Bændablaðið - 24.08.2017, Page 52

Bændablaðið - 24.08.2017, Page 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2017 Upp úr síðari heimsstyrjöld hófst uppbygging nútíma vegakerfis á Vestfjörðum. Þá komu til sögunnar þeirra tíma nýtísku vélar, jarðýtur, vörubílar, gröfur og nefndu það bara. Flestar ættaðar frá Bandaríkjunum. En það var ekki nóg að eignast vélar og tæki. Það þurfti menn til að stjórna þessum græjum. Og menn sem lögðu á ráðin og kunnu að leiðbeina svo vel færi. Þessir menn voru brautryðjendur. Á ótrúlega skömmum tíma ruddu þeir brautir svo til að hverjum einasta bæ á Vestfjörðum. Það var torsótt vegagerð, mold, grjót og sandur í bland. Mörg afrek voru þar unnin í þjóðarþágu. Þeir fóru yfir mela og móa, ár og læki, fjallahlíðar og grundir, eftir fjörum og yfir firði, yfir fjöll, yfir skriður og fyrir nes. Og jafnvel í gegnum vestfirska skóga og kjörr. Þetta voru snillingar sem lögðu hönd á þennan plóg. En eyðilögðu þessir brautryðjendur landið? Án vega hefðu Vestfirðir verið óbyggilegir Engu er líkara en fjöldi vestfirskra vega hafi verið greyptir í landið þegar landnámsmenn komu. Svo inngrónir eru þeir landslaginu í dag. Hvarvetna. Hefur einhver heyrt að þessir lífsnauðsynlegu vegir hafi eyðilagt vistkerfi Vestfjarða? Hafa þeir eyðilagt einhverja skóga? Og fjöll eða dali? Auðvitað hafa verið lagðir hér vegir sem menn hafa ekki verið ánægðir með staðsetningu þeirra. Og komið hefur fyrir að gróið land hefur goldið þess. Þá hafa menn bara bölvað Vegagerðinni og lífið haldið áfram. En þetta eru undantekningarnar sem sanna regluna: Vestfirskir vegir voru almennt snilldarlega lagðir og bera höfundum sínum fagurt vitni. Og hafa komið Vestfirðingum að ótrúlega góðum notum. Hvernig hefðu Vestfirðir verið án vega? Óbyggilegir. Þarf ekki annað en líta til Hornstranda í þeim efnum. Það voru snillingar sem lögðu hönd á hinn vestfirska vegagerðarplóg. Brautryðjandinn Elís Kjaran sagði eitt sinn að margir teldu að hann væri að eyðileggja landið og náttúruna með því að ryðja þessa vegi sína og troðninga. Hann svaraði því til, að náttúran sjálf væri alltaf að breyta landslaginu. Daglega sagði Elli og þarf ekki vitnanna við. Hundrað sinnum Teigsskógur! Það sem hér er sagt um vestfirska vegi, blasir við öllum sem um þá fara. Því óskiljanlegra verður að telja ruglið með Teigsskóg í Gufudalshreppi. Akfær vegur var lagður þar í sveit um og upp úr 1950. Hvers vegna ekki má leggja nýjan veg þar um slóðir í stað gamla moldarvegarins er óskilj- anlegt öllu venjulegu fólki. Þar er Vestfjörðum haldið í spennitreyju af einhverjum spekingum, í stofn- unum sem sumar lifa fyrir sjálfar sig. Þó spakir séu hafa þeir ekki gáfur til að sjá að búið er að leggja vegi vítt og breitt um alla Vestfirði á að minnsta kosti 100 sambærileg- um stöðum eins og Teigskjarrið er. Engir meinbugir þar á. Náttúran alveg söm við sig eftir því sem séð verður. Eru Vestfirðingar dauð- ir úr öllum æðum að láta þetta Teigsskógsrugl endalaust yfir sig ganga? Með öðrum orðum: Eiga einhverjir strákar, sem aldrei hafa komið austur fyrir Elliðaár, að stjórna því leynt og ljóst hvernig Vestfirðingar haga sínum málum? Að umgangast landið á réttan hátt Vitanlega verðum við að fara var- lega í umgengni við landið okkar. Sýna því fulla tillitssemi og nær- gætni. Ekki síst okkar sjálfra vegna. Um það eru flestir sammála í dag sem betur fer. Sá breytti hugs- unarháttur er mörgum að þakka, til dæmis öðlingum eins og Ómari Þ. Ragnarssyni. En það er ekki þar með sagt að við eigum bara að horfa á Ísland farsælda Frón. Við þurfum að nýta það