Bændablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2017 Næturfrost í Þykkvabæ fyrr í ágúst skemmdi talsvert af kartöflugrösum og mun þannig draga úr uppskeru í haust. Að sögn kart öflubónda í Önnuparti er hætta á meira næturfrosti í kortunum og því hættulegir daga framundan. Guðmundur Harðarson, kartöflubóndi í Önnuparti, segir að meiri hluti kartöflugarða Þykkbæinga hafi orðið fyrir einhverjum skemmdum í næturfrosti fyrr í ágúst. Sjálfur ræktar Guðmundur kartöflur á 30 hekturum í tólf görðum og segir hann að af þeim séu skemmdir í ellefu. „Skemmdirnar eru mismiklar, allt frá því að vera smávægilegar í að vera mjög miklar.“ Að sögn Guðmundar er allt of snemmt að gera sér grein fyrir hversu mikið fjárhagslegt tjón vegna frostsins er, en að hans sögn gæti það verið um 20% uppskerunnar ef ekki verða frekari áföll. Mismiklar skemmdir „Garðurinn sem slapp er um tveir og hálfur hektari þannig að það sér mismikið á 27,5 hekturum hjá mér. Skemmdirnar valda því að undirvöxturinn verður hægari hér eftir og ekkert sem má koma upp á til að sprettan verði enn minni og uppskeran lítil. Reyndar er sýnt nú þegar að uppskeran verður minni vegna frostsins en ef allt gengur að óskum getur hún orðin sæmileg. Garðar, sem eru út við Hólsárbakka og sunnan við byggðina, sluppu best en garðar ofar í landinu fóru verst. Það er kartöflugarður nánast við hliðina á sjálfvirku veðurstöðinni í Þykkvabæ sem er í túnfætinum hjá mér við Önnupart. Sá garður er svo til alveg óskemmdur og veðurstöðin sýnir skaðlítið frost og það sýnir að frostið hefur verið harðar ofar í landinu.“ Skemmdir draga úr uppskeru Guðmundur segir að grösin sem skemmdust í frostinu jafni sig ekki. „Ég er hræddur um það séu hættulegir dagar framundan sem geti valdið enn meiri skemmdum á grösunum.“ Yrkin sem Guðmundur ræktar eru gullauga, rauðar íslenskar, premier og milva og segir hann engan mun eftir yrkju hvað skemmdir varðar. „Ég kíkti sums staðar undir grös sem hafa fallið og kartöflurnar eru enn fremur litlar. Sú stærsta af gullauga skreið varla í 50 millimetra.“ Lítið farinn að taka upp „Fram til þessa hef ég eingöngu tekið upp kartöflur sem hafa verið ræktaðar undir plasti og til að afgreiða pantanir á sumarmarkað.“ Guðmundur segir að skemmdir eins og garðarnir í Þykkvabæ hafa orðið fyrir seinki fyrir upptöku kartaflna í haust vegna þess að vöxturinn er hægari. „Ef við aftur á móti fáum á okkur meira frost og grösin gjörfalla breytist staðan. Að vísu er ágætt að kartöflur geymist í jörðinni í viku eða hálfan mánuð eftir að grösin falla áður en þær eru teknar upp. Hýðið verður sterkara og það sér minna á kartöflunum og þær verða fallegri í hillum verslananna fyrir vikið.“ Grösin mega ekki verða fyrir meiri skemmdum Markús Ársælsson, kartöflubóndi í Hákoti í Þykkvabæ, tekur undir með Guðmundi í Önnuparti og segir að nánast allir garðar í Þykkvabæ hafi orðið fyrir mismiklum skemmdum. „Ég rækta kartöflur á 18 til 20 hekturum og það sjást skemmdir á öllum görðunum en mismiklar. Þar sem skemmdirnar eru verstar dregur úr sprettu en þar sem skemmdirnar eru minnstar munu þær ekki hafa nein áhrif.“ Að sögn Markúsar er það sem skiptir mestu máli núna að það komi ekki aftur frost á grösin. „Gerist það aftur verða grösin fyrir miklu meira áfalli og þá erum við að tala um mikið tjón. Það er ekki nema miður ágúst núna og ef ekkert gerist frá í september er tjónið ekki svo mikið og við í þokkalegum málum. Útlitið er ekki gott fyrir næstu helgi og ef himinninn heldur áfram að vera skafheiðríkur eins og hann er núna er töluverð hætta á næturfrosti. Hver dagur er því dýrmætur fyrir okkur hvað uppskeruna varðar.“ /VH Gull til Gústafs Gústaf Ásgeir Hinriksson keppti nú á sínu þriðja heimsmeistaramóti, og er á sínu síðasta ári í ungmennaflokki. Hann ætlaði sér því greinilega stóra hluti eftir að hafa orðið af titli á síðasta móti. Hann tefldi fram Pistli frá Litlu-Brekku í fjórgangi og slaktaumatölti og komu efstir inn í úrslit eftir forkeppni fjórgangs. Þeir héldu toppsæti sínu allt til loka og sigruðu með einkunnina 6,80. Þeir urðu svo í þriðja sæti í úrslitum slaktaumatölts með 7,00 í einkunn og silfur í samanlögðum fjórgangsgreinum og gátu gengið ansi sáttir frá móti. Clara Olsson frá Svíþjóð sigraði slaktaumatölt á Þór frá Kaldbak með einkunnina 7,13 Brynja Sophie Arnason frá Þýskalandi var önnur á Skugga frá Hofi I en hún hlaut jafnframt heimsmeistaratitil í samanlögðum fimmgangsgreinum ungra knapa. Þá fór hin þýska Olivia Ritschel og Alvar frá Stóra-Hofi mikinn í töltkeppni ungmenna og sigraði af nokkru öryggi. Hún hlaut einnig heimsmeistaratitil í samanlögðum fjórgangsgreinum ungra knapa. Íslendingar áttu fulltrúa í úrslitum töltsins. Finnbogi Bjarnason á Randalín frá Efri-Rauðalæk urðu þar í fjórða sæti og hækkaði sig um eitt sæti frá forkeppni. Fjaðurmagnaður Máni Ein af stjörnum mótsins reyndist vera Máni Hilmarsson og Prestur frá Borgarnesi. Þeir voru valdir inn í íslenska landsliðsins af liðsstjórum en hafa átt góðu gengi að fagna á mótum heima. Þeirra aðalkeppnisgrein var fimmgangur, en tóku þó þátt í slaktaumatölti og skeiðgreinum. Þeir sigruðu fimmgang ungmenna með glæsibrag, hlutu 6,79 í lokaeinkunn og langhæstu einkunn knapa fyrir skeið 8,17. Við mótsslit var Máni einnig heiðraður af alþjóðasamtökum hestamannafélaga, FEIF, fyrir prúðmannlega reiðmennsku og hlaut fyrir vikið FEIF-fjöðrina. /ghp Máni Hilmarsson hlaut FEIF-fjöðrina fyrir fumlausa reiðmennsku á mótinu. Öruggir skeiðsprettir skiluðu honum Irene Reber og Þokki frá Efstu-Grund fóru mikinn á mótinu. Þórarinn Eymundsson og Narri frá Vestri-Leirárgörðum þurftu að sætta sig Næturfrost skemmdi kartöflugrös í Þykkvabæ Skemmd grös í kartöflugarði í Þykkvabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.