Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2019, Blaðsíða 7

Ljósmæðrablaðið - des. 2019, Blaðsíða 7
7LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2019 F O R S Í Ð A Verkið Loved to death er skúlptúr frá árinu 2016. Efni hans er gömul peysa úr ull og silki sem hefur verið stoppað í með bleikum ullarþræði þannig að viðgerðirnar verða auðsjáanlegir, áberandi blettir sem þekja stóran hluta yfirborðs peysunnar. Það sem vakti fyrir mér þegar verkið varð til var að skoða hvernig væri hægt að þenja efnið, upp að hvaða marki væri mögulegt að þenja og slíta og gera við og standa samt uppi með sama hlutinn í höndunum. Í verkinu sameinast margir þættir sem mér hafa verið hugleiknir - þar ber fyrst að nefna aðferðina, þar sem stoppað er í gat með því að vefa nýtt efni inn í jaðra þess, en notkun þeirrar aðferðar sprettur upp úr þránni eftir heimi þar sem jörðin og auðlindir hennar eru virtar nægilega til að nýta hluti til hins ýtrasta, henda þeim ekki um leið og þeir mást eða brotna eða slitna. Samofið þeirri viðleitni er arfleifð hefðbundinnar kvennavinnu, að staga í flíkur og lengja þannig líftíma þeirra. Það er handverk sem getur verið listform í sjálfu sér, en samt sem áður hvílir yfir því skömm eða stigma og það skírskotar í sumra augum til fátæktar - að hafa ekki efni á nýjum fötum. Fyrir vesturlandabúa á 21. öldinni mætti það þó frekar teljast lúxus en hitt að hafa tíma til að gera vandlega við fötin sín og barnanna sinna. Peysuna sem ég nota í verkið hef ég slitið, togað og teygt þar til veikleikarnir koma í ljós og síðan fest saman aftur þannig að það sem áður var veikleiki verður sterkasti hlutinn. Það er hægt að bera þetta verklega ferli saman við mann- lega reynslu, að styrkjast af erfiðleikum, og það má finna bókstaflega hliðstæðu við breytingar kvenlíkamans við meðgöngu og barnsburð. Það er reynsla sem stækkar konuna, andlega en einnig líkamlega, húðin teygist út og það sem við köllum húðslit er aðferð líkamans við að gera við sig sjálfan jafnóðum og hann slitnar - það er magnað kraftaverk, vitnisburður um viðgerðarmátt líkamans, en samt er litið á húðslit sem tabú, það á ekki að sjást og mikið má leggja á sig til að stroka það út. LOVED TO DEATH NÁMS- OG STARFSFERILL Sigrún Hlín Sigurðardóttir er myndlistarkona og hefur meðal annars unnið með textíl, texta og teikningu í verkum sínum, í innsetn- ingum, leikhúsi og útvarpi. Meðal viðfangsefna hennar eru framtíðin og líf eftir dauðann, sambönd og líkaminn, og samband mannslíkamans við hlutina og efnisheiminn. Hún lauk BA-prófi í myndlist frá Listaháskóla Íslands og í íslensku frá Háskóla Íslands og lagði þar að auki stund á diplómanám í textíl við Myndlistaskólann í Reykjavík. Sigrún er stofnmeðlimur í myndlistarhópnum IYFAC. Nánar má sjá um verk hennar á www.sigrunhlin.com Sigrún Hlín Sigurðardóttir, myndlistarkona

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.