Bændablaðið - 24.08.2017, Page 27

Bændablaðið - 24.08.2017, Page 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2017 Íslenskt sárasprey fyrir öll dýr, stór og smá Fæst hjá dýralæknum, hesta- og búvöruverslunum og í völdum apótekum um allt land Umboðsaðili Icepharma Lynghálsi 13 110 Reykjavík Sími 540 8000 icepharma.is www.primex.is Mjög græðandi og bakteríudrepandi Virkar vel á brunasár, bráða- og krónísk sár Hefur reynst vel við hnjóskum á hrossum Dregur úr blæðingu Íslenskt hugvit, hráefni & framleiðsla Tumi frá Borgarhóli sættu sig við þriðja sætið. Heimsmeistaratitill í 100 metra skeiði fór til Bretlands þegar Charlotte Cook og Sæla frá Þóreyjarnúpi spændu brautina á 7,43 sekúndum. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Bretar eignast heimsmeistara í íslenskum hestaíþróttum. Charlotte og Sæla bættu svo bronsi við í 250 metra skeiði. Svavar Örn Hreiðarsson á Heklu frá Akureyri hlaut brons en þátttaka hans á heimsmeistaramótinu vakti athygli eftir að þau Hekla féllu harkalega á skeiðspretti í júní. Svavar, sem er með MS sjúkdóminn, lét þó hvorki byltuna, né sjúkdóminn stöðva sig og tók þátt í öllum þremur skeiðgreinum mótsins. Annar í 100 metra skeiði varð Markus Schoch frá Sviss á Kóngi frá Lækjamóti en þeir sigruðu svo 250 metra skeið á tímanum 21,46 sekúndur. Þorvaldur Árnason, sem keppir fyrir Svíþjóð, hlaut silfur á Thyrnir från Knubbo. Þrenna hjá Konráði Það voru ekki síst ungu knapar íslenska landsliðsins sem slógu í gegn á mótinu. Fyrsti heimsmeist- aratitill mótsins fór til Konráðs Vals Sveinssonar á Sleipni frá Skör sem fékk hæstu einkunn ungmenna í gæðingaskeiði, 7,50. Það var jafn- framt fimmta hæsta einkunn móts- ins. Þetta er annar heimsmeistaratit- ill hins unga knapa, en hann sigraði 250 metra skeið árið 2013. Konráð bætti svo bæði silfri og bronsi við verðlaunasafnið. Hann varð annar í 250 metra skeiði á tímanum 22,23 sekúndur en hin norska Lona Sneve á Stóra-Dímon frá Hauksbæ sigraði á tímanum 21,60 sekúndur. Konráð og Sleipnir þutu 100 metrana svo á 7,68 sekúndum sem tryggði þeim þriðja sæti á eftir Lonu og Stóra-Dímon sem sigraði á 7,57 og Elise Harryson og Lilju frá Hrosshaga frá Svíþjóð sem var önnur á 7,62 sekúndum. Framhald á næstu síðu > Íslenska landsliðið í hestaíþróttum var kampakátt í mótslok enda var það valið besta lið mótsins. Ísland hlaut Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heiðraði hátíð- ina en hér er hann ásamt Gunnari Sturlusyni, forseta alþjóðasamtaka hestamannafélaga, FEIF. Konráð Valur Sveinsson sigraði gæðingaskeið ungmenna á Sleipni frá Skör. Þeir Sleipnir hlutu einnig silfur og brons í öðrum skeiðgreinum mótsins. Frauke Schenzel og Gustur vom Kronshof fagna sigri í

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.