Bændablaðið - 24.08.2017, Page 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2017
Mikil uppbygging hefur verið í
ferðaþjónustu við Eyjafjörð og er
Hauganes þar engin undantekning.
Þar hefur framkvæmdastjórinn,
skipstjórinn, saltfiskverkandinn
og hestaáhugamaðurinn Elvar
Reykjalín ráðist í stórvirki með
opnun veitingastaðar og gerð
tjaldstæðis í þorpinu og hefur
margt fleira á prjónunum.
Elvar er framkvæmdastjóri
Ektafisks ehf. og er fæddur
og uppalinn á Hauganesi, sem
er gamall útgerðarstaður í
miðju landbúnaðarumhverfi í
Eyjafirði. Elvar er þriðji ættliður
saltfiskverkenda á staðnum. Hefur
hann hlotið viðurkenningar fyrir
frumkvöðlastarf í matvælavinnslu
og er nefndur „salfiskkóngur
Íslands“ á heimasíðu fyrirtækisins.
Þykir Elvar skemmtilegur heim
að sækja, er uppátækjasamur í
meira lagi, léttur og hress og því
hafa ferðaþjónustufyrirtæki sóst
mjög eftir að fá að koma til hans í
heimsókn með hópa.
Byrjaði 12 ára á sjónum
„Hér byrjaði ég á sjó 12 ára gam-
all með gömlum manni á trillu og
var þar í þrjú sumur,“ sagði Elvar
þegar blaðamaður Bændablaðsins
kíkti þar í heimsókn fyrir skömmu.
„Síðan gerðist ég atvinnufiski-
maður 15 ára eins og guttarnir í
þessum sjávarþorpum. Ég fór svo
í Stýrimannaskólann og tók þar skip-
stjórnarréttindi. Þannig hef ég farið í
gegnum þetta allt sem háseti, kokkur,
stýrimaður og skipstjóri.
Ég var búinn að vera á sjó í
25 ár og eftir það langan tíma var
maður eiginlega búinn að fá nóg.
Við bróðir minn og frændur seldum
því útgerðina árið 2000 og ég hélt
áfram með fiskvinnsluna Ektafisk.
Það er búið að vera mjög
erfitt að reka litla fiskvinnslu á
þessu svæði. Það sýnir sig best í
því að þegar ég var að byrja hér
með pabba voru á milli 30 og 40
saltfiskvinnslur við Eyjafjörð, en
nú er ég einn eftir. Ég segi nú oft
að það sé bara vegna þess að ég
er greindarskertur. Það sýnir ekki
nokkra greind að halda þessu til
streitu,“ segir Elvar kankvís á svip
og heldur áfram.
„Bara á síðustu fimm árum eru
þrjár fiskvinnslur búnar að fara á
hausinn hér í sveitarfélaginu. Ég hef
alltaf reynt að vera ekki að einblína
á einhverja eina afurð og hef verið
fljótur að breyta til ef markaðurinn
kallar á það. Ég er búinn að vera
að flytja utan vörur alla tíð sem
nemur um 60% af framleiðslunni.
Innanlandsmarkaðurinn ber ekkert
það sem ég er að framleiða til að
geta haft sem flest fólk hér í vinnu.“
Þrátt fyrir að stærsti hluti
framleiðslunnar sé seldur úr landi
má víða finna salfisk, fiskibollur
og fleira frá Elvari í verslunum
landsins undir nafni Ektafisks.
Selur saltfisk m.a. á ítölsk
Michelin-veitingahús
„Ég sel mest af saltfiskinum á Spán
og Ítalíumarkað. Þangað eru að fara
um og yfir 200 tonn á ári. Þar er bæði
um að að ræða hefðbundinn saltfisk
og eins fullunninn og útvatnaðan
saltfisk fyrir Michelin-veitingahús
á Ítalíu. Við erum svo lítil í þessu
að ég hef ekki verið að reyna að
framleiða sem mest magn, heldur
að finna markaði sem borga hæsta
verð fyrir góða vöru.“
Segir Elvar að þetta hafi þó
reynst skelfilega erfitt eftir að gengi
íslensku krónunnar fór að stíga og
olli útflutningsfyrirtækjum miklum
erfiðleikum.
„Ég bý þó svo vel að mínir
viðskiptavinir úti hafa verið tilbúnir
til að borga hærra verð fyrir minn
saltfisk. Þeir eru eiginlega búnir að
redda mér. Ég sagði þeim bara að ég
væri í miklu basli með þetta og þeir
hækkuðu bara greiðslurnar til mín.
Fyrir það er ég gríðarlega þakklátur.
Ég er reyndar bara með einn kúnna í
hvoru landi og taka þeir allt frá mér
sem ég get framleitt. Það er því engin
birgðasöfnun.“
Ferðaskrifstofurnar byrjuðu að
hafa samband fyrir 15 árum
Elvar segir að til að skjóta fleiri
stoðum undir reksturinn þá hafa
dottið upp í hendurnar á honum
tækifæri sem tengist ferðaþjónustu.
„Fyrir einum fimmtán árum
hringdi ferðaþjónusta í mig sem var í
vandræðum með 30 manna hóp. Þeir
spurðu; - Elvar, getur þú ekki gert
eitthvað fyrir þetta fólk? Ég hugsaði
málið. Jú, ég átti landalögg heima og
blandaði út í hana berjasaft. Ég átti
líka hákarl og skar hann niður og tók
svo á móti hópnum sem samanstóð af
útlendingum. Ég skellti í þau landa
og hákarli og útbjó skjal á ensku fyrir
þá sem þorðu að smakka. Síðan hefur
enginn útlendingur farið frá mér án
þess að fá slíkt skjal í hendurnar.
Þetta vatt svo upp á sig og
Mikil uppbygging hjá Elvari Reykjalín skipstjóra, saltfiskverkanda og hestaáhugamanni á Haugnesi:
Býður gestum „Uppáhald skipstjórans,“
og „Vélstjóra á vakt“ á Baccalá Bar
– selur ítölskum Michelin-veitingahúsum hágæða saltfisk og byrjaði fimmtugur í hestamennsku af miklum áhuga