Bændablaðið - 24.08.2017, Side 40

Bændablaðið - 24.08.2017, Side 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2017 Hversu mikinn mat geta hjón búið sér til á litlu landi? Þetta er spurning sem hjónin Dagný og Sigurður ákváðu að gera atlögu að þegar þau keyptu landið Skyggnisstein í Bláskógabyggð fyrir nokkrum árum. Í dag rækta þau býsnin öll af góðmeti upp á lífrænan máta. Fyrir nokkrum árum ákváðu hjónin Dagný Guðmundsdóttir og Sigurður Jónsson að venda kvæði sínu í kross og flytja úr borg í sveit. Dagný og Sigurður voru útivinnandi hjón í Reykjavík og höfðu gaman af því að rækta garðinn sinn í hjáverkum. Endrum og sinnum ræddu hjónin um að taka ræktunaráhugann á næsta stig og einn daginn ákváðu þau að stíga það skref til fulls. „Ég held að þetta sé einhvers konar þörf á að brjóta upp tilveruna. Við vildum fá að takast á við nýja hluti,“ segir Dagný. Í tvö ár leituðu þau sér að jarðn- æði til að láta á drauma sína reyna. Þótt matvælaræktun væri ákveðin undirstaða voru þau ekki með fast- mótaðar hugmyndir um hvað biði þeirra. „Við ætluðum að finna út úr því hvað nákvæmlega við myndum gera eftir því hvað staðurinn, sem við keyptum myndi bjóða upp á.“ Vinna með landgæðunum Skyggnissteinn í Bláskógabyggð varð fyrir valinu. Landið er um 6 ha, 3 km norður af Geysi, austan Tungufljóts andspænis skógræktinni í Haukadal. Einn hektari er skjólgott frístundaland með sumarbústað. Tæpir 5 ha eru landbúnaðarland. Fyrri eigendur höfðu ræktað þar margbreytilegan skóg sem nú nýtist á margan hátt. Þar er einnig að finna mikið og fjölbreytt blómaskrúð og víðáttumikla móa með fjalldrapa og bláberjalyngi, gróðursælt votlendi og hólma í fljótinu. Stærsti hluti af landinu hefur verið friðaður fyrir beit í um 30 ár og er mjög vel gróinn. „Kosturinn við landið er að við höfum skjól, mjög mikið af góðu vatni og djúpan moldarjarðveg. Vatnið kemur úr uppsprettulindum Bláskógabyggðar, þeim vatnsmestu sem þekkjast á jörðinni. Um leið erum við ansi langt inni í landi og því er næturfrost langt fram eftir vori,“ segir Dagný en þau Sigurður vinna með landgæðin á ýmsan hátt. Þannig hafa tvö óupphituð gróðurhús og gróðurkassar með ylplasti reynst þeim afar vel. Auk þess bættu þau glerskýli á bústaðinn sem þau nýta við forræktun plantna á vorin. Skóginn hafa þau síðan grisjað til muna og inni í honum má nú finna veglega kartöflu- og rófugarða í skjólgóðum skógarlundi. „Annað sem við stefnum meira að, en höfum gert of lítið, er að nýta grjót sem hitagjafa,“ segir Dagný. Vistræktaraðferðir við íslenskar aðstæður Veturinn áður en hjónin hófust handa á Skyggnissteini undirbjuggu þau sig með lestri bóka um ræktun auk þess að viða að sér upplýsingum af vefnum og það var einmitt í slíku vafri sem þau kynntust vistrækt (e. permaculture). „Við sáum að þarna var eitthvað sem passaði algjörlega inn í okkar hugmyndafræði. Við höfðum ein- hverja óljósa hugmynd um hvað við vildum gera og fannst merkilegt að það væri fullt af fólki úti um allan heim sem væri að hugsa akkúrat svona og að það væri til hugtak fyrir þetta – permaculture.“ Vistrækt er heildrænt ræktunar- og hönnunarkerfi sem líkir eftir náttúrunni með sjálfbærni Ísland gæti uppfyllt grundvallarfæðuþörf þjóðarinnar með fjölbreyttum ræktunaraðferðum að mati Dagnýjar og Sigurðar: Ætigarður í uppsveitunum – Fluttu úr borg í sveit til að rækta matvæli Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.