ég tek ekki svo djúpt í árinni. lífskjarasamningarnir voru mikil- vægir til að skapa ró á almennum vinnumarkaði, en eru engu að síður erfiðir viðureignar fyrir fyrirtæki sem eru með marga ófaglærða á launaskrá. Það hefur sýnt sig að það geta ekki öll fyrirtæki staðið undir hækkununum. Það má taka tvö dæmi til að lýsa áhrifum lífskjarasamninganna á rekstur fyrirtækja. Annars vegar stórt fyrirtæki sem er með fjölda sérfræðinga í vinnu á ágætum launum. Við lífskjarasamningana gæti launakostnaður hafa aukist um 1,5 prósent. Hins vegar má reikna með því að launakostnaður meðal- stórs ræstingafyrirtækis hafi aukist um 8,5 prósent. Um 85 prósent af kostnaði fyrirtækisins eru laun og launatengd gjöld. Það gefur auga leið að þær hækkanir þurfa að leita út í verðlagið. Það er ógerningur að hagræða nóg í rekstrinum til að mæta hækkununum.“ Er eitthvað hægt að gera við háum launum úr því sem komið er? „Við höfum hvatt stjórnvöld til að koma til móts við atvinnulífið með því að lækka tryggingagjaldið. Það myndi hjálpa mikið.“ Áhyggjur af kórónaveirunni Hvernig horfir kórónaveiran við þér með tilliti til efnahagsáhrifa á Íslandi? „Ég hef miklar áhyggjur af stöðu mála. Eins og ég nefndi áðan hef ég mestar áhyggjur af ferðaþjónust- unni og veitingageiranum. Ég tel að allt árið 2020 verði erfitt fyrir ferða- þjónustuna. Þess vegna fagna ég því að stjórnvöld stigu fram í liðinni viku og boðuðu aðgerðir. Ég veit þó að unnið er að frekari aðgerðum og að stjórnvöld hafa verið í góðu sam- tali við atvinnulífið. Ég vil hvetja stjórnvöld til að ganga fremur lengra en skemmra í þessum efnum. Ef það kemur í ljós að gengið hefur verið of langt er hægt að draga þær aðgerðir til baka. Hafa verður í huga að atvinnulífið stendur undir allri opinberri þjón- ustu og aðstoðar fólk í daglegu lífi. Það er því til mikils að vinna að leita allra leiða til að halda fyrir- tækjum í rekstri. Þess vegna fagna ég ummælum Bjarna Benedikts- sonar fjármálaráðherra sem voru á þá leið að hann telji að mestu mis- tökin sem hægt sé að gera á þinginu um þessar mundir væri að ganga allt of skammt. Það er sömuleiðis fagnaðarefni að ríkisstjórnin hyggist ráðast í innviðafjárfestingar. Skuldastaða ríkissjóðs og þau kjör á lánum sem ríkissjóði bjóðast leyfa tímabundið svigrúm til þess að gefa hressilega í. Það er sömuleiðis af hinu góða að leggja umtalsvert fé í að markaðs- setja Ísland til að laða að ferðamenn þegar aðstæður skapast til þess á nýjan leik. Viðskiptaráð sendi þarsíðasta mánudag stjórnvöldum tillögur að því hvernig bregðast ætti við kórónaveirunni. Við lögðum meðal annars til að stjórnvöld veiti aukinn slaka í greiðslum reikninga og að hægt verði að dreifa greiðslum á Ég tel að það hafi verið lykilatriði í að 1912 státar af langri sam- felldri rekstrarsögu í eigu sömu fjölskyldunnar, að í gegnum tíðina hefur okkur auðnast að halda eignar- haldinu frekar fámennu. Það sem ég hef mestar áhyggjur af um þessar mundir er sam- keppnishæfni íslenskra fyrirtækja gagnvart erlend- um keppinautum. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is Ari Fenger stýrir 1912 sem er móðurfélag heildsölunnar Nathan & Olsen, Emmessíss og Ekrunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Of fáir stíga fram og tala fyrir hönd atvinnulífsins Ari Fenger var 27 ára árið 2008 þegar hann tók við rekstri fjölskyldufyrirtækisins 1912 eftir andlát föður síns. Veltan hefur næstum þrefaldast frá því að hann, sem er svokölluð fjórða kynslóð ættarinnar við stjórnvölin, tók við. Ari hefur forðast kastljós fjölmiðla en tók nýverið við sem formaður Viðskiptaráðs. 1 8 . M A R S 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.