á réttan hátt. Svo sagði Vestfirðingur að nafni Jón Sigurðsson. Hallgrímur Sveinsson, Guðmundur Ingvarsson, Bjarni G. Einarsson Landbúnaðarkerfið, heilbrigðis- kerfið, vegakerfið og menntakerf- ið eru í algjöru uppnámi. Sundurtætt og trosnuð eins og fyrirtækjaflögg í ofsaroki, þegar lítið er eftir til að blakta annað en stöngin og stagið með rifnum tjásu- jaðri sem emjar í fárviðrinu. Það er erfitt fyrir þá kynslóð síðustu aldar, sem lagði líf sitt og metnað í að byggja þessi kerfi upp svo til fyrirmyndar varð, landi og þjóð til sóma. Að sjá nú allt það ferli svívirt og fótum troðið af arðræningjum yfirvaldsins, er nú ræður hér ríkj- um. Dregur sér fé úr sameiginlegum sjóðum samfélagsins og skilar engu aftur til framfara eða viðhalds og nýrra framkvæmda. Það sem enn er í orði kveðnu kallað lýðræði ríkis, kemur fram í einræði ráðherravals, flaksandi skrípadansi þingmanna á pöllum Alþingis og sjálftöku á hækkuðum launum úr ríkiskassan- um. Að fyrirmynd þeirra sem þar fara með völd og eignir. Þaðan og frá forsprökkum verkalýðs forustunnar, fær launafólkið þau skilaboð að engar forsendur séu fyrir því að hækka laun þeirra í samræmi við hækkanir á húsaleigu eða í takt við annað verðlag í landinu. Þá fari allt efnahagskerfið í rúst. Meðan launafólkið, máttarstoðir þjóðfélagsins og kjósendur þessarar háttlaunuðu yfirstéttar, lætur það yfir sig ganga, að þessir erindrekar þeirra og umboðsmenn um lýðræðislegt jafnræði og mannréttindi, misnotar þannig valdsvið sitt til vinnusvika á þeim vettvangi, verður ekki annað séð en stutt sé í hrun þessa þjóðfé- lags. Svo ormjetið og mygluskemmt sem það er orðið innanfrá af fúski og vanrækslu. Landbúnaðurinn, matvæla- framleiðslan, afurðir landsins, einskis metið, né vinna þess lýðs sem enn þrjóskast við að byggja þetta land, unna því, þiggja gjafir þess og leggja sig fram við að breyta þeim gjöfum í hágæða matvöru. Matvöru sem er undirstaðan að lífi og heilsu allra. Líka þeirra sem þjösnast nú mest við að leggja landbúnað í rúst, með skammsýni aurasálarinnar, sem ekkert sér nema seðla og glópagull. Og vísindum svokallaðra hagfræðinga, sem kafa nú ekki dýpra en það í samanburð og raunvísindi, að það nægir þeim að orða sína niðurstöðu og innlegg í málið, orðrétt þannig Vísir/GVA: „Það er að segja ef þarna er að endurspeglast aukin hagkvæmni í þjónustu samanborið við vöru- framleiðslu. Þetta er þróun sem við höfum séð í mörgum öðrum þjóðfé- lögum. Þar sem umfang framleiðslu á einhverjum sem þú getur látið detta ofan á tána á þér er að minnka og þetta óáþreifanlega, þjónusta, ferðaþjónusta, hótelþjónusta og svo framvegis er að aukast að umfangi. Þannig að þetta er í takt við það sem við sjáum í öðrum þjóðfélögum.“- segir Þórólfur. Og að: „Íslenska ríkið sé að þessu leyti að verða líkara því sem gerist í þró- uðustu löndum heims.“ Og ég verð að játa að ég skil ekki samhengið né speki prófessorsins. En ég veit með vissu að þau lönd sem ekki geta sjálf framleitt sem mest af sínum matvörum, berjast alltaf í bökkum við að afla gjaldeyris til að flytja inn og borga þá vöru. Þannig er einmitt ástatt hér með viðskiptahalla og vöruskiptajöfnuð. Og þar sem að lega landsins getur líka torveldað vöruflutninga til og frá landi, auk þess að mengun fylgir óhjákvæmilega öllum slíkum flutningum, þá sér hver heilvita maður hagnaðinn af sjálfbærni í byggð og framleiðslu landsins alls. Þar er kjötframleiðsla og grænmeti þyngst á metum, með sín mörgu afleiddu störf. Það skýtur því skökku við að nú skuli með slíku offorsi ráðist á kindakjötsframleiðendur, að strax í haust skuli