Bændablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 25
25Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2017 ferðaskrifstofan vildi að ég tæki annan hóp og nú er þetta orðinn stór þáttur í rekstrinum hjá mér. Þetta er þá þannig að ég býð fólk velkomið með því að gefa því snaps. Gef þeim svo hákarl og segi þeim sögur. Þá sýni ég þeim líka handflök- un á stórum þorskum og fræði þau um þá tegund og tek fram hákarls- haus sem ég er með hér í pækli og lýsi því öllu. Svo er glens og gaman og ég er með leiki sem ég fæ fólk til að taka þátt í. Einn leikinn kalla ég „Fear factor“ sem er þá ætlaður þeim hraustustu og veldur alltaf mikilli kátínu. Ég ætla ekkert að segja frá honum því hann á að koma fólki á óvart. Fólk fer hér í gegnum svona klukkutíma langt „prógramm“ og síðan fær það að smakka saltfiskrétt hér á veitingahúsinu Baccalá Bar. Áður en veitingahúsið kom til var ég með eldhúsaðstöðu í því sama húsi og gaf ég þeim að smakka saltfiskinn hér í vinnslunni hjá mér.“ Gestir fá að sjá allt vinnsluferlið Ég sýni gestum hvernig saltfiskur verður til alveg frá því fiskurinn kemur hér inn nýveiddur og maður flakar hann. Það fær að sjá saltað flak, útvatnaðan saltfisk og saltfisk í lofttæmdum „vacum“ pakkningum eins og ég hef gert í áratugi. Þannig fær fólk að sjá allt vinnsluferlið og það finnst gestunum stórmerkilegt. Það eru ekki margir sem hafa tæki- færi til að kynnast slíku í dag, allra síst útlendingar. Enda halda þeir vart vatni yfir þessu. Fyrir þremur árum, þegar ferða- mannastraumurinn fór mjög að aukast, sá ég að það væri ekki hægt að halda þessu áfram nema að koma hér upp almennilegri aðstöðu. Í hitti- fyrra lá ég um haustið í makindum úti á Tenerife með konunni minni. Velti ég þá fyrir mér hvað ég gæti gert til að vera með veitingastað sem væri ekki eins og hjá öllum öðrum. Þá kom upp í hugann víkingaskip. Þegar ég kom heim fékk ég frænku mína, Dagnýju Reykjalín, til að rissa upp þessa hugmynd, en hún er graf- ískur hönnuður. Síðan smíðaði ég pall fyrir utan veitingahúsið sem er þilfarið í víkingaskipi. Það var byrjað á smíðinni í fyrravor og hún kláruð nú í apríl. Við vorum í fimm daga að smíða skipið sjálft og nú segi ég útlendingunum að það hafi strandað hér fyrir 800 árum, en því hafi verið haldið vel við. Það eru skildir á borðstokknum, en ég sendi 30 skildi til vina og vandamanna úti um allt land og bað þá um að mála eitthvað á þá. Ég fékk þá til baka og sumir eru hreinustu listaverk. Þannig eiga fjölmargir þátt í þessari smíði.“ Fleiri snillingar í fjölskyldunni Meðal margra snillinga sem að smíðinni hafa komið nefnir Elvar Elías Höskuldsson og Habba bróður sinn (Hafstein Reykjalín), en honum er ekki síður margt til lista lagt og er bæði ljóðskáld og tónskáld auk þess að vera listmálari og hagleikssmiður með meiru. „Nú í vor fór ég í skógarlund sem afi og frændur mínir gróðursettu fyrir 50 til 60 árum. Þar fann ég efni í siglutré skipsins. Það má því segja að allt sé þetta fjölskyldutengt. Timbrið í skipinu og klæðningin inni í veitingahúsinu er lerki úr Hallormsstaðarskógi. Svo sel ég ullarvörur frá konunum úr þorpinu. Ég legg ekkert á þessar vörur annað en virðisaukaskattinn, en konurnar fá allt andvirðið. Þetta eru því ódýrustu ullarvörur á landinu.“ Umsvifin aukast stöðugt Þessi starfsemi hefur heldur betur undið upp á sig. Í þeirri viku sem blaðamaður staldraði við hjá Elvari var hann að taka á móti hátt í 400 manns í kynningar og súpu. Þar af voru um 250 erlendir skátar. „Það má því segja að fiskvinnslan sé næstum að verða aukabúgrein hjá mér yfir hásumarið. Þá er farinn að aukast straumur ferðamanna hingað yfir veturinn líka. Í janúar og febrúar á næsta ári verður beint flug til Akureyrar frá Bretlandi. Þá munu koma átta vélar og við erum inni í því dæmi. Allt er þetta því bráðskemmtilegt. Svo er töluvert um að það komi hingað skíðafólk yfir vetrartímann, m.a. gestir af hótelinu á Deplum í Fljótum og frá Klængshóli í Svarfaðardal.“ Með 14 manns á launaskrá og ýmislegt á prjónunum „Þá er ég með fjóra til fimm, fimmtán til sextán ára polla héðan úr þorpinu sem eru að afgreiða og vaska upp. Það eru einir 14 á launaskrá við þetta, allt saman fólk af svæðinu. Þetta hefur því orðið allt að segja fyrir búsetu hér, en hér búa innan við 100 manns. Tengslin mín við sveitina núorðið eru helst í gegnum þessa starfsemi hér. Það eru hátt í t í u manns sem starfa við hvalaskoðunina og þau borða í eldhúsinu hjá mér. Svo er hér stórbóndi í sveitinni á bænum Stærra Skógi sem kemur hingað með allt sitt lið í mat þegar allt er á fullu í heyskapnum. Hann er að framleiða nautakjöt og við höfum rætt um að gera kannski eitthvað úr því hér á staðnum.“ Snillingar í matseld Það er óhætt að segja að fólk kunni vel til verka við matreiðslu á saltfiskréttunum á Baccalá Bar sem eru hreint lostæti. Segir Elvar að þar séu að verki konur úr þorpinu sem skiptast á við matseldina. Saltfiskréttirnir eru hannaðir á staðnum. „Við köllum þetta „Uppáhald skipstjórans“, sem er rauði rétturinn og er aðeins sterkari. Hinn köllum við „Vélstjóra á vakt“. Sagan á bak við þessa rétti er að um borð í einu skipi var ekkert að gera eina nóttina hjá vélstjóra og skipstjóra. Tóku þeir sig til og fóru að keppa um hver gæti gert betri saltfiskuppskrift á meðan kokkurinn væri sofandi og þetta er útkoman.“ Tjaldsvæði og heitir pottar „Svo var ég að opna hér tjaldsvæði sem mun líka styðja við þessa starfsemi. Þá erum við að vinna í að opna hér heita potta í Sandvíkurfjöru sem er í 150 metra fjarlægð frá veitingastaðnum. Við búum nefnilega svo vel hér að vera með flotta og einstaka sandfjöru sem snýr á móti suðri. Ég held því fram að það sé eina sandfjaran á Norðurlandi sem snýr á móti suðri.“ Ýmsar uppákomur á vetrum „Á veturna erum við svo með skemmtilegar uppákomur á Baccalá Bar. Þá erum við með þjóðleg saltfiskkvöld og kvöld með signum fiski. Þá vorum við með sviða- og lappaveislu þar sem sviðnar voru og eldaðar um 600 lappir og 100 hausar. Í þessa veislu mættu um 100 manns og var þá fullt hér í báðum sölum. Þetta eru virkileg skemmtikvöld og fáum við þá alltaf til okkar tónlistarmenn, söngvara og grínara. Við finnum því upp á ýmsu.“ Allt í víkingastíl Elvar segist sjá fyrir sér að heitu pottarnir í Sandvíkurfjöru verði að öllum líkindum í tveim litlum víkingaskipum. Annað á staðnum verði hannað í þeim stíl. Þá séu uppi hugmyndir um að reisa smáhýsi við tjaldstæðið og þau verði hönnuð með víkingatímann í huga. „Jafnvel munum við setja þar upp langhús að hætti víkinga.“ Elvar segir að samlegðarhrifin séu mjög mikil fyrir atvinnulífið á Hauganesi. Þá sé mjög gott samstarf við hvalaskoðunina á staðnum, en ekki er óalgengt að hægt sé að sjá hvali í fæðuleit rétt fyrir utan bryggjuna. Hvalaskoðunin á Hauganesi er með þeim elstu á landinu, en hún hóf starfsemi 1993. Með ódrepandi áhuga á hestum Hauganes er umlukt miklum túnum þar sem öflugur landbúnaður hefur verið stundaður í gegnum aldirnar. Elvar segist svo sem lítið hafa komið að landbúnaði en lifnar allur við þegar blaðamaður orðar við hann áhuga hans á hestamennsku. „Ég á eina tíu hesta en kemst þó minna á bak en ég vildi vegna anna hér. Það kemur fyrir að ég bjóði gestum á bak, en þetta eru engir túristahestar heldur alvöru hestar og því vil ég ekki taka óvana á bak. Ég fer þó alltaf með fólk til hestanna og þó það komist ekki á bak þá er mikil upplifun fyrir það að fá bara að taka utanum þá og hafa þá vappandi í kringum sig. Þessar skepnur gefa svo mikið af sér að það er dásamlegt. Fólk fer eftir slík kynni á brott með tárin í augunum. Ég byrjaði ekki í hestamennsku fyrr en ég var fimmtugur, en nú er ég 62 ára. Þá hafði ég aldrei komið á bak og verið sjóari alla ævi. Mig hafði þó alltaf langað til að eiga hesta og sneri mig nánast úr hálfsliðnum í hvert sinn er ég keyrði framhjá hestunum í túnunum hér í sveitinni.“ Þess virði að brotna á báðum og oftar en einu sinni „Ég kunni ekki neitt þegar ég byrjaði og hélt að þetta væri enginn vandi. Því byrjaði ég auðvitað á því að ökklabrjóta mig. Tveim árum seinna lærbraut ég mig, en var kominn á bak aftur áður en ég sleppti hækjunum. Ég segi því alveg hiklaust að það að vera í hestamennsku er þess virði að brotna á báðum og oftar en einu sinni. Það er dásamlegt að fara til fjalla í þrjá eða fjóra daga með nokkra hesta, í góðum félagsskap og gista svo í eyðikofum. Uppáhaldsmerin mín heitir Stjarna sem er undan Pilti frá Sperðli. Ég keypti hana fyrir átta árum og kom þá með hana í hesthús sem ég var með úti á Dalvík. Ég fór út að ríða daginn eftir og kom svo að húsinu, stoppaði við dyrnar, fór af baki, opnaði dyrnar og tók hana inn. Ég gerði svo nákvæmlega það sama daginn eftir. Þriðja daginn stoppaði ég og ætlaði að fara af baki, en þá bítur hún í handfangið, ýtir hurðinni upp með nefinu og ég beygði mig bara niður og við riðum inn. Eftir þetta gerðum við þetta alltaf. Það er stórkostlegt að fylgjast með dýri læra svona hluti. Mér finnst hún stundum hafa mannsvit. Þetta er alveg ótrúleg meri, en svolítið ofvirk eins og ég. Stundum þegar ég er með fullt af útlendingum á víkingaskipinu á Baccalá Bar, laumast ég oft burt og sæki hest og kem svo á fullri ferð hér ríðandi frá sjónum og negli niður við skipshlið. Fólkið fórnar höndum og hleypur til mín, klappar og kjassar hestinn og fær jafnvel að mynda sig á baki. Það er dásamlegt að upplifa slíkt,“ segir hin eiturhressi framkvæmdastjóri, Elvar Reykjalín. /HKr. Örn er frændi Elvars og hefur verið hans hægri hönd í fyrirtækinu í 17 ár. Áður var hann á sjó með Elvari og hefur því verið viðloðandi starfsemina í segir Elvar. þar sem karlmanns- og kvenmannsskór segja allt sem segja þarf. Elvar Reykjalín þreyttur í hestaferð í Barkárdal. Á áningastað lagðist hesturinn niður og Elvar lagði höfuðið í hálsakotið og steinsvaf í hálftíma. Hesturinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.