Bændablaðið - 24.08.2017, Side 4

Bændablaðið - 24.08.2017, Side 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2017 Lítil dúntekja í Árneshreppi: Blautt vor og kollurnar skiluðu sér illa Síðastliðið vor var einstaklega votviðrasamt í Árneshreppi á Ströndum og dúntekja í ár ein sú minnsta í fjöldamörg ár. Kollur skiluðu sér seint og illa á hreiður. Hrefna Þorvaldsdóttir, bóndi í Árnesi 2 í Árneshreppi, segir að dún- tekja í sumar hafi verið lítil miðað við undanfarin ár. „Miðað við undan- farin ár var hún reyndar mjög lítil.“ Fuglinn skilaði sér illa „Vorið hér í Árneshreppi var rosalega votviðrasamt og með því úrkomumesta sem menn muna eftir. Fuglinn skilaði sér ekki allur á hreiður og kollurnar sem gerðu það komu seinna en vanalega og vegna bleytunnar var erfitt að safna dúninum. Fyrir vikið var mun minna af honum og hann lélegri. Meira að segja krían sem vana- lega kemur hingað 8. maí eins og eftir dagatali frestaði varpinu og verpti seinna í ár vegna mikilla rigninga.“ Svipað ástand hjá öllum í hreppnum Samkvæmt upplýsingum Bænda- blaðsins er ástandið svipað á Dröngum og í Ófeigsfirði í Árneshreppi þar sem einnig er stunduð dúntekja. Að sögn Hrefnu dregur hátt gengi krónunnar úr útflutningi á dúni. „Og það er ekki að hjálpa okkur heldur.“ /VH Búnaðarstofa Matvælastofnunar: Fjörutíu umsóknir vegna nýliðunarstyrkja – Flestar vegna sauðfjár- og geitfjárræktar Alls hafa 40 umsóknir borist til Búnaðarstofu Matvælastofnunar vegna nýliðunarstyrkja. Sam- kvæmt fjárlögum 2017 eru til úthlut unar tæplega 130 milljón- ir króna. Heildarupphæð fjár- festinga samkvæmt umsóknum nema hins vegar rúmum tveim milljörðum króna. Flestar umsóknirnar eru vegna sauðfjár- og geitfjárræktar, eða 13. Þá eru 12 umsóknir vegna rækt- unar mjólkurkúa og 10 umsóknir vegna blandaðs búskapar. Síðan eru 3 umsóknir vegna ræktunar á kartöflum og 2 vegna ræktunar á aldingrænmeti og papriku. Flestar umsóknirnar koma úr Árnessýslu, eða 12 talsins, en aðeins 3 frá Vestfjörðum, þar af 2 úr Strandabyggð og 1 úr Bæjarhreppi. Þá eru 3 umsóknir af Austurlandi, 8 af Norðausturlandi og 10 umsóknir af Norðvesturlandi. Af Vesturlandi bárust 4 umsóknir. Veittur er 20% hámarksstyrkur af fjárfestingarkostnaði, en þó aldrei hærri en 9 milljónir. Er umsóknum forgangsraðað samkvæmt ákvæðum reglugerðar og á grunni vinnureglna sem Búnaðarstofa Matvælastofnunar setti og kynnti áður en opnað var fyrir umsóknir. /HKr. Grænmeti er ekki síður varasamt þegar kemur að áhættu af dreifingu sýklalyfjaónæmis í gegnum innflutt matvæli. Það getur, líkt og ferskar kjötvörur, borið fjölónæmar bakteríur. Árið 2016 voru rúmlega 13.000 tonn af fersku grænmeti flutt til Íslands, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Grænmetið kemur alls staðar að úr heiminum en mest kemur frá Evrópu, og einkum frá Hollandi og Spáni en staða landanna þegar kemur að notkun sýklalyfja er æði misjöfn. Þannig skorar Spánn landa hæst í notkun sýklalyfja í dýrum í nýútkominni skýrslu Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA), Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) og Evrópumiðstöðvar um sjúkdómsvarnir og eftirlit (ECDC) með sýklalyfjanotkun og sýklalyfjaónæmi í dýrum og mönnum. Mengast gegnum búfjáráburð Sýklalyfin sem áhyggjur vísindamanna beinast að eru breiðvirk lyf sem brotna afar hægt niður í náttúrunni. Mengaður búfjáráburður sem notaður er á ræktað land getur því smitað út frá sér fjölónæmum bakteríum, á grænmeti og jafnvel í grunnvatn. Ferskt grænmeti sem flutt er hingað til lands er í flestum tilfellum einnig borðað hrátt og óeldað. Grænmetið er undir áhrifum af vaxtarumhverfi sínu og getur tekið til sín efni úr jarðvegi ræktarlandsins og því vatni sem það nærist á. Áhættan á að ónæmar bakteríur berist til manna í gegnum ferskt grænmeti er því fyrir hendi og ber að athuga. Á það bentu Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við lækna- deild Háskóla Íslands og yfirlæknir sýklafræði deildar Landspítalans, og Franklín Georgsson, matvæla- og örveru fræðingur hjá Matís, í grein sinni um innflutt fersk matvæli og sýkingaráhættu fyrir menn sem birtist í Læknablaðinu árið 2015. „Eitt af meginvanda málum við verksmiðjubú er hið mikla magn saurs sem kemur frá dýrunum og þarf að losa sig við, og er þá gjarnan notaður sem áburður á ræktarland. Sem dæmi má nefna að um 70 milljón tonnum af lífrænum áburði er dreift árlega á ræktað land í Bretlandi einu. Ræktað land og það sem verið er að rækta mengast þannig með áburðinum af sýklalyfjum og sýklalyfjaónæmum bakteríum sem geta síðan borist áfram í grunnvatnið og jafnvel mengað vatnsból. Á þennan hátt getur grænmeti, baunaspírur og ber mengast og síðan smitað menn sem oftast borða þessar vörur ferskar,“ segir m.a. í greininni. Þörf á vitundarvakningu neytenda Í stórmörkuðum geta neytendur tekið upplýsta ákvörðun um hvaða vöru þeir kaupa, því vörur eiga að vera merktar upprunalandi sínu. Sama vitund er ekki til staðar þegar neytandi fer á veitingahús eða í mötuneyti. Í reynd eru yfirgnæfandi líkur á því að salat sem borið er þar fram sé innflutt, einfaldlega vegna þess að það er hagstæðara. Í ljósi þeirrar áherslu sem lagt er á vá vegna dreifingu sýklalyfjaónæmra baktería í skýrslu EFSA, EMA og ECDC telur Karl G. Kristinsson þörf á enn frekari vitundarvakningu. „Neytandi ætti alltaf að fá að vita hvaðan salatið sem hann borðar kemur, hvort sem hann er á veitingahúsi eða í mötuneyti. Ef slíkar upplýsingar lægju fyrir, þá myndum við kannski frekar versla við veitingahús sem býður upp á íslenskt grænmeti, b æ ð i v e g n a kolefnisfótspors og ekki síst varðandi mengun af bakteríum frá suðrænum löndum sem við viljum ekkert vera með,“ segir Karl. Á Íslandi er ræktarland grænmetis að jafnaði vökvað með ómenguðu drykkjarvatni, en gerist sjaldgæfara í öðrum löndum, eins og t.d. í Hollandi þar sem vökvað er með endurunnu vatni. /ghp Baráttan gegn sýklalyfjaónæmi: Fjölónæmar bakteríur geta borist með innfluttu fersku grænmeti – Hvaðan kemur grænmetið á veitingastöðum og í mötuneytum? FRÉTTIR Þokkaleg dúntekja við Breiðafjörð Þótt dúntekjan hafi ekki verið góð á Ströndum þetta sumarið, þá var ástandið með ágætum við Breiðafjörð. Eiríkur Snæbjörnsson bóndi á Stað í Reykhólahreppi, segir að menn hafi verið að koma með dún til sín í hreinsun af Ströndum. Þar hafi vætan ekki alls staðar verið til vandræða, en óvenjumikið hafi verið um svartbak og hrafn í varplöndum æðarfuglanna. „Það bendir til þess að það sé ætisskortur í sjónum, þá sækir fuglinn í egg og unga,“ sagði Eiríkur. „Breiðafjörðurinn hefur verið nokkurn veginn í jafnvægi. Ég myndi segja að dúntekjan hafi verið þokkaleg.“ -Hvað með markaðshorfur og sölu á dún? „Markaðurinn tekur við, en verðið er orðið svo hátt að það verður þyngra í vöfum að selja dúninn. Fyrir mitt leyti er verðið orðið of hátt og var orðið það í fyrra.“ Eiríkur segir að hátt gengi krón- unnar spili líka inn í, en það hafi þó aðeins verið að ganga til baka á síðustu dögum. /HKr. Æðarvarp gekk brösuglega á Ströndum í vor, bæði vegna bleytu og eins vegna ágangs vargfugla. Grænmetisinnflutningur 2016 Land Kíló Hlutfall Argentína Austurríki Ástralía Bandaríkin Belgía Brasilía Bretland Chile Costa Rica Danmörk Egyptaland Finnland Frakkland Grikkland Holland Indland Írland Ísrael Ítalía Kanada Kína Portúgal Pólland Rússland Spánn Suður-Afríka Tyrkland Ungverjaland Víetnam Þýskaland Samtals 12.956.247 0,00% Neytandi ætti alltaf að fá að vita hvaðan salatið sem hann borðar kemur, hvort sem hann kaupir það í stórmarkaði eða á veitingahúsi eða grænmeti sem boðið er upp á í mötuneyti.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.