framleiðsluverð til þeirra skert og skorið niður um 35%, eða langt niður fyrir útlagðan kostnað, fyrirvaralaust. Á meðan aðkeyptar vörur til framleiðslunnar hækka í verði og milliliðir halda sínum hlut. Ósamræmið er himinhrópandi. Auk þess sem áður taldar samfélagsþjónustugreinar eru í kaldakoli um land allt, þá er sauðfjárræktin ein af mikilvægustu atvinnugreinum til að tengja saman byggðarlög og búsetu vítt og breitt um landið. Og margbreytileiki tækifæra til atvinnusköpunar tengda þeirri grein er alveg ónýttur á mörgum sviðum enn sem komið er. Ljósi punkturinn í öllu þessu umróti og upplausn er að skynsamt ungt fólk og framsýnt, hér og þar um landið, er búið að koma auga á þessa möguleika og farið að reyna að koma undir sig fótum við þannig rekstur. Nægir þar að nefna bæi eins og Efstadal á Suðurlandi, Laugamýri í Skagafirði, og sem betur fer þannig marga hér og þar í öllum landsfjórðungum í sambandi við ferðaþjónustu o.fl. framtak sem hyggst byggja sinn rekstur að eins miklu leyti og hægt er á heimafengnum og nærtækum framleiðsluvörum úr heimabyggð, með sem minnstum flutningskostnaði. Lambakjötið íslenska og nautakjötið ásamt grænmetinu, getur glatt margan ferðamanninn á þeirra ferð um landið, sé þeim gefinn kostur á að njóta á þann hátt, ásamt því að kynnast um leið íslenskri sveitamenningu og lífi fólks við skapandi aðstæður í náttúrulegu umhverfi. Enda er það áhugamál allflestra sem hingað leggja leið sína. Meinið er að þetta hvorki sjá né skilja þeir sem nú ráða mestu um það hvert fjármagni til framkvæmda er beint og með hvaða kjörum. Á meðan ausið er fé í útlenda auðhringa til óafturkræfra spellvirkja hér á landi, skatta- og endurgjaldslaust. Þá er innlend framtakssemi og samfélagskerfi svelt og skattlagt með okurvöxtum. Margra hæða hótel rísa eins og gorkúlur við höfn og torg í Reykjavík, en handa ungu fólki og eldra er ekki einu sinni kjallarahola laus og það litla sem losnar leigt eða selt á því okurverði að enginn launþegi getur klofið að borga þó hann gerist skuldaþræll æfilangt og út yfir gröf og dauða. Fátæktin gengur í arf. Er nokkuð undarlegt, þó maður spyrji á hreinni íslensku: Hvað á þetta að ganga langt? Ætlar fólkið í þessu landi að halda áfram að láta þetta yfir sig ganga? Samþykkja með þögn og afskipta- leysi að fámennur hópur fjárglæfra- manna komi hér á einræði ómennsks peningavalds með sama sniði og nú er að leggja í rúst lönd og myrða íbúa sinna eigin landa! Er að gera heiminn að flótta- mannabúðum eyðileggingar og haturs ómennskrar örvinglunar! Ég skal aldrei trúa að mín mennt- aða og menningarríka þjóð eigi eftir að verða fórnarlamb slíkra óheillaafla. En til þess að koma í veg fyrir slysin verður að fjarlægja slysa- gildrurnar. Ryðja nýjar brautir og loka ófærunum. Þar er verk að vinna fyrir allt okkar unga og efnilega fólk, ásamt hinum sem eldri eru og reyndari. Skrifað í byrjun ágúst 2017 Guðríður B. Helgadóttir Blákaldur veruleikinn – Íslensk stjórnvöld eru vísvitandi og af ráðnum hug að leggja byggðir landsins í auðn LESENDABÁS Vegagerð á Vestfjörðum: Brautryðjendurnir voru snillingar en eyðilögðu þeir landið? Þrír brautryðjendur. Þessir þrír menn hafa allir komið mikið við sögu vegagerðar á Vestfjörðum. Í raun og veru helgað þeim ævistarf sitt að miklu leyti. Frá vinstri: Gunnar G. Sigurðsson frá Ketilseyri. Hann er einn af þessum ábyrgðarmiklum stjórnunarstöðum hjá Vegagerðinni. Í baksýn er vegurinn hans Ella í Hrafnholum undir Helgafelli Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 7. september

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.