Bændablaðið - 24.08.2017, Síða 56

Bændablaðið - 24.08.2017, Síða 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2017 Ábúendurnir á Hrafnkelsstöðum fluttu á jörðina árið 1990 en þá var hún í eigu ríkisins. Hófst þá uppbygging á svæðinu og var jörðin keypt nokkrum árum seinna. Árið 2007 hófst svo ferðaþjón- ustan hjá fjölskylduni ásamt því að Karl sinnti starfi sínu sem landpóst- ur. Reiðhöllin reis svo árið 2008 og hefur nýst vel fyrir tamningar yfir vetrartímann. Mikill uppgangur hefur verið í ferðaþjónustunni síðustu ár og árið 2012 reis nýtt hús til að sinna henni. Þar er gisti- og salernispláss fyrir átta manns auk eldhúss, matsalar og setustofu. Býli: Hrafnkelsstaðir. Staðsett í sveit: Á Mýrum í Borgarfirði. Ábúendur: Bóndinn Karl Heiðar Valsson og eiginkonan Monika Kimpfler. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Fjölskyldan á þessum bæ eru fimm talsins. Hjónin Karl og Monika og börnin þeirra þrjú, Heiðar Ernest, Lára María og Úrsúla Hanna. Gæludýr á bænum er þónokkur, hundarnir fimm sem taka mismikinn þátt í búskapnum en flestum þeirra finnst gott að liggja inni á meðan tveir af þeim eru úti að vinna. Einnig eru nokkrir kettir á bænum. Stærð jarðar? Um 800 hektarar. Gerð bús? Erum ferðaþjónustubú og stundum einnig hrossarækt og tamningar. Fjöldi búfjár og tegundir? Á bænum eru um 150 hross, sjö geitur, nokkrar kindur, átta landnámshænur og svínin Babe, Berta og Barbie. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Á veturna vaknar heimilisfólkið klukkan átta. Kalli fer í póstferð en hann starfar sem landpóstur ásamt því að sinna búinu. Monika fer út í hesthúsið, eftir stuttan morgunverð og tvo kaffibolla, til að moka, gefa og temja til hádegis. Sama er upp á teningnum eftir hádegi fram að kvöldgjöfinni sem er í kringum klukkan sex. Kalli kemur síðan úr póstferð og þá er kvöldmatur. Á sumrin hefst dagurinn á því að undirbúa morgunverð fyrir gesti. Eftir morgunverðinn þarf að smala hrossum fyrir fyrri reiðtúr dagsins en þegar því er lokið þá er farið með gesti í reiðtúr fram að hádegismat. Eftir mat er síðan farið í síðdegis- reiðtúr eða stuttar skoðunarferð- ir um nærsveitir sem endar svo á kvöldverði. Eftir kvöldmat er farið yfir skipulag næstu daga. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er til svo margt skemmtilegt við bústörfin að ekki er hægt að velja bara eitt en leiðinlegustu störfin eru að þurfa að rétta af girðingarstaura á hverju vori eftir leysingar og festast í drullu á vormánuðum sem síðan berst út um allt. En þetta er víst eithvað sem fylgir því að búa í mýri. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipað, kannski að það verði aðeins færri unghross á bænum og yngra fólkið, Lára Maria og tengdasonurinn Jóakim, séu komin meira inn í bústörfin og inn í ferða- þjónustuna. Hvernig mun íslenskum landbún- aði vegna í framtíðinni? Ágætlega ef vel er haldið um taumana með innflutning búvarnings. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Við teljum helstu tækifærin vera að markaðssetja íslenska vöru sem gæðavöru og sýna fram á að hún sé betri en hver önnur fjöldaframleidd vara. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Brauð, ostur, mjólk, kjötálegg og skyr. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambalæri með brúnuðum kartöflum og rabar- barasultu. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar heimislisfrúin keyrði splunkunýja traktorsvélina út í skurð. Líf og lyst BÆRINN OKKAR Nautalund með hvítlauks- og kryddjurtasmjöri og regnboga tómatsalat Mörg kryddjurtabeðin skarta sínu allra besta um þessar mundir og eins er úrval ferskra kryddjurta gott í betri verslunum. Þá er um að gera að nýta þess- ar gersemar almennilega og vel er við hæfi að nota þær með úrvals nautakjöti, „filet mignon“. Pönnusteikt nautasteik „filet mignon“ með hvítlauks- og kryddjurtasmjöri › Fjórar nautalundir skornar í 180–200 gramma steikur. › 20 ml ólífuolía › 20 g smjör › Salt og pipar eftir smekk Hvítlauks- og kryddjurtasmjör › ½ stk. smjör › 1 msk. saxað ferskt rósmarín › 1 msk. ferskt extragon › ½ msk. hvítlaukur saxaður Fyrir kryddjurtasmjör: Settu smjörið í örstutt í örbylgjuofn þar til það er auðvinnanlegt, eða í 10–15 sekúndur. Hrærið kryddjurtum og hvítlauk saman þar til allt er alveg blandað saman. Setjið smjörið á pappír eða álfilmuna af smjörinu og reynið svo að endurmóta það, þar til það líkist stöku smjörstykki. Setjið í kæli í um tíu mínútur og takið það svo út fimm mínútum áður en það er borið fram með kjötinu. Fyrir nautasteikurnar: Forhitið ofninn í 200 gráður. Takið steikina úr ísskápnum 30 mínútum fyrir eldun. Það er gert til þess að hún nái stofuhita og líklegra sé að matreiðslutíminn verði nákvæmur. Kryddið á báðum hliðum með salti og pipar. Látið pönnuna hitna mjög vel. Bætið ólífuolíunni og smjörinu á hana. Setjið nautasteikurnar á pönnuna í tvær mínútur á hvorri hlið. Pönnusteikingin gefur steikunum fallegan lit. Setjið steikurnar beint í ofninn. Varið ykkur á því að handfangið getur verið brennandi heitt þegar það kemur úr ofni. Notið ofnvett- linga og ofnfasta pönnu eða fat. Fyrir miðlungs mikið eldað kjöt, hafið það í 4–5 mínútur í ofninum. Meira eldað í 5–6 mínútur og vel eldað 6–7 mínútur. En það fer eftir þykkt. Gott er að nota kjöthitamæli. Látið kjötið svo hvíla í fimm mínútur áður en steikurnar eru bornar fram. Það er mikilvægt að steikin nái réttum kjarnhita. Framreiðið með sneið af hvítlauks- og kryddjurtasmjöri. Regnboga tómatsalat Notið tómata í mismunandi litum, stærðum og gerðum og stráið með basil til að gefa þessu salati sérstak- an glæsileika og bragð. › 500 g þroskaðir tómatar af ýmsum litum, stærðum og gerðum við stofuhita › Sjávarsalt til að krydda með › 2 tsk. balsamic-edik › Kaldpressuð ólífuolía › Fersk basilikublöð Aðferð Skerið tómatana og setjið á fat og kryddið með salti og smá pipar. Ediki og olíu er dreift yfir ásamt basiliku. Borið fram með kjötinu eða sem létt salat. Amerískar pönnukökur Þetta eru þessar þykku, svamp- kenndu amerísku pönnukökur sem oft eru borðaðar með heitu hlynsírópi og stökku beikoni. › 1 msk. lyftiduft › 1 klípa af salti › 1 tsk. hvítur sykur › 2 stór egg (léttþeytt) › 30 g smjör (brætt og kælt) › 300 ml mjólk › 225 g hveiti › Smjör til steikingar Aðferð Auðveldasta leiðin til að gera þetta er að setja allt hráefni í matvinnslu og vinna þetta þannig saman. En ef þið blandið öllu saman með þeytara í skál, blandið þá fyrst saman hveiti, lyftidufti, salti og sykri. Sláið eggjum, bræddu smjöri og mjólk saman og setjið í könnu ásamt þurrefnunum. Það er miklu auðveldara að hella á pönnu en að nota skeið. Hitið slétta pönnu á eldavélinni. Þegar þú eldar pönnukökurnar er allt sem þú þarft að muna að þegar efri hlið pönnunnar er komin með eldaðar loftbólur þá er kominn tími til að elda hina hliðina – og þetta þarf aðeins um eina mínútu ef það er réttur hiti á pönnunni. Berið fram með meðlæti að eigin vali. MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Hrafnkelsstaðir

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.