Bændablaðið - 24.08.2017, Side 2

Bændablaðið - 24.08.2017, Side 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2017 Ný skýrsla bendir til tengsla milli neyslu sýklalyfja og sýklalyfjaónæmis í mönnum: Notkun breiðvirkra sýklalyfja í landbúnaði víða um lönd vekur ugg hjá vísindamönnum – Orðið sérstak vandamál við verksmiðjubúskap og veldur mikilli áhættu í framleiðslu kjúklingakjöts Líkt og fram kom í síðasta t ö l u b l a ð i Bændablaðsins var æskilegt að pantanir vegna sauðfjárdóma og hrútasýninga bærust fyrir 20. ágúst. Mikið er að koma inn af pöntunum þessa dagana og því hefur verið ákveðið að bíða fram til 27. ágúst með að raða bæjum niður og gera dagskrá fyrir lambaskoðun haustsins. Mikilvægt er að þeir sem ætla að láta skoða lömb í haust verði búnir að tilkynna þátttöku áður en niður- röðun hefst, svo hægt sé að skipu- leggja þetta umfangsmikla verkefni á sem hagkvæmastan hátt. Bent skal á að þeir sem panta eftir þennan tíma geta ekki gengið út frá því sem vísu að hægt verði að koma þeim fyrir í skipulaginu ef búið er að fylla á alla daga á viðkomandi svæði. Nú má ljóst vera að sauðfjár- bændur munu þurfa að horfa í allan kostnað sem skera má niður í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er í greininni. Hvet ég menn til að reyna að gefa sem minnst eftir varðandi ræktunar- starfið. Varðandi lambaskoðanir er mikilvægt að menn leggi allavega áherslu á að láta skoða lambhrútana og sæðingalömbin. Þá má benda á að sumir geta minnkað kostnað með því að sameinast um skoðanir þar sem flytja má fé milli bæja. Að lokum ítreka ég að mikilvægt er að pantanir í lambaskoðanir berist í síðasta lagi sunnudaginn 27. ágúst. Eyþór Einarsson ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt. Mikilvægt að panta lambaskoðun Norðlenska hefur gefið út verðskrá fyrir sauðfjárinnlegg 2017. Grunnverð fyrir flokk R2 lækkar í 343 krónur en var 528 krónur árið 2016. Það gerir um 35% lækkun frá því 2016. Breytingar verða gerðar á greiðslu á innleggi en greitt verður fyrir innlegg í ágúst og september hinn 9. október og októberinnlegg hinn 9. nóvember, í stað vikulegs uppgjörs eins og verið hefur. Kjöt sem fer í flokka DO1 og DP1 og er undir 12 kg að þyngd er ekki keypt og fer í heimtöku. Félagsmenn í Búsæld fá greitt 1,5% álag á innlegg, greitt í nóvember. Verðskrá heimtöku og frekari upplýsingar um komandi sláturtíð auk eyðublaða fyrir afhendingu sauðfjár verða í fréttabréfi sem sent verður innleggjendum von bráðar, að því er fram kemur á vef 641.is Norðlenska: Verð til bænda lækkar um 35% – Greiðslur frestast FRÉTTIR Nær alónæmir stofnar baktería breiðast nú um heiminn. Í stórum hluta slíkra tilfella hefur lyf að nafni colistín verið notað sem síðasta hálmstráið og virkað. Hins vegar hafa nú fundist bakteríur sem eru ónæmar fyrir colistíni og fundust þær bakteríur fyrst í Kína. Ástæðuna má að öllum líkindum rekja til þess að þar hefur gríðarlegt magn af colistíni verið notað í landbúnaði. Colistín ónæmið hefur nú þegar borist til Evrópu og finnst víða. Erfðaefnið sem segir til um þetta ónæmi er staðsett á svokölluðum plasmíðum sem geta auðveldlega borist á milli baktería. Hafa vísindamenn því einkar miklar áhyggjur af því að þessar bakteríur berist til nær alónæmra baktería og geri fleiri stofna alónæma. Tengsl milli neyslu sýklalyfja og sýklalyfjaónæmis Samþættar rannsóknir Matvæla- öryggis stofnunar Evrópu (EFSA), Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) og Evrópumiðstöðvar um sjúkdómsvarnir og eftirlit (ECDC) benda á tengsl milli neyslu sýklalyfja og sýklalyfjaónæmis í mönnum og búfé. Skýrslan tekur á sameinuðum gögnum um sýklalyfjanotkun og sýklalyfjaónæmi í mönnum og dýrum fyrir árin 2013–2015 og inniheldur uppfærðar niðurstöður og meiri sundurliðun en fyrsta samþætta skýrsla stofnananna sem kom út árið 2015. Búið er að uppreikna úr hefðbundinni notkun á stöðluðum dagsskömmtum í mönnum í mg/ kg sem er sú eining sem notuð er fyrir sýklalyfja notkun í dýrum. Heildarniðurstöður sýna að hlutfallslega er notkun sýklalyfja meiri í mönnum (152 mg/kg að meðaltali) en í dýrum (124 mg/kg), þótt heildarnotkun í kg sé meiri í dýrum en mönnum. Notkun í dýrum er minni í 18 af þeim 28 löndum sem rannsóknin náði til. Lítil sýklalyfjanotkun á Íslandi Sýklalyfjanotkun í dýrum á Spáni, Ítalíu, Kýpur, Portúgal, Ungverjalandi og Þýskalandi er mun meiri en annars staðar í þeim löndum sem skýrslan tekur til. Notkun sýklalyfja í landbúnaði á Íslandi er með því allra minnsta sem gerist í Evrópu samkvæmt skýrslunni, og notkun sýklalyfja í menn er rétt undir meðallagi. Tekin eru mörg dæmi um mismunandi sýklalyf sem eru notuð í dýrum og mönnum. Einnig má finna upplýsingar um einstaka dýrategundir. Notkun getur verið afar mismunandi en áhætta á sýklalyfjaónæmi og sýkingum er einnig mjög misjöfn eftir búfjártegundum. Auk þess er áhættan á því að smit berist úr dýraafurðum í menn afar misjöfn. Þannig er áhættan á smiti í gegnum nautalund tiltölulega lítil miðað við áhættu af kjúklingakjöti. Ástæðan fyrir því eru framleiðsluaðferðir kjötsins, auðvelt er að aðskilja meltingarfæri frá kjöti í vinnslu nauta á meðan áhættan við að þarmabakteríur mengist í kjötið er meiri við vinnslu kjúklings sem slátrað er og fláð á færibandi. Áhyggjur vísindamanna af algengu breiðvirku sýklalyfi Meginniðurstöður benda á áhættu af dreifingu á flúórókínólóna sýklalyfjaflokknum. Lyfið er það breiðvirkasta sem hægt er að gefa um munn (þ.e. ekki stungulyf) og því hægt að gefa utan spítala. Það lyf sem mest er notað hér á landi í þessum lyfjaflokki er ciprofloxacin. Það er mikið notað í mönnum, t.d. við þvagfærasýkingum. Ónæmi hefur aukist í kjölfar notkunar á lyfinu og tengist það notkun á því samkvæmt skýrslunni. Flúórókínólón eru einnig notuð í landbúnaði í sumum löndum, sem vekur ugg vísindamanna, sér í lagi vegna þess að lyfin brotna afar hægt niður í umhverfinu. Því geti lyfin safnast saman í umhverfi dýra og matvælaræktunar í gegnum búfjáráburð. Þetta er sérstaklega vandamál í tilfellum verksmiðjubúskapar þar sem landsvæði eru þaulnýtt. Þessi lyf eru einnig áhættusöm fyrir aðra sýklalyfjaflokka því að notkun þeirra eykur ekki aðeins ónæmi fyrir þeim sjálfum heldur einnig fyrir öðrum sýklalyfjaflokkum. Meiri áhætta af kjúklingi en nautakjöti Þannig kemur fram sterkt samband milli neyslu kjúklinga á flúórókínólónum og ónæmi fyrir E. coli frá kjúklingum. Samkvæmt niðurstöðum eykst ónæmi með meiri notkun. Þetta á einnig við um kampýlóbakter í kjúklingum, en afar algengt er að kjúklingakjöt, framleitt í þauleldi í Evrópu, sé mengað af bakteríunni. Við það bætist að flestir þaulræktaðir kjúklingar t.d. á Spáni, þar sem sýklalyfjanotkun í landbúnaði er með því mesta í Evrópu, eru einnig ónæmir fyrir sýklalyfinu ciprofloxacin. Þannig er stór hluti af kampýlóbakter í kjúklingunum ónæmur fyrir aðalsýklalyfinu sem notað er gegn sýkingu. Þetta skapar tvöfalt vandamál. Einkennalaus dreifing Í rannsókninni er litið til gagna sem til eru um meðhöndlun á salmonellu og kampýlobakter og E.coli. Sjónum hefur á undanförnum árum verið einkum beint að E. coli vegna þess að bakterían dreifist einkennalaust. Þannig verða einstaklingar sem smitast af salmonellu og kampýlóbakter iðulega veikir og þess því skýrt varir á meðan E. coli getur sameinast eðlilegri þarmaflóru án allra einkenna. Af því leiðir að ónæm baktería af E.coli stofni getur borist og lifað í líkama einstaklinga án þess að einkenna þess verði vart fyrr en í harðbakka slær, þ.e. þegar manneskja fær sýkingu og lyf við henni virkar ekki. Margþætt vandamál Sýklalyfjaónæmi er margþætt vandamál og Matvæla- öryggis stofnun Evrópu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hafa ítrekað bent á að heildstæðar aðgerðir til varnar útbreiðslu sýklalyfjaónæmis sé þörf, það nái bæði til lýðheilsu manna og dýra. Ný sýklalyf eru ekki í sjónmáli og því þurfi að reyna að hægja á aukningu ónæmis með öllum ráðum. Hluti af því er miðlun upplýsinga um málefnið, svo einstaklingar geti tekið upplýstar ákvarðanir er varða smitleiðir og áhættur þess að sýkjast af ónæmum bakteríum. /ghp Heimild: EFSA Scientific Report 28. júní 2017 Bæ nd ab la ði ð / H Kr . F lúórókínólón lyf eru notuð í landbúnaði í sumum löndum sem vekur ugg vísindamanna, sér í lagi vegna þess að lyfin brotna afar hægt niður í umhverfinu. Því geti lyfin safnast saman í umhverfi dýra og matvælaræktunar í gegnum búfjár- áburð. Þetta er sérstaklega vandamál í tilfellum verksmiðjubú- skapar þar sem landsvæði eru þaulnýtt. Ónæmi hefur aukist í kjölfar notkunar á lyfinu og tengist það notkun á því samkvæmt skýrslunni. Þessi lyf eru einnig áhættusöm fyrir aðra sýklalyfjaflokka því að notkun þeirra eykur ekki aðeins ónæmi fyrir þeim sjálfum heldur einnig fyrir öðrum sýklalyfjaflokkum. S terkt samband er milli neyslu kjúklinga á flúórókínólónum og ónæmi fyrir E. coli frá kjúklingum. Samkvæmt niður- stöðum eykst ónæmi með meiri notkun. Þetta á einnig við um kampýlóbakter í kjúklingum, en afar algengt er að kjúklinga- kjöt, framleitt í þauleldi í Evrópu, sé mengað af bakteríunni. Ó næm baktería af E.coli stofni getur borist og lifað í líkama einstaklinga án þess að einkenna þess verði vart fyrr en í harðbakka slær, þ.e. þegar manneskja fær sýkingu og lyf við henni virkar ekki.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.