Bændablaðið - 14.12.2017, Síða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2017
Niðurstöður EFTA-dómstóls um innflutning á hráum landbúnaðarafurðum geta haft margþættar og alvarlegar afleiðingar:
Eggjaframleiðendur áhyggjufullir
Rúmlega tvær milljónir erlendra
ferðamanna heimsækja Ísland í ár
ef af líkum lætur. Þrátt fyrir mikla
fjölgun erlendra ferðamanna var
hún lengi vel ekki að skila sér í
aukinni sölu á lambakjöti. Ný
könnun Gallup sýnir að á þessu
er að verða mikil breyting.
Öflug markaðssetning undir
merkjum markaðsstofunnar
Icelandic lamb í árslok 2016 hefur
greinilega komið lambakjöti á
kortið hjá erlendum ferðamönnum.
Senn lýkur fyrsta heila starfsárinu,
en ein af meginstoðum
markaðssetningarinnar er að vinna
ávallt undir einu merki og kynna
það. Í nýrri könnun sem Gallup
gerði fyrir Icelandic lamb
kemur í ljós að það
hefur gengið vonum
framar.
T æ p l e g a
800 erlendir
ferðamenn sem
hafa nýlega verið
á landinu svöruðu
könnuninni sem gerð
var í byrjun desember.
29% þeirra þekkja merkið og
hafa af því jákvæða mynd.
„Við erum að ljúka fyrsta ári
af tíu ára verkefni og bjuggumst
við því að hafa náð til 5–10%
erlendra ferðamanna á þessum
tímapunkti. En að 30% þeirra þekki
merkið fer langt fram úr okkar
björtustu vonum,“ segir Svavar
Halldórsson, hugmyndasmiður og
framkvæmdastjóri Icelandic lamb.
Samfélagsmiðlaherferð gengur
vonum framar
„Árið hefur mótast nokkuð af því að
þetta er nýtt verkefni og við erum að
fara nýjar leiðir við markaðssetningu
á íslenskum sauðfjárafurðum,“ segir
Svavar. Icleandic lamb rekur öfluga
samfélagsmiðlaherferð sem hefur
skilað um 40 milljón snertingum.
Um 50 myndbönd eru í dreifingu
á vefnum.
„Við settum okkur markmið um
10 milljón snertingar í upphafi
árs. Þannig að þetta er
fjórfalt. Ein besta
b i r t inga rmyndin
á árangur eru
deilingar á efninu
en þær voru um 26
þúsund á fyrstu 11
mánuðum ársins.
Einstaka myndbönd
hafa fengið allt að sjö
þúsund deilingar sem er
verulega gott.“
Herferðin hefur verið verðlaunuð
af FÍT, tilnefnd til evrópsku ADCE
verðlaunanna og norrænu Emblu-
verðlaunanna.
„Þetta er auðvitað mikil
viðurkenning á því sem við erum
að gera.“
Helmingur erlendra ferðamanna
borðar lambakjöt
Samkvæmt könnun Gallup borða
um 52% þeirra erlendu ferðamanna
sem hingað koma íslenskt
lambakjöt á veitingastöðum.
Icelandic lamb er í samstarfi við
rúmlega hundrað veitingastaði
um að setja íslenskt lambakjöt í
öndvegi.
„Þetta er miklu hærra hlutfall
en við reiknuðum með þótt við
höfum alveg vitað að verkefnið
gengi vel. Við erum að sjá
söluaukningu að jafnaði upp á
um 25% hjá samstarfsstöðunum
okkar, sums staðar meira en annars
staðar minna,“ segir Svavar. Í
könnun Gallup var einnig spurt
að því hversu margir erlendu
ferðamannanna hefðu keypt
lambakjöt úti í búð. 12% reyndust
hafa gert það en 88% aldrei. Það
er því ljóst að þar eru sóknarfæri.
Fjöldahreyfing á bak við lambið
Í heildina er Icelandic lamb
í samstarfi við um 150 aðila
innanlands. Meirihlutinn
eru veitingastaðir en líka
afurðastöðvar, smásöluverslanir,
hönnuðir, ullarvinnslufyrirtæki
og aðrir sem vinna verðmæti
úr íslenskum sauðfjárafurðum.
Tvisvar á ári eru veittar
viðurkenningar til samstarfsaðila,
í mars til veitingastaða og verslana
en í desember fyrir handverk og
hönnun. Þetta hefur vakið athygli
og verið hvatning til samstarfsaðila
um að gera enn betur. „Þetta skiptir
miklu máli í þeirri viðleitni okkar
að búa til fjöldahreyfingu á bak
við íslenska lambið. Við erum í
samstarfi við eina íslenska Michelin
veitingastaðinn en líka við nokkra
af betri skyndibitastöðum landsins
og allt þar á milli. Hið sama á
við í hönnun og handverki. Þar
eru samstarfsaðilarnir af öllum
stærðum og gerðum en eiga það
sameiginlegt að vinna með íslenskar
sauðfjárafurðir.“
Verkefni í útlöndum lofa góðu
„Þótt við höfum einkum beint
sjónum okkar að erlendum
ferðamönnum á Íslandi, rekið
öfluga samfélagsmiðlaherferð
og leitað samstarfs við innlenda
aðila þá tökum við líka þátt í
samstarfsverkefnum með völdum
kaupendum í útlöndum, vinnum
að vöruþróun og komum að alls
kyns stefnumótun í samvinnu við
bændur,“ segir Svavar.
„Núna erum við að vinna að
verkefni í Japan sem hefur skilað
töluverðri sölu strax á fyrsta ári
– yfir tvö hundruð tonnum á fínu
verði.“
Á dögunum fór sérstök
japönsk heimasíða í loftið og allt
samfélagsmiðlaefnið hefur verið
þýtt á japönsku. Svipað verkefni
er í vinnslu í Þýskalandi og fyrsti
afrakstur þess verður sýnilegur í
sölu snemma á næsta ári. Icelandic
lamb kemur líka að verkefnum í
Kanada, Bandaríkjunum og víðar.
Allt snýst þetta um að finna íslensku
lambakjöti stað á vel borgandi
sérvörumörkuðum.
„Fyrsta árið hefur gengið mun
betur en við vonuðum og líklegt
að við sjáum árangurinn í hærra
afurðaverði til bænda á komandi
misserum,“ segir Svavar. – „Til þess
er jú leikurinn gerður. Við förum full
af eldmóði inn í nýtt ár.“ /HKr./IL
Niðurstaða EFTA-dómstólsins um
að ólöglegt sé að banna innflutning
á fersku kjöti, eggjum og mjólk
getur haft víðtæk áhrif hér á landi,
ekki síst hvað varðar framleiðslu
á eggjum.
Þorsteinn Sigmundsson,
eggjabóndi og formaður Félags
eggjaframleiðenda, segir að
undanfarin ár hafi gengið sérlega
vel hjá eggjaframleiðendum. „Unga
fólkið okkar og túristarnir borða
mikið af eggjum og salan því verið
mjög góð og búin í góðum rekstri. Við
erum alltaf að bæta það sem við erum
að gera og höfum verið að breyta
húsunum og bæta aðbúnað fuglanna
í samræmi við ýtrustu kröfur um
dýravelferð. Heilbrigði fuglanna er
gott og með því besta sem gerist í
heiminum og eggjaframleiðsla hér á
landi er algerlega án allra lyfja eða
aukaefna. Auk þess sem við erum
með gott fóður, vatn og heilbrigð
og góð dýr.“
Mikil áskorun
„Ég neita því ekki að
eggjaframleiðendur hrukku í kút
þegar þeir heyrðu niðurstöðu EFTA-
dómstólsins um að samkvæmt
lögum yrði að gefa allan innflutning
á hráum eggjum frjálsan á sama tíma
og verið er að breyta tollalögunum
um innflutning á landbúnaðarvörum.
Tollasamningurinn sem tekur gildi
1. maí er eggjaframleiðendum
frekar óhagfelldur, sérstaklega þegar
kemur að eggjavinnslu, eggjamassa,
rauðum og hvítum og eggjaafurðum
sem notaðar eru til iðnaðar til dæmis
í majones og sósugerð.
Þorsteinn segir að gangi hvoru
tveggja eftir sé það óneitanlega mikil
áskorun fyrir landbúnaðinn í landinu
að fá svona mikla samkeppni og
breytingar sem ekki sé víst hvaða
afleiðingar munu hafa. „Það er þó
ekki þannig að við séum að gefast
upp og við verðum bara að gera enn
betur og ekki neinn uppgjafartónn
í okkur. Næsta skref er því að
skipuleggja okkur vel ef við ætlum
að standa þetta af okkur.“
Egg eru viðkvæm ferskvara
„Egg eru fersk vara ekki síður en
ávextir, grænmeti og ófrosið kjöt
sem hefur takmarkað geymsluþol,
auk þess sem þau eru viðkvæm fyrir
hnjaski. Við sjáum því fram á að ef
verslunin fer að flytja egg inn sjálf
mun hún setja sölu þeirra í forgang
og fram fyrir egg sem framleidd eru
hér á landi.“
Að sögn Þorsteins hefur
verið sama verð á eggjum frá
framleiðendum í fimm ár. „Salan
hefur gengið vel og gengið verið
stöðugt þannig að við höfum ekki
þurft á verðhækkun að halda.“
Íslensk eggjabú lítil
Annað sem vert er að íhuga í
sambandi við innflutning á ferskum
eggjum er að erlendis þykja eggjabú
með nokkur hundruð þúsund eða
jafnvel milljón varphænum lítil.
Búin hér eru því smábú í þeim
samanburði.
„Eggjabú hér á landi eru mun
minni og því erfitt að keppa við
erlendu búin þegar kemur að
hagkvæmni og þegar kröfur til þeirra
eru allt öðruvísi en hér. Auk þess
sem í Evrópu, og ég tala ekki um
Bandaríkin og Asíu, þar sem gilda
allt aðrar reglur um lyfjanotkun,
dýraaðbúnað og dýravelferð.
Innflutningurinn
hefur víðtæk áhrif
Þorsteinn bendir á að íslenskur
landbúnaður velti milli 50 og 60
milljörðum á ári. „Í framhaldi af
því má svo velta fyrir sér hvað
verður um alla fóðurbirgjanna,
afurðastöðvarnar, tækjasalana,
þjónustugreinarnar og afleiðustörfin
sem tengjast landbúnaðinum
ef farið verður að flytja inn
landbúnaðarvörur, mjólk, kjöt og
egg í stórum stíl.
Óheftur innflutningurinn er því
vals sem best er að stíga rólega þrátt
fyrir að heimurinn sé að breytast og
öll landamæri að opnast þegar kemur
að verslun og viðskiptum.“ /VH
Þriðjungur erlendra ferðamanna þekkir nú þegar vörumerki Icelandic lamb samkvæmt könnun Gallup:
Um 52% ferðamanna borða íslenskt lambakjöt
Verðskrá Bændablaðsins tekur
breytingum um áramót.
Dálksentimetri á hefðbundnum
auglýsingum hækkar úr 1.500 kr.
án vsk. í 1.550 krónur. Hækkunin
nemur 3,3%. Ástæður breytinga á
verðskrá blaðsins er hækkun vísitölu
neysluverðs og launavísitölu.
Áskriftargjöld verða 10.500
krónur á ári og eldri borgarar fá
áfram 50% afslátt. Smáauglýsing
með mynd mun kosta 5.500 krónur
m. vsk. og textaauglýsing 2.250
kr. Verð á smáauglýsingu á bbl.
is verður áfram 990 kr. + vsk. og
verð á vefauglýsingum tekur ekki
breytingum.
Tímagjald fyrir uppsetningu
auglýsinga verður óbreytt, 8.200 kr.
+ vsk. og niðurfellingargjald 15%
af brúttóverði auglýsingar.
Fyrsta blað eftir áramót kemur
út 11. janúar. /TB
Breytingar á verðskrá
Meðalskilaverð til bænda fyrir sauðfjárafurðir 340 til 400 krónur á kíló:
Verið að skoða möguleika á hækkunum
Meðalskilaverð til bænda fyrir
lambakjöt eftir síðustu sláturtíð
er á bilinu 340 til 400 krónur á
hvert kíló samkvæmt upplýsingum
frá sláturleyfishöfum.
Talsmenn afurðastöðvanna segja
að verið sé að skoða mögulega
hækkun afurðaverðsins en að engin
ákvörðun um slíkt hafi verið tekin.
Bændablaðið leitaði til
nokkurra sláturleyfishafa um hvert
meðalskilaverð til bænda hafi verið
fyrir lambakjöt eftir sláturvertíðina
í haust.
Samkvæmt svörunum sem blaðið
fékk er meðalskilaverðið á bilinu
340 til 399 krónur fyrir kílóið eftir
síðustu sláturvertíð. Hæst var verðið
hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, 399
krónur fyrir kílóið. Hjá Sláturfélagi
Suðurlands var verðið 389,5 krónur
fyrir kinda- og ærkjöt en hjá
Fjallalambi hf. 375 krónur en 340
krónur hjá Norðlenska.
Eiður Gunnlaugsson hjá
Kjarnafæði sagði að ekki væri búið
að reikna út meðalskilaverð hjá þeim
til bænda.
Samkvæmt svörum frá öllum
afurðastöðvum sem haft var samband
við er í skoðun hvort grundvöllur sé
fyrir því að hækka skilaverðið en að
engin ákvörðun hafi verið tekin um
slíkt enn.
Björn Víkingur Björnsson,
framkvæmdastjóri Fjallalambs,
sagði að í tengslum við möguleikann
á að hækka skilagjaldið skipti mestu
hvaða verð fengist fyrir vöruna
innanlands og utan og Ágúst Torfi
Hauksson, framkvæmdastjóri
Norðlenska, sagði að aðstæður til
hækkana væru betri en óttast var.
/VH
FRÉTTIR
Meðalskilaverðið fyrir lambakjöt til bænda er á bilinu 340 til 399 krónur fyrir
kílóið eftir síðustu sláturvertíð. Mynd / HKr.
Þorsteinn Sigmundsson.
Svavar Halldórsson.