Bændablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2017 Sumarið sem af er hefur verið verulega skrítið, laxinn mætti alls ekki á stórum hluta landsins, eins árs laxinn, en einn og einn stórlax hefur veiðst. „Þetta var meiri háttar, með þunnan taum og silungaflugu, þetta var líka 70 mínútna barátta og mikið fjör,“ sagði Haraldur Eiríksson, en hann landaði 20 punda bolta í Laxá í Dölum og mátti ekki taka mikið á laxinum. Og á sama tíma var Ytri Rangá að komast á fleygiferð og áin að gefa yfir hundrað laxa á hverjum degi. „Þetta gengur vel hjá okkur, frábær veiði,“ sagði Jóhannes Hinriksson við Ytri Rangá. Ytri Rangá er langefsta veiðiáin. Inga Lind Karlsdóttir var að hætta veiðum í Húseyjarkvísl þar sem hún hefur veitt vel af fisk og stóra. „Alltaf gaman í Húseyjarkvísl, hérna erum við Árni búin að veiða marga fiska,“ sagði Inga Lind enn fremur. „Smálaxinn mætir ekki ennþá, hnúðlaxinn kom í torfum og hvergi hefur verið hægt að fá maðka varla í sumar. Þetta hefur verið skrítið það sem af sumri.“ Einn og einn stórlax en samt skrítið Fjör hjá ungum veiðimönnum við Brynjudalsá Brynjudalsá í Hvalfirði er lax- veiðiá sem gefur vel af laxi á hverju sumri og núna er áin komin í 100 laxa og það er víða kominn lax í hana. Jafnvel í innstu veiðistaði inni á dal. Ungir veiðimenn voru á árbakk- anum fyrir fáum dögum og skemmtu sér vel, enda veiðin góð og fiskur að taka fluguna. „Jú, þetta var gaman, við feng- um 7 laxa með krakkana en þetta er árleg veiðiferð. Í fyrra var það Laxá í Dölum og þar veiddist vel,“ sagði Jón Þór Júlíusson, sem byrjaði korn- ungur að veiða með föður sínum, Júlíusi Jónssyni. ,,Áin er komin í 100 laxa og við fengum fína 7 laxa á fluguna vítt og breitt um ána. Það þarf kannski aðeins að aðstoða liðið, en þau eru áhugasöm og vilja landa fisknum alveg sjálf,“ sagði Jón enn fremur. Bara er veitt á flugu í Brynjudalsá eins og Laxá í Kjós í næsta nágrenni. Eina áin sem leyfir maðk á svæðinu er Botnsá og þar voru veiðimenn að fá fisk í vikunni. Holdið er veikt og girndin kenjótt ótukt sem fátt fær hamið. Sé girnd óendurgoldin getur reynst nauðsynlegt að grípa til hjálparmeðala til að vekja frygð þess sem hugur er borinn til. Hjálparmeðulin eru margvísleg og ekki ólíklegt að eitt þeirra kunni að virka. Ástarhvatar eru fjölbreytilegir og ekki víst að allir hafi sömu virkni á allar manneskjur. Það sem verkar örvandi á einn getur reynst letjandi á annan. Matur og ýmiss konar drykkir hafa löng- um þótt góðir frygðarhvatar og ekki tilviljun að fólk í tilhugalíf- inu fer oft út að borða saman. Aðrir safna í kringum sig hlutum sem eiga að hafa örvandi áhrif á gredduna og losa um blygð- unarsemina. Þetta geta verið erótískar bókmenntir, dónalegar matreiðslubækur og handbæk- ur um ástarlífið eða listmunir, myndlist, tónlist, myndbönd eða skúlptúrar. Það sem telst erótík eða sjálfsögð kynhegðun í einu menningarsamfélagi getur talist klám og öfuguggaháttur í öðru. Í Austurlöndum er því víða trúað að nashyrningshorn auki kyngetu karla, Grikkjum til forna þótti ekkert tiltökumál þótt eldri karlmenn ættu sér unga elskhuga af sama kyni og í dag þykir samkynhneigð ekkert tiltökumál víða um heim en stutt er síðan slíkt var álitið argasta óeðli. Á sama hátt hafa mismunandi ástarhvatar tengst ákveðnum tímabilum sögunnar og mismunandi menningu. Brönugrös hafa lengi verið tengd ástargaldri. Þau þóttu og þykja eflaust enn góð til að vekja ástir séu þau lögð undir kodda pilts eða stúlku. Seyði rótarinnar þótti einnig gott til að örva kyn- hvöt húsdýra. Líklegt er að trúin á frygðarkraft brönugrasa tengist lögun rótarinnar sem þykir líkj- ast kynfæri karlmanns. Sé ljóns- lappi tíndur á Jónsmessunótt er sagt að seyði plöntunnar hafi þá náttúru að auka kyngetu beggja kynja. Karlmenn sem eru svo óheppnir að stóra táin á þeim er lengri en táin við hliðina eiga að kvænast niður fyrir sig en sé stóra táin styttri eiga þeir að giftast upp fyrir sína stétt. Sagt er að karlmenn geti lesið hversu oft þeir kvænast með því að telja hrukkurnar á handarbakinu ofan við litla fingur. Til þess að vita hvort piltur eða stúlka eru óspjölluð eru ýmis ráð. Ef baldursbrá er sett í stól stúlkunnar og hún látin setjast á hana getur stúlkan ekki staðið upp aftur nema hún sé hrein mey. Sé kvikasilfur látið í lófa pilts eða stúlku liggur það kyrrt ef þau eru hreinn sveinn eða mey, annars skelfur það og hendist til í lófanum. Vilji ungur maður ná ástum stúlku á hann að skera sig til blóðs og koma blóðinu ofan í hana með einhverjum ráðum en má tryggja að kona elski menn með því að gefa henni saxað rjúpuhjarta að borða. Til að bæta samlyndi og hjú- skaparfar hjóna á karlmaðurinn að ganga með hrafnshjarta á sér. Ef konan er ófrjósöm skal gefa henni kaplamjólk að drekka eða taka eista úr ref, þurrka það í skugga og mylja út í vín og gefa henni að drekka skömmu eftir að hún hefur á klæðum, einnig er talið gott að konan hafi hærra undir lendum en herðum við samfarir til að auka líkur á getnaði. / VH Ástarhvatar og stinningargrös STEKKUR Gunnar Bender gunnarbender@gmail.com HLUNNINDI&VEIÐI Haraldur Eiríksson með stærsta laxinn í Laxá í Dölum. Mynd / Árni Myndir / Jón Þór. Veiðin hafin í Fjarðará í Borgarfirði eystri Fjarðará, ásamt Þverá í Borgarfirði eystri, er falleg sjó- bleikjuá sem rennur um undir- lendi hins ægifagra og margróm- aða Borgarfjarðar eystri. Frá náttúrunnar hendi eru þessar ár hentugastar fyrir sjóbleikju, en þó veiðast nokkrir laxar á hverju sumri. Veiðisvæðið er allt um 20 km og fylgir Þverá með veiðisvæðinu. Sjóbleikjan er byrjuð að ganga upp í Fjarðará og Þverá. Um síð- ustu helgi veiddust vænar bleikjur um alla á. Fjarðará er síðsumarsá og nú fer í hönd aðalveiðitímabilið í ánni. Áin hefur verið lítið stunduð fram að þessu. „Veiðin er að byrja í Fjarðaránni þessa dagana, bleikjan er byrjuð að gefa sig,“ sagði Guðgeir Sigurjónsson er við heyrðum í honum. Þetta er gaman Það er alltaf gaman að veiða lax, eða maðkinn. Finna kippina þegar hann byrjar að taka agnið og allt í einu verður allt brjálað. „Veiðin er skemmtileg og virkilegt kikk að veiða laxa,“ sagði Anton Bender, sem veiddi tvo laxa í Staðar- hólsá í Dölum fyrir fáeinum dögum á maðkinn. „Jú, veiðin er spennandi og við pabbi vorum að spá í að fara á Þingvelli se- inna í sumar,“ sagði Anton enn fremur. veiðimönnum fjölgar í veiðinni, Stan- gaveiðifélag Reykjavíkur hef ur staðið sig vel að bjóða ungum veiðimön- num að renna fyrir laxa nokkrum sin- num á sumri í Elliða ánum. Þar hafa orðið til nokkrir veiðimenn. Veiði- félögin við Hlíðarvatn í Selvogi hafa boðið í veiði einu sinni á sumri. Þetta eykur allt áhuga á veiðiskapnum. En betur má ef duga skal. í Dölum. Myndir / G. Bender Sumarið byrjaði vel í Breiðdalnum „Þetta er búið að vera gott sumar en það byrjaði með látum í Breiðdalsá, en ég veiddi í fyrsta hollinu í ánni 74 og 89 sentímetra laxa á Skammadalsbreiðunni,“ sagði Jón Skelfir Ársælsson er við heyrðum í honum með veiðina í sumar. „Já, þetta voru frískir laxar og tóku vel í enda nýkomnir úr sjó. Annar laxinn tók Micky finn skull og hinn Frigga brass túbu, mér finnst Skammadalsbreiðan skemmtilegur flugustaður og þar geta verið stórir laxar. Svo fór ég í Elliðaárnar og veiddi lax á buffið með Haffa vini mínum sem veiddi lax á fluguna. Síðan er ég aðeins búinn að fara í silung og vorum við í Hlíðarvatni um daginn en fengum ekki högg. Það var verulega rólegt þar en góð útivera,“ sagði Jón enn fremur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.