Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - dec 2019, Qupperneq 26

Ljósmæðrablaðið - dec 2019, Qupperneq 26
26 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2019 R I T R Ý N D F R Æ Ð I G R E I N FYRIRSPURNIR: Inga Vala Jónsdóttir ÚTDRÁTTUR Bakgrunnur: Vitað er að kynferðislegt ofbeldi í æsku hefur víðtækar og langvarandi afleiðingar fyrir heilsufar kvenna, en þörf er á aukinni þekkingu og dýpri skilningi á reynslu þolenda af barneignarferli, heilsufari og móðurhlutverki. Tilgangur: Að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu mæðra sem eru þolendur kynferðislegs ofbeldis í æsku og hvaða áhrif það getur haft á barneignarferli, heilsufar og móðurhlutverk. Aðferð: Eigindleg fyrirbærafræðileg aðferð. Tekin voru eitt til tvö djúpviðtöl við níu mæður á þrítugs- til sextugsaldri, þrjár frumbyrjur og sex fjölbyrjur, samtals 16 viðtöl. Allar höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir átján ára aldur. Viðtölin voru þemagreind. Niðurstöður: Allar mæðurnar höfðu upplifað erfiðleika og áföll í barneignarferlinu, ýmist á meðgöngu og/eða í fæðingu sem og í sæng- urlegu og á fyrstu mánuðum barnsins. Flestar höfðu haft mörg frávik frá eðlilegu barneignarferli. Meirihlutinn hafði fundið fyrir áhrifum ofbeldis á heilsufar sitt og þurft mikla þjónustu frá heilbrigðiskerfinu. Yfirþema rannsóknarinnar er: „Það vantar meiri skilning á manni“ sem lýtur að því að reynsla þátttakenda var að enn vanti skilning, bæði almennings og heilbrigðisstarfsfólks, á langvarandi áhrifum kynferð- islegs ofbeldis í æsku á mæður og reynslu þeirra af barneignarferl- inu, heilsufari og móðurhlutverki. Þrjú meginþemu voru greind: 1) „Í fæðingunni er maður mest berskjaldaður“ sem lýtur að áhrifum á meðgöngu og fæðingu, á tilfinningar, reynslu af fæðingarþjónustu, sérstaklega þjónustu ljósmæðra. 2) „Það er alls konar að mér“ sem lýtur að líkamlegum og sálrænum áhrifum á heilsufar, almennt og á meðgöngu. 3) „Þroski litaður sársauka“ sem lýtur að áhrifum á móður- hlutverkið, áskoranir, líðan og þörf fyrir stuðning og úrvinnslu. Ályktun: Auka þarf þekkingu ljósmæðra, annars heilbrigðisstarfs- fólks og almennings á málefninu til að dýpka skilning á því þannig að hægt sé að bæta þjónustu ljósmæðra, heilbrigðiskerfisins og reynslu mæðra af barneignarferli og móðurhlutverki. Lykilhugtök: Kynferðislegt ofbeldi í æsku, barneignarferli, móður- hlutverk, ljósmóðir, fyrirbærafræði, viðtöl. ABSTRACT Background: It is known that childhood sexual abuse (CSA) has longlasting and profound consequences for womenʼs lives but increased knowledge and deeper understanding of survivor‘s experiences of the perinatal period, health during pregnancy and motherhood is needed. Purpose of the study is to increase knowledge and deepen understanding of CSA surviors‘ experiences of the perinatal period, health during pregnancy and motherhood. Method: A phenomenological study with nine mothers, three prim- iparas and six multiparas, aged around 20-60, all CSA survivors, were interviewed in-depth once or twice, sixteen interviews in total. The interviews were taped, word-processed verbatim and thematically analyzed. Results: All the mothers had experienced difficulties and trauma during pregnancy and/or during birth, postpartum or during their childrenʼs early life. Most of them reported many deviations from a normal perinatal period. The majority had experienced health consequences on their health and used healthcare services frequently. The overarching theme of the results is: „You need more understanding“. This indicates a lack of awareness and knowledge „ÞAÐ VANTAR MEIRI SKILNING Á MANNI“: Reynsla þolenda kynferðislegs ofbeldis í æsku af barn- eignarferli, heilsufari og móðurhlutverki Dr. Sigrún Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, lektor við Háskólann á Akureyri Dr. Sigríður Halldórsdóttir hjúkrunarfræðingur, prófessor við Háskólann á Akureyri Inga Vala Jónsdóttir, ljósmóðir MS á Sjúkrahúsinu Akureyri og Heilbrigðisstofnun Norðurlands Dr. Sigríður Sía Jónsdóttir ljósmóðir, lektor við Háskólann á Akureyri „YOU NEED MORE UNDERSTANDING“: CSA SURVIORS‘ EXPERIENCES OF THE PERINATAL PERIOD, HEALTH DURING PREGNANCY AND MOTHERHOOD

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.