Bændablaðið - 24.08.2017, Síða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2017
Véla-landbúnaðartækja-
framleiðandinn TAFE er
þriðji stærsti framleiðandi
dráttarvéla í heiminum
í dag og starfar í nánu
samstarfi við framleið-
endur AGCO og Massey
Ferguson dráttarvélar.
Skammstöfunin TAFE
stendur fyrir Tractors &
Farm Equipment Limited.
Fyrirtækið, sem er ind-
verskt og hét upphaflega
Amalgamations, hóf framleiðslu á
dráttarvélum árið 1960. Fyrirtækið
hafði þá um tíma framleitt Perkins
dísilvélar fyrir Standard Motor
Products of India Limited sem
setti saman Massey Ferguson
traktora fyrir Indlandsmarkað.
Stofnandi, aðaleigandi og stjórn-
arformaður Amalgamations, herra
Anantharamakrishnan, hafði
mikla trú á grænu byltingunni
og öllu sem viðkom landbúnaði.
Það var hann sem tók ákvörðunina
sem leiddi til þess að fyrirtækið
hóf framleiðslu á dráttarvélum.
Framleiða Massey Ferguson
Skömmu eftir að ákvörðun
Amalgamations um fram-
leiðslu á eigin dráttarvélum var
kynnt var henni slegið á frest.
Framleiðendur Ferguson fóru
þess á leit við fyrirtækið að það
yfirtæki framleiðslu á Massey
Ferguson á Indlandi. Samhliða
því var nafni Amalgamations
breytt í Tractors and Farm
Equipment Limited, skammstaf-
að TAFE.
Fyrsti traktorinn sem TAFE
framleiddi var Massey
Ferguson 1035 og naut sú
dráttarvél mikilla vinsælda
á Indlandi. Fyrirtækið öðl-
aðist á skömmum tíma
yfirburðastöðu á dráttar-
vélamarkaði á Indlandi.
Á sjöunda áratug síðustu
aldar seldust um 12.000
traktorar á ári á Indlandi og
TAFE framleiddi um 7.000
af þeim.
Verksmiðja í Malasíu og
önnur í Tyrklandi
Auk þess að reka fjórar dráttar-
vélaverksmiðjur á Ind landi starf-
rækir TAFE einnig dráttarvéla-
verksmiðju í Malasíu og aðra í
Tyrklandi.
Sé litið til dráttarvéla-
framleiðenda sem framleiða
traktora sem eru undir 100
hestöfl er TAFE annar stærsti
dráttarvélaframleiðandi í heimi.
Vinsældir TAFE smátraktora
hafa aukist mikið undanfarin ár
og eru þeir mikið notaðir til að
létta gegningar og alls kyns verk
innandyra.
Hönnun smátraktoranna, sem
allir eru dísilknúnir, þykir einföld
og litla sem enga kunnáttu í vél-
fræði þarf til að gera við flestar
bilanir þar sem í traktorunum er
ekki flókinn tölvubúnaður.
Árið 2009 hóf TAFE fram-
leiðslu á 90 til 105 hestafla
dráttarvélum fyrir bandaríska
fyrirtækið AGCO. Í fyrstu fóru
traktorarnir á markað í Tyrklandi
og Suður-Afríku en í dag eru þeir
seldir víðar um heim. Verksmiðja
TAFE í Tyrklandi framleiðir aðal-
lega traktora fyrir AGCO.
Tebúgarður og 150.000
traktorar
Í dag framleiðir fyrirtæk-
ið dráttarvélar á Indlandi
undir þremur vörumerkj-
um, TAFE, Massey
Ferguson og Eicher.
Auk þess sem fyrirtækið
framleiðir margs konar
landbúnaðartæki, jarð-
tætara, plóga og vélar til
að taka upp kartöflur. Það
framleiðir einnig dísil-
vélar, vökvapumpur, rafgeyma
og ýmiss konar vörur úr plasti.
TAFE rekur einnig stóran tebú-
garð á Indlandi undir sérstakri
landbúnaðardeild.
Árið 2015 seldi TAFE um
150.000 dráttarvélar sem eru
á bilinu 25 til 45 hestöfl í um
100 löndum. Þar á meðal í
Bandaríkjunum og Evrópu.
Ekki er vitað til að dráttarvél
af gerðinni TAFE hafi verið flutt
inn til Íslands. /VH
TAFE – þriðji stærsti dráttar-
vélaframleiðandi í heimi
Yfirvöld í Þýskalandi, Hollandi
og Belgíu hafa látið kalla inn
milljónir eggja úr verslunum.
Krafist er lögreglurannsókna
eftir að mælingar sýndu hátt
hlutfall skordýraeitursins fipronil
í eggjum.
Verið er að innkalla margar
milljónir eggja úr verslunum og
vöruhúsum í Þýskalandi og Hollandi
og búið er að stöðva sölu á eggjum
frá Hollandi í Belgíu eftir að í
ljós kom að í eggjum frá sumum
framleiðendum fannst hátt hlutfall
af skordýraeitri. Eitrið sem um ræðir
kallast fipronil og er notkun þess
stranglega bönnuð í matvælaiðnaði.
Áætlað er að 2,9 milljón egg
smituð af fiprolin hafi verið flutt til
Þýskalands áður en innflutningur á
eggjum til landsins frá Hollandi var
stöðvaður í síðasta mánuði.
Samkvæmt frétt The Guardian
er búið að loka tímabundið um
180 hollenskum kjúklingabúum og
hefja á lögreglurannsókn á umfangi
málsins. Litið er á notkun eitursins
í matvælaiðnaði sem glæpsamlegt
athæfi.
Fyrstu viðbrögð hollenska
matvælaeftirlitsins vegna málsins
hafa verið harðlega gagnrýnd.
Í fyrstu gaf matvælaeftirlitið út
yfirlýsingu þar sem sagt var að
engin hætta væri á ferðum. Skömmu
síðar kom önnur yfirlýsing þar sem
neytendur voru varaðir við að borða
egg þar til rannsókn málsins væri
lokið.
Alþjóðaheilbrigðismála stofnunin
segir fiprolin
mjög skaðlegt
Sýni sem tekin voru úr kjúklinga-
driti, blóði og eggjum, sýndi mjög
hátt hlutfall skordýraeitursins fiprol-
in á mörgum eggjabúum í Hollandi.
Efnið er notað af dýralæknum til að
drepa flær, lýs og önnur skordýr en
notkun þess er bannað á dýrum sem
ætluð eru til manneldis.
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnuninni, WHO, telst fiprolin
til mjög hættulegra efna sem geta við
inntöku valdið alvarlegum skemmd-
um á lifur, skjaldkirtli og nýrum svo
dæmi séu tekin.
Saksóknari í Belgíu er að fara yfir
lista viðskiptavina tveggja fyrirtækja
í landinu sem framleiða og selja
lúsavarnarefni til býla og annarra í
Hollandi og Belgíu. Hugsanlegt er
talið að fiprolin hafi verið blandað
við önnur og lögleg efni sem notuð
eru til að aflúsa kjúklinga til að auka
notagildi þeirra.
Einnig er talið mögulegt að
fiprolin eða skordýraeitur blandað
með því hafi verið selt til Bretlands,
Frakklands og Póllands og notað til
að aflúsa kjúklinga í eggjafram-
leiðslu í þeim löndum.
Búið að borða sönnunargögnin
Samkvæmt frétt í hollensku dag-
blaði hefur blanda af skordýraeitri
með fiprolin verið notað af hollensk-
um eggjaframleiðendum í meira en
ár. Samkvæmt yfirlýsingu frá mat-
vælaeftirliti Hollands er ekki nokkur
leið að segja til um hversu lengi efnið
hefur verið notað þar sem búið er að
borða öll eggin.
Í síðustu viku sendi hollenska
matvælaeftirlitið frá sér viðvörun þar
sem segir að í einni sendingu sem
tekin var til skoðunar hefði magn
af fiprolin reynst það hátt að neysla
á eggjunum gæti haft alvarlegar
heilsufarslegar afleiðingar í för með
sér fyrir fólk. Í viðvöruninni segir að
ekki sé ráðlegt að gefa börnum egg
frá að minnsta kosti 27 eggjabúum.
Verslanir taka egg úr sölu
Tvær af stærstu verslunarkeðjum
í Hollandi hafa þegar tekið egg
frá sumum framleiðendum úr
sölu og þýska verslunarkeðjan
REWE hefur gert slíkt hið sama.
Verslunarkeðjurnar Lild og Aldi hafa
einnig tekið hollensk egg úr sölu og
sagt að neytendur sem hafa keypt
hollensk egg geti skilað þeim.
Auk þess sem sending með ríflega
milljón eggjum sem var á leiðinni frá
Hollandi til Þýskalands var stöðvuð
við landamæri Þýskalands og snúið
aftur til Hollands.
Í belgískum fréttamiðlum er haft
eftir talsmanni flæmskra kjúklinga-
og eggjabænda að sala og dreifing
á eggjum frá nokkrum býlum hafi
verið stöðvuð í Flæmingjalandi
vegna rannsókna á notkun fiprolin
þar.
Holland stærsti útflytjandi eggja
í Evrópu
Holland er stærsti útflytjandi eggja
í Evrópu og eru eggjabændur í
Hollandi um eitt þúsund og fram-
leiða þeir um 10 milljarða eggja á
ári. Formaður eggjabænda í Hollandi
segir að 65% framleiðslunnar sé
fluttur út og stór hluti framleiðsl-
unnar fari til Þýskalands og því um
grafalvarlegt mál að ræða og hætti
verslanir að bjóða hollensk egg til
sölu blasi við fjöldi gjaldþrota hjá
hollenskum eggjabændum. /VH
Matvælaöryggi:
Milljónir eggja fjarlægð úr hillum verslana
í Evrópu vegna skordýraeiturs
UTAN ÚR HEIMI
Hópur vísindamanna frá
Washington-háskóla könnuðu
hvaða áhrif eggjaneysla hefði á
börn í Ekvador. Um 80 börn tóku
þátt í rannsókninni á svæði þar
sem um 40% barna eru vannærð.
Börnunum voru gefin eitt egg
á dag í sex mánuði og í ljós kom
að nærri helmingur þeirra 37 barna
sem talin voru of lágvaxin fyrir sinn
aldur við upphaf rannsóknarinnar
höfðu tekið umtalsverðan vaxtarkipp
áður en henni lauk. Egg innihalda
mörg næringarefni eins og kólín
sem er nítrógenefnasamband
sem hefur verið tengt við vöxt í
rannsóknum á dýrum. Vítamín og
dýraprótein hjálpa til við að byggja
upp vöðvavefi. Rannsóknin var birt
í vísindaritinu „Pediatrics“ sem er
leiðandi rit fyrir barnalækna og þykir
niðurstaðan vera áhugaverð fyrir
hjálparstarf í vanþróuðum ríkjum.
/ehg
Eitt egg á dag eykur vöxt